Baráttan er ekki búin þrátt fyrir sigurinn 17. september 2011 00:00 Hrósar sigri Helle Thorning-Schmidt verður næsti forsætisráðherra Danmerkur eftir kosningasigur vinstriflokkanna. Hún verður fyrsta konan til að gegna því embætti.NordicPhotos/AFP AFP/Nordicphotos „Okkur tókst það!“ sagði Helle Thorning-Schmidt, formaður jafnaðarmanna, í hópi stuðningsmanna í fyrrakvöld, þegar ljóst varð að vinstriflokkarnir hefðu náð þingmeirhluta eftir tíu ára valdasetu hægrimanna. Sigurinn var þó ekki eins öruggur og kannanir höfðu gefið í skyn, en vinstriflokkarnir fengu 89 sæti gegn 86 hjá hægriflokkunum. Sigurvíman var fölskvalaus en verður þó að skoðast í því samhengi að jafnaðarmenn misstu eilítið fylgi og hafa raunar ekki hlotið verri kosningu í rúma öld. Thorning-Schmidt fékk í gær umboð drottningar til stjórnarmyndunar og verður þar með fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra. Fyrst verður hún hins vegar að mynda stjórn, en með henni verður Sósíalistaflokkurinn og jafnvel Róttæki flokkurinn, sem vann verulega á í kosningunum. Þá mun Samstöðulistinn, sem er vinstrisinnaðastur allra flokka, verja stjórnina falli. Það sem fyrir liggur hjá nýrri stjórn er að örva efnahags- og atvinnulíf Danmerkur, en auk þess hafa vinstriflokkarnir lofað því að standa vörð um velferðarkerfið og jafnvel auka skatta á banka og aðrar fjármálastofnanir. Það sem flækir málin er að Róttækir, sem eru frjálslyndasti flokkur vinstriblokkarinnar, höfðu fyrr á árinu samið við hægriflokkana um víðtæka hagræðingaráætlun í ríkisfjármálunum. Má ætla að þeir setji sig gegn því að sú áætlun verði dregin til baka og um það þurfi að semja. Ein stærstu tíðindi kosninganna eru þau að Danski þjóðarflokkurinn, sem hafði mikil áhrif á stefnu hægristjórnarinnar, missti fylgi. Við það ætti áhersla á hert innflytjendalög að minnka. Lars Lökke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, er í einkennilegri stöðu þar sem flokkur hans, Venstre, hélt sínu og vel það, en Íhaldsflokkurinn, sem var með honum í stjórn, galt afhroð og missti tíu af átján þingmönnum. Þrátt fyrir að sigurinn væri sætur lagði Thorning-Schmidt engu að síður áherslu á það í sigurræðu sinni að allir væru velkomnir að borðinu og samvinna „yfir miðjuna“ yrði henni afar mikilvæg á komandi kjörtímabili. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
„Okkur tókst það!“ sagði Helle Thorning-Schmidt, formaður jafnaðarmanna, í hópi stuðningsmanna í fyrrakvöld, þegar ljóst varð að vinstriflokkarnir hefðu náð þingmeirhluta eftir tíu ára valdasetu hægrimanna. Sigurinn var þó ekki eins öruggur og kannanir höfðu gefið í skyn, en vinstriflokkarnir fengu 89 sæti gegn 86 hjá hægriflokkunum. Sigurvíman var fölskvalaus en verður þó að skoðast í því samhengi að jafnaðarmenn misstu eilítið fylgi og hafa raunar ekki hlotið verri kosningu í rúma öld. Thorning-Schmidt fékk í gær umboð drottningar til stjórnarmyndunar og verður þar með fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra. Fyrst verður hún hins vegar að mynda stjórn, en með henni verður Sósíalistaflokkurinn og jafnvel Róttæki flokkurinn, sem vann verulega á í kosningunum. Þá mun Samstöðulistinn, sem er vinstrisinnaðastur allra flokka, verja stjórnina falli. Það sem fyrir liggur hjá nýrri stjórn er að örva efnahags- og atvinnulíf Danmerkur, en auk þess hafa vinstriflokkarnir lofað því að standa vörð um velferðarkerfið og jafnvel auka skatta á banka og aðrar fjármálastofnanir. Það sem flækir málin er að Róttækir, sem eru frjálslyndasti flokkur vinstriblokkarinnar, höfðu fyrr á árinu samið við hægriflokkana um víðtæka hagræðingaráætlun í ríkisfjármálunum. Má ætla að þeir setji sig gegn því að sú áætlun verði dregin til baka og um það þurfi að semja. Ein stærstu tíðindi kosninganna eru þau að Danski þjóðarflokkurinn, sem hafði mikil áhrif á stefnu hægristjórnarinnar, missti fylgi. Við það ætti áhersla á hert innflytjendalög að minnka. Lars Lökke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, er í einkennilegri stöðu þar sem flokkur hans, Venstre, hélt sínu og vel það, en Íhaldsflokkurinn, sem var með honum í stjórn, galt afhroð og missti tíu af átján þingmönnum. Þrátt fyrir að sigurinn væri sætur lagði Thorning-Schmidt engu að síður áherslu á það í sigurræðu sinni að allir væru velkomnir að borðinu og samvinna „yfir miðjuna“ yrði henni afar mikilvæg á komandi kjörtímabili. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira