ÍR vann bikarinn í 20. sinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2011 06:00 Einar Daði Lárusson og Helgi Björnsson úr ÍR í baráttu við Trausta Stefánsson og Guðmund Heiðar Guðmundsson úr FH. mynd/björn guðmundsson ÍR-ingar urðu á laugardag bikarmeistarar í frjálsum íþróttum þriðja árið í röð en keppt var á Kópavogsvelli. ÍR-ingar höfðu betur í samanlagðri stigakeppni eftir baráttu við FH-inga. ÍR hlaut 170 stig en FH 153 stig. „Þetta var æði. Hópurinn er rosalega góður þótt liðið sé mjög ungt. Ég var aldursforseti í kvennaflokknum, 22 ára,“ sagði Sandra Pétursdóttir fyrirliði ÍR. Hún sagði góða liðsheild lykilinn að sigrinum sem var sá tuttugasti í sögu félagsins. „Það voru allir vel samstilltir og ætluðu að vinna. Við töpuðum í samanlögðu á Meistaramótinu á Selfossi um daginn og það kom ekki til greina að tapa aftur. Það voru allir mjög hungraðir í þennan sigur.“ Kvennalið ÍR varð í efsta sæti en karlaliðið í öðru sæti á eftir FH. „FH er með mjög sterkt karlalið þannig að það hefur verið erfitt fyrir strákana að sigra þá. En það á eftir að koma einn daginn,“ sagði Sandra sem hafði sigur í sleggjukasti fyrir hönd ÍR-liðsins. Óðinn Björn Þorsteinsson, fyrirliði FH, sigraði í kúluvarpi og sleggjukasti á mótinu. „Þetta var svipað og búist var við. Að við myndum vinna karlabikarinn og stelpurnar myndu bæta aðeins við sig frá því í fyrra,“ sagði Óðinn Björn. Hann sagði bæði FH og ÍR skipuð ungu fólki og að barátta yrði milli félaganna um bikarinn næstu ár. „Við vorum búin að vinna bikarinn 15 ár í röð. ÍR er að vinna í þriðja skiptið í röð. Það fer að styttast í að við tökum þá aftur,“ sagði Óðinn Björn. Þrjú met voru sett á mótinu og voru það ÍR-ingar sem settu þau öll. Hilmar Örn Jónsson setti piltamet í sleggjukasti og kvennasveitin stúlknamet í 1000 metra boðhlaupi. Þá setti karlasveitin einnig met í 1000 metra boðhlaupi í flokki 22 ára og yngri. Innlendar Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjá meira
ÍR-ingar urðu á laugardag bikarmeistarar í frjálsum íþróttum þriðja árið í röð en keppt var á Kópavogsvelli. ÍR-ingar höfðu betur í samanlagðri stigakeppni eftir baráttu við FH-inga. ÍR hlaut 170 stig en FH 153 stig. „Þetta var æði. Hópurinn er rosalega góður þótt liðið sé mjög ungt. Ég var aldursforseti í kvennaflokknum, 22 ára,“ sagði Sandra Pétursdóttir fyrirliði ÍR. Hún sagði góða liðsheild lykilinn að sigrinum sem var sá tuttugasti í sögu félagsins. „Það voru allir vel samstilltir og ætluðu að vinna. Við töpuðum í samanlögðu á Meistaramótinu á Selfossi um daginn og það kom ekki til greina að tapa aftur. Það voru allir mjög hungraðir í þennan sigur.“ Kvennalið ÍR varð í efsta sæti en karlaliðið í öðru sæti á eftir FH. „FH er með mjög sterkt karlalið þannig að það hefur verið erfitt fyrir strákana að sigra þá. En það á eftir að koma einn daginn,“ sagði Sandra sem hafði sigur í sleggjukasti fyrir hönd ÍR-liðsins. Óðinn Björn Þorsteinsson, fyrirliði FH, sigraði í kúluvarpi og sleggjukasti á mótinu. „Þetta var svipað og búist var við. Að við myndum vinna karlabikarinn og stelpurnar myndu bæta aðeins við sig frá því í fyrra,“ sagði Óðinn Björn. Hann sagði bæði FH og ÍR skipuð ungu fólki og að barátta yrði milli félaganna um bikarinn næstu ár. „Við vorum búin að vinna bikarinn 15 ár í röð. ÍR er að vinna í þriðja skiptið í röð. Það fer að styttast í að við tökum þá aftur,“ sagði Óðinn Björn. Þrjú met voru sett á mótinu og voru það ÍR-ingar sem settu þau öll. Hilmar Örn Jónsson setti piltamet í sleggjukasti og kvennasveitin stúlknamet í 1000 metra boðhlaupi. Þá setti karlasveitin einnig met í 1000 metra boðhlaupi í flokki 22 ára og yngri.
Innlendar Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjá meira