Aðeins fimm af tuttugu hæstu skattgreiðendum á lista í fyrra 25. júlí 2011 20:00 Einungis fimm af þeim sem eru á lista yfir tuttugu hæstu skattgreiðendur árið 2010 voru á sama lista árið áður. Mörg ný og óþekkt nöfn er að finna á listanum í ár. Skattakóngurinn er landeigandi í Kópavogi. Þorsteinn Hjaltested greiðir tæpar 162 milljónir króna í opinber gjöld fyrir árið 2010 en hann erfði Vatnsendalandið í Kópavogi frá föður sínum og seldi Kópavogsbæ. Í öðru sæti situr Andri Már Ingólfsson hjá Primera Air en hann greiðir tæpa 131 milljón króna í skatta og í þriðja sæti er Skúli Mogensen einn af eigendum MP banka með um 111 milljónir en hann var ekki á listanum í fyrra. Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona og stærsti eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins greiðir um 98 milljónir í opinber gjöld í ár en hún var skattadrottning landsins í fyrra með meira en þrjú hundruð og fjörtíu milljónir í skatta. Athygli vekur að fáir í efstu sætum listans hafa verið þar áður eða einungis fimm af þeim tuttugu sem greiða hæst opinber gjöld. Þá eru mörg ný og lítið þekkt nöfn á listanum. Einnig má þó finna áberandi fólk úr íslensku viðskiptalífi undanfarin ár. Jóhannes Jónsson fyrrum stjórnarformaður Haga greiðir rúmar 78 milljónir í opinber gjöld en sonur hans Jón Ásgeir greiðir um helming af þeirri upphæð. Magnús Ingi Óskarsson stofnandi sprotafyrirtækisins Calidris, sem hannar hugbúnað fyrir tölvukerfi flugfélaga, er nýliði á listanum með rúmar 75 milljónir. Ingunn Gyða Wernersdóttir kaupsýslukona greiðir rúmlega 61 milljón. Forstjóri Landsvirkjunar Hörður Arnarson rúmar 48 milljónir en Bjarni Ármannsson fyrrum bankastjóri Glitnis rúmar 37. Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Sjá meira
Einungis fimm af þeim sem eru á lista yfir tuttugu hæstu skattgreiðendur árið 2010 voru á sama lista árið áður. Mörg ný og óþekkt nöfn er að finna á listanum í ár. Skattakóngurinn er landeigandi í Kópavogi. Þorsteinn Hjaltested greiðir tæpar 162 milljónir króna í opinber gjöld fyrir árið 2010 en hann erfði Vatnsendalandið í Kópavogi frá föður sínum og seldi Kópavogsbæ. Í öðru sæti situr Andri Már Ingólfsson hjá Primera Air en hann greiðir tæpa 131 milljón króna í skatta og í þriðja sæti er Skúli Mogensen einn af eigendum MP banka með um 111 milljónir en hann var ekki á listanum í fyrra. Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona og stærsti eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins greiðir um 98 milljónir í opinber gjöld í ár en hún var skattadrottning landsins í fyrra með meira en þrjú hundruð og fjörtíu milljónir í skatta. Athygli vekur að fáir í efstu sætum listans hafa verið þar áður eða einungis fimm af þeim tuttugu sem greiða hæst opinber gjöld. Þá eru mörg ný og lítið þekkt nöfn á listanum. Einnig má þó finna áberandi fólk úr íslensku viðskiptalífi undanfarin ár. Jóhannes Jónsson fyrrum stjórnarformaður Haga greiðir rúmar 78 milljónir í opinber gjöld en sonur hans Jón Ásgeir greiðir um helming af þeirri upphæð. Magnús Ingi Óskarsson stofnandi sprotafyrirtækisins Calidris, sem hannar hugbúnað fyrir tölvukerfi flugfélaga, er nýliði á listanum með rúmar 75 milljónir. Ingunn Gyða Wernersdóttir kaupsýslukona greiðir rúmlega 61 milljón. Forstjóri Landsvirkjunar Hörður Arnarson rúmar 48 milljónir en Bjarni Ármannsson fyrrum bankastjóri Glitnis rúmar 37.
Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Sjá meira