Mega ekki selja bensín frá Líbíu - almenningur nýtur góðs af Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. apríl 2011 11:00 Farmurinn kom til Íslands í morgun. Mynd/ Atlantsolía. Atlantsolía situr uppi með heilan skipsfarm af bensíni frá Líbíu sem félagið getur ekki selt. Ástæðan er viðskiptabann á Líbíu sem sett var á með ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var fyrir um tveimur vikum síðan. Í ljósi þess að farmurinn var lagður af stað áður en bannið var sett á er óljóst hvað gera á við hann. Ómögulegt er að skila honum sökum ástandsins í Líbíu. Sölubannið er hins vegar í gildi. Atlantsolía hefur því ákveðið að gefa íslenskum bifreiðaeigendum farminn. „Þetta er í rauninni alls ekki góð staða fyrir okkur, en við sjáum samt tækifæri í þessu til þess að láta gott af okkur leiða," segir Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu. Hann segir að fyrirtækið hafi ákveðið að gefa almenningi farminn. „Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að við gefum almenningi þennan farm. Við höfum því ákveðið að gefa hundrað Íslendingum ársbirgðir af eldsneyti," segir Hugi. Bensínið verður gefið þannig að Atlantsolía mun gefa út sérstakan dælulykil með innistæðu fyrir 2500 lítrum af bensíni. Það verða hundrað heppnir sem fá slíkan dælulykil. Hægt er að smella á hlekkinn hér að neðan til þess að skrá sig. „Fyrstur kemur, fyrstur fær," segir Hugi að lokum. Smelltu hér til að vera með. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Atlantsolía situr uppi með heilan skipsfarm af bensíni frá Líbíu sem félagið getur ekki selt. Ástæðan er viðskiptabann á Líbíu sem sett var á með ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var fyrir um tveimur vikum síðan. Í ljósi þess að farmurinn var lagður af stað áður en bannið var sett á er óljóst hvað gera á við hann. Ómögulegt er að skila honum sökum ástandsins í Líbíu. Sölubannið er hins vegar í gildi. Atlantsolía hefur því ákveðið að gefa íslenskum bifreiðaeigendum farminn. „Þetta er í rauninni alls ekki góð staða fyrir okkur, en við sjáum samt tækifæri í þessu til þess að láta gott af okkur leiða," segir Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu. Hann segir að fyrirtækið hafi ákveðið að gefa almenningi farminn. „Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að við gefum almenningi þennan farm. Við höfum því ákveðið að gefa hundrað Íslendingum ársbirgðir af eldsneyti," segir Hugi. Bensínið verður gefið þannig að Atlantsolía mun gefa út sérstakan dælulykil með innistæðu fyrir 2500 lítrum af bensíni. Það verða hundrað heppnir sem fá slíkan dælulykil. Hægt er að smella á hlekkinn hér að neðan til þess að skrá sig. „Fyrstur kemur, fyrstur fær," segir Hugi að lokum. Smelltu hér til að vera með.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira