ASÍ: Lánshæfið hefur skaðast vegna Icesave 31. mars 2011 11:25 Lánshæfi Íslands hefur skaðast vegna dráttar á lausn Icesave deilunnar. Þannig lækkaði lánshæfismat ríkissjóðs í kjölfar þess að forsetinn synjaði Icesave lögunum staðfestingar í ársbyrjun 2010. Alþjóðleg matsfyrirtæki telja að leið Íslands út úr efnahagsvandanum sé torveldari á meðan Icesave deilan er óleyst. Þessi afstaða hefur komið fram í lánshæfismati þeirra á Íslandi. Þetta kemur fram í greinargerð hagdeildar ASÍ í nýjasta fréttabréfi samtakanna. Fréttabréfið er eingöngu helgað Icesave málinu að þessi sinni. Það var matsfyrirtækið Fitch Ratings sem lækkaði lánshæfismat Íslands niður í ruslflokk í kjölfar ákvörðunar forsetans. Moody´s hefur sagt hreint út að það muni setja Ísland í ruslflokk hjá sér ef Icesave verður fellt í þjóðaratkvæðagreiðslunni í næsta mánuði. Í greinargerðinni segir að Icesave deilan hefur því bæði áhrif á möguleika Íslands til að fá lán á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og einnig á vaxtakjör á þeim lánum sem kunna að fást. Þetta á bæði við um möguleika okkar og kostnað við að taka ný lán til fjárfestinga en einnig varðandi endurfjármögnun á eldri lánum. Ljóst er að mjög erfiðlega hefur gengið að fá erlend lán til landsins. Þau lánsloforð sem fengist hafa eru í sumum tilfellum beint eða óbeint háð því skilyrði að Icesave deilan leysist eða eru til fyrirtækja sem að mestu starfa erlendis. Á endurfjármögnun eldri lána reynir þegar á þessu ári. Afborganir og vextir af erlendum lánum nema umtalsverðum fjárhæðum. Töf á lausn Icesave deilunnar mun einnig hafa áhrif á afléttingu gjaldeyrishaftanna. Slík töf hefur frekari neikvæð áhrif á möguleika okkar til að fá erlenda aðila til að fjárfesta í hér á landi því að á meðan gjaldeyrishöftin eru við líði þá eru takmörk á því að þeir geti tekið eignir sínar til sín í erlendri mynt. Hagdeild ASÍ hefur reynt að leggja mat á það hvaða fjárhæðum það skilaði ef tækist að auka fjárfestingar og fá þannig hjól efnahags- og atvinnulífsins til að snúast hraðar. Til mikils er að vinna því að hvert prósentustig í hagvexti gefur árlega 15 milljarða. Takist að hrinda þeim fjárfestingaráformum sem nú er unnið að á vettvangi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í framkvæmd myndi það hafa mjög jákvæð áhrif á atvinnu- og efnahagslífið. Draga myndi úr atvinnuleysi, hagvöxtur myndi aukast sem skilað gæti auknum verðmætum sem nema um 120 milljörðum fyrir þjóðfélagið í heild á næstu þremur árum. Ljóst er að stór hluti þessara fjárfestinga ráðast af því hvort að okkur takist að tryggja okkur lánsfé á erlendum mörkuðum. Icesave Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Sjá meira
Lánshæfi Íslands hefur skaðast vegna dráttar á lausn Icesave deilunnar. Þannig lækkaði lánshæfismat ríkissjóðs í kjölfar þess að forsetinn synjaði Icesave lögunum staðfestingar í ársbyrjun 2010. Alþjóðleg matsfyrirtæki telja að leið Íslands út úr efnahagsvandanum sé torveldari á meðan Icesave deilan er óleyst. Þessi afstaða hefur komið fram í lánshæfismati þeirra á Íslandi. Þetta kemur fram í greinargerð hagdeildar ASÍ í nýjasta fréttabréfi samtakanna. Fréttabréfið er eingöngu helgað Icesave málinu að þessi sinni. Það var matsfyrirtækið Fitch Ratings sem lækkaði lánshæfismat Íslands niður í ruslflokk í kjölfar ákvörðunar forsetans. Moody´s hefur sagt hreint út að það muni setja Ísland í ruslflokk hjá sér ef Icesave verður fellt í þjóðaratkvæðagreiðslunni í næsta mánuði. Í greinargerðinni segir að Icesave deilan hefur því bæði áhrif á möguleika Íslands til að fá lán á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og einnig á vaxtakjör á þeim lánum sem kunna að fást. Þetta á bæði við um möguleika okkar og kostnað við að taka ný lán til fjárfestinga en einnig varðandi endurfjármögnun á eldri lánum. Ljóst er að mjög erfiðlega hefur gengið að fá erlend lán til landsins. Þau lánsloforð sem fengist hafa eru í sumum tilfellum beint eða óbeint háð því skilyrði að Icesave deilan leysist eða eru til fyrirtækja sem að mestu starfa erlendis. Á endurfjármögnun eldri lána reynir þegar á þessu ári. Afborganir og vextir af erlendum lánum nema umtalsverðum fjárhæðum. Töf á lausn Icesave deilunnar mun einnig hafa áhrif á afléttingu gjaldeyrishaftanna. Slík töf hefur frekari neikvæð áhrif á möguleika okkar til að fá erlenda aðila til að fjárfesta í hér á landi því að á meðan gjaldeyrishöftin eru við líði þá eru takmörk á því að þeir geti tekið eignir sínar til sín í erlendri mynt. Hagdeild ASÍ hefur reynt að leggja mat á það hvaða fjárhæðum það skilaði ef tækist að auka fjárfestingar og fá þannig hjól efnahags- og atvinnulífsins til að snúast hraðar. Til mikils er að vinna því að hvert prósentustig í hagvexti gefur árlega 15 milljarða. Takist að hrinda þeim fjárfestingaráformum sem nú er unnið að á vettvangi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í framkvæmd myndi það hafa mjög jákvæð áhrif á atvinnu- og efnahagslífið. Draga myndi úr atvinnuleysi, hagvöxtur myndi aukast sem skilað gæti auknum verðmætum sem nema um 120 milljörðum fyrir þjóðfélagið í heild á næstu þremur árum. Ljóst er að stór hluti þessara fjárfestinga ráðast af því hvort að okkur takist að tryggja okkur lánsfé á erlendum mörkuðum.
Icesave Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Sjá meira