Gæti hreinsað út Icesave-skuld 8. apríl 2011 06:00 Verslanakeðjan er að stórum hluta í eigu þrotabús Landsbankans. Skilanefnd gamla Landsbankans reynir nú að fá 1,8 til 2 milljarða punda, eða 333 til 370 milljarða króna, fyrir verslanakeðjuna Iceland Foods í Bretlandi. Þetta er fullyrt á vef Financial Times. Skilanefnd þrotabúsins hefur þó aðeins staðfest að hún sé byrjuð að kanna hvaða möguleikar eru á að selja Iceland Foods. Eignin er þar með komin í söluferli og á næstu vikum verður rætt við ýmsar fjármálastofnanir um ráðgjöf við söluna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða margar af stærstu fjármálastofnunum heims. Fáist um 2 milljarðar punda fyrir Iceland Foods, líkt og Financial Times heldur fram, væri Icesave-skuld bankans, samkvæmt þeim samningi við Breta og Hollendinga sem borinn verður undir þjóðina á morgun, í reynd úr sögunni og kostnaður ríkissjóðs þar af leiðandi enginn. Eignarhlutur þrotabúsins í Iceland Foods er tæp 67 prósent þannig að úr sölunni gætu fengist 220 til 250 milljarðar króna. Hlutur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda af þessari fjárhæð væri 112 til 126 milljarðar króna, sem er 52 til 66 milljörðum meira en gert var ráð fyrir að Tryggingarsjóðurinn myndi fá af þeim 117 milljörðum sem skilanefndin hafði reiknað með að fengist samtals út úr allri hlutabréfaeign þrotabúsins, þar með töldum hlutabréfum í Iceland Foods.- gb Icesave Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Skilanefnd gamla Landsbankans reynir nú að fá 1,8 til 2 milljarða punda, eða 333 til 370 milljarða króna, fyrir verslanakeðjuna Iceland Foods í Bretlandi. Þetta er fullyrt á vef Financial Times. Skilanefnd þrotabúsins hefur þó aðeins staðfest að hún sé byrjuð að kanna hvaða möguleikar eru á að selja Iceland Foods. Eignin er þar með komin í söluferli og á næstu vikum verður rætt við ýmsar fjármálastofnanir um ráðgjöf við söluna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða margar af stærstu fjármálastofnunum heims. Fáist um 2 milljarðar punda fyrir Iceland Foods, líkt og Financial Times heldur fram, væri Icesave-skuld bankans, samkvæmt þeim samningi við Breta og Hollendinga sem borinn verður undir þjóðina á morgun, í reynd úr sögunni og kostnaður ríkissjóðs þar af leiðandi enginn. Eignarhlutur þrotabúsins í Iceland Foods er tæp 67 prósent þannig að úr sölunni gætu fengist 220 til 250 milljarðar króna. Hlutur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda af þessari fjárhæð væri 112 til 126 milljarðar króna, sem er 52 til 66 milljörðum meira en gert var ráð fyrir að Tryggingarsjóðurinn myndi fá af þeim 117 milljörðum sem skilanefndin hafði reiknað með að fengist samtals út úr allri hlutabréfaeign þrotabúsins, þar með töldum hlutabréfum í Iceland Foods.- gb
Icesave Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira