Cameron: Rétt ákvörðun fyrir Bretland 12. desember 2011 16:05 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði ákvörðun sína um að standa fyrir utan samkomulag leiðtoga Evrópusambandsríkja, um aðgerðir til þess að koma á stöðugleika á Evrópusambandssvæðinu, hafa verið tekna með hagsmuni Bretlands í huga. „Þetta var rétt ákvörðun fyrir Bretland og mun skipta sköpum til framtíðar," sagði Cameron m.a. í ræðu sinni. Hann sagði ákvörðunina ekki skilja Bretland eftir á köldum klaka í efnahagslegu tilliti, og hún útilokaði heldur ekki frekara samstarf á vettvangi Evrópusamstarfsins. „Þetta þýðir ekki neina einangrun, heldur er einfaldlega rökrétt ákvörðun út frá hagsmunum Bretlands,“ sagði Cameron um ákvörðun sína. Samkomulag náðist hjá 26 þjóðum af 27 um aðgerðir til þess að stuðla að meiri stöðugleika á Evrópusambandsins, þar með talið að gera þjóðum erfiðara um vik að skuldsetja ríkissjóði. Ed Miliband, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði í ræðu sinni, sem var mótsvar við ávarpi Cameron, að mikil mistök hefðu verið gerð. "Forsætisráðherra hefur gert mestu mistök sem leiðtogi Bretlands hefur gert í Evrópumálum, í heila kynslóð," sagði Miliband. Hann sagði ákvörðun Cameron þýða meiri einangrun og að efnahagslíf landsins gæti lent í erfiðleikum vegna þessarar ákvörðunar, um langa framtíð. Augljóst hefði verið að Cameron hefði verið að taka hagsmuni breskra Íhaldsmanna fram yfir almannahagsmuni. Hægt er að fylgjast með umræðum breska þinginu, þar sem Cameron ver ákvörðun sína, inn á vefsíðu BBC. Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði ákvörðun sína um að standa fyrir utan samkomulag leiðtoga Evrópusambandsríkja, um aðgerðir til þess að koma á stöðugleika á Evrópusambandssvæðinu, hafa verið tekna með hagsmuni Bretlands í huga. „Þetta var rétt ákvörðun fyrir Bretland og mun skipta sköpum til framtíðar," sagði Cameron m.a. í ræðu sinni. Hann sagði ákvörðunina ekki skilja Bretland eftir á köldum klaka í efnahagslegu tilliti, og hún útilokaði heldur ekki frekara samstarf á vettvangi Evrópusamstarfsins. „Þetta þýðir ekki neina einangrun, heldur er einfaldlega rökrétt ákvörðun út frá hagsmunum Bretlands,“ sagði Cameron um ákvörðun sína. Samkomulag náðist hjá 26 þjóðum af 27 um aðgerðir til þess að stuðla að meiri stöðugleika á Evrópusambandsins, þar með talið að gera þjóðum erfiðara um vik að skuldsetja ríkissjóði. Ed Miliband, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði í ræðu sinni, sem var mótsvar við ávarpi Cameron, að mikil mistök hefðu verið gerð. "Forsætisráðherra hefur gert mestu mistök sem leiðtogi Bretlands hefur gert í Evrópumálum, í heila kynslóð," sagði Miliband. Hann sagði ákvörðun Cameron þýða meiri einangrun og að efnahagslíf landsins gæti lent í erfiðleikum vegna þessarar ákvörðunar, um langa framtíð. Augljóst hefði verið að Cameron hefði verið að taka hagsmuni breskra Íhaldsmanna fram yfir almannahagsmuni. Hægt er að fylgjast með umræðum breska þinginu, þar sem Cameron ver ákvörðun sína, inn á vefsíðu BBC.
Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira