Vilja koma böndum á fjármálastarfsemi 2. nóvember 2011 11:00 Frakkar vinna hörðum höndum að undirbúningi G20-fundarins í Cannes síðar í vikunni. nordicphotos/AFP Leiðtogar helstu efnahagsvelda heims hittast í Cannes í Frakklandi á morgun og föstudag. Til stendur að samþykkja aðgerðir, sem eiga að halda aftur af bönkum og fjármálafyrirtækjum og draga verulega úr hættunni á að önnur eins kreppa endurtaki sig og sú sem hófst fyrir þremur árum og enn sér ekki fyrir endann á. Meðal annars á að sjá til þess, að fjármálafyrirtæki geti ekki framar orðið „of stór til að fara á hausinn“, og jafnframt á að tryggja að skattgreiðendur fái ekki reikninginn fari svo að „of stórt“ fjármálafyrirtæki verði samt sem áður gjaldþrota. Þá er meiningin að setja alþjóðlegar reglur, sem koma í veg fyrir ofurbónusa og hömlulaus áhættuviðskipti, eins og farin voru að tíðkast í fjármálaheiminum fyrir hrunið 2008. Ekki síst er ætlunin að setja strangar reglur um starfsemi vogunarsjóða og annarra jaðarfyrirbæra fjármálaheimsins, með öflugu eftirliti. Þá er hugmyndin að flóknir fjármálagjörningar á borð við afleiðuviðskipti verði eingöngu leyfilegir innan ramma kauphallarviðskipta og á rafrænu formi, svo unnt verði að rekja þau síðar meir. Þetta allt saman fullyrðir þýska tímaritið Spiegel á vefsíðu sinni, og vísar þar í drög að lokaályktun fundarins, sem blaðamenn þess hafa komist yfir. Ekki er þó víst að allar þessar aðgerðir verði samþykktar þegar á hólminn er komið. Þetta verður sjötti fundur leiðtogahópsins frá því haustið 2008, þegar þeir fyrst ákváðu að koma reglulega saman til að ræða viðbrögð við kreppunni og móta aðgerðir. Þessi fundur í Cannes, þar sem Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti verður gestgjafi hópsins, er haldinn í beinu framhaldi af leiðtogafundum Evrópusambandsins og evrusvæðisins í síðustu viku, þar sem samþykkt var bæði að stækka mjög neyðarsjóð ESB og herða reglur um bankastarfsemi. Efnahags- og þróunarstofnunin OECD spáir „vægum samdrætti“ í sumum löndum evrusvæðisins á næsta ári og hagvöxtur á svæðinu í heild fari niður í 0,3 prósent. Stofnunin segir aðallega því um að kenna, að almennt hafi fólk misst trúna á getu stjórnmálamanna til að bregðast við ástandinu. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Leiðtogar helstu efnahagsvelda heims hittast í Cannes í Frakklandi á morgun og föstudag. Til stendur að samþykkja aðgerðir, sem eiga að halda aftur af bönkum og fjármálafyrirtækjum og draga verulega úr hættunni á að önnur eins kreppa endurtaki sig og sú sem hófst fyrir þremur árum og enn sér ekki fyrir endann á. Meðal annars á að sjá til þess, að fjármálafyrirtæki geti ekki framar orðið „of stór til að fara á hausinn“, og jafnframt á að tryggja að skattgreiðendur fái ekki reikninginn fari svo að „of stórt“ fjármálafyrirtæki verði samt sem áður gjaldþrota. Þá er meiningin að setja alþjóðlegar reglur, sem koma í veg fyrir ofurbónusa og hömlulaus áhættuviðskipti, eins og farin voru að tíðkast í fjármálaheiminum fyrir hrunið 2008. Ekki síst er ætlunin að setja strangar reglur um starfsemi vogunarsjóða og annarra jaðarfyrirbæra fjármálaheimsins, með öflugu eftirliti. Þá er hugmyndin að flóknir fjármálagjörningar á borð við afleiðuviðskipti verði eingöngu leyfilegir innan ramma kauphallarviðskipta og á rafrænu formi, svo unnt verði að rekja þau síðar meir. Þetta allt saman fullyrðir þýska tímaritið Spiegel á vefsíðu sinni, og vísar þar í drög að lokaályktun fundarins, sem blaðamenn þess hafa komist yfir. Ekki er þó víst að allar þessar aðgerðir verði samþykktar þegar á hólminn er komið. Þetta verður sjötti fundur leiðtogahópsins frá því haustið 2008, þegar þeir fyrst ákváðu að koma reglulega saman til að ræða viðbrögð við kreppunni og móta aðgerðir. Þessi fundur í Cannes, þar sem Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti verður gestgjafi hópsins, er haldinn í beinu framhaldi af leiðtogafundum Evrópusambandsins og evrusvæðisins í síðustu viku, þar sem samþykkt var bæði að stækka mjög neyðarsjóð ESB og herða reglur um bankastarfsemi. Efnahags- og þróunarstofnunin OECD spáir „vægum samdrætti“ í sumum löndum evrusvæðisins á næsta ári og hagvöxtur á svæðinu í heild fari niður í 0,3 prósent. Stofnunin segir aðallega því um að kenna, að almennt hafi fólk misst trúna á getu stjórnmálamanna til að bregðast við ástandinu. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira