Langþráðar kosningar hófust í gær 29. nóvember 2011 00:30 Forsetaframbjóðandi í biðröðinni Amr Moussa, einn forsetaframbjóðenda og fyrrverandi leiðtogi Arababandalagsins, í biðröðinni fyrir utan einn kjörstaðanna.fréttablaðið/AFP Biðraðir tóku að myndast fyrir utan kjörstaði í Egyptalandi snemma í gærmorun þegar langþráðar kosningar hófust í landinu. Víðast hvar virtist stemningin vera góð. Fólk var ánægt með að fá að greiða atkvæði í kosningum, sem talist geta nokkurn veginn frjálsar en áratugum saman hefur litlu skipt hvernig atkvæði féllu. „Áður var tilgangslaust að kjósa. Raddir okkar skiptu nákvæmlega engu máli,“ hafði franska fréttastofan AFP eftir konu í Kaíró, sem var að greiða atkvæði í fyrsta sinn á ævinni. Margir kjósendur þurftu reyndar að bíða nokkuð lengi. Kjörstaðir voru ekki allir opnaðir á réttum tíma, sums staðar vegna þess að kjörseðlar voru ekki komnir á staðinn í tæka tíð. Á Tahrir-torgi, þar sem þúsundir mótmælenda hafa hreiðrað um sig, var þó ekkert fararsnið á fólki. Enginn ætlaði að taka þátt í þessum kosningum af andstöðu við herforingjastjórnina, sem þeim finnst ekki hafa staðið sig í að koma á þeim lýðræðisumbótum sem byltingin í byrjun árs krafðist. Mótmælendur krefjast þess að herforingjastjórnin afhendi völd sín strax til borgaralegrar bráðabirgðastjórnar, og telja að kosningarnar verði í raun tilgangslitlar meðan herforingjarnir halda enn um valdataumana. Þetta var þó aðeins fyrsti kjördagurinn í löngu kosningaferli, sem lýkur ekki fyrr en rétt fyrir miðjan mars. Neðri deild nýkjörins þings kemur fyrst saman 17. mars en efri deildin viku síðar. Skoðanakannanir benda allar til þess að Frelsis- og réttlætisflokkurinn fái flest atkvæði, varla minna en 20 prósent, en sá flokkur var stofnaður af Bræðralagi múslima, samtökum heittrúaðra múslima sem áratugum saman hafa haft mikil áhrif í Egyptalandi þrátt fyrir að hafa verið að miklu leyti í ónáð stjórnvalda. Næststærsti flokkurinn verður að öllum líkindum Wafd-flokkurinn, sem leggur áherslu á að tryggja bæði markaðsfrelsi og borgaraleg réttindi, þar á meðal trúfrelsi og jafnrétti kynjanna. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Biðraðir tóku að myndast fyrir utan kjörstaði í Egyptalandi snemma í gærmorun þegar langþráðar kosningar hófust í landinu. Víðast hvar virtist stemningin vera góð. Fólk var ánægt með að fá að greiða atkvæði í kosningum, sem talist geta nokkurn veginn frjálsar en áratugum saman hefur litlu skipt hvernig atkvæði féllu. „Áður var tilgangslaust að kjósa. Raddir okkar skiptu nákvæmlega engu máli,“ hafði franska fréttastofan AFP eftir konu í Kaíró, sem var að greiða atkvæði í fyrsta sinn á ævinni. Margir kjósendur þurftu reyndar að bíða nokkuð lengi. Kjörstaðir voru ekki allir opnaðir á réttum tíma, sums staðar vegna þess að kjörseðlar voru ekki komnir á staðinn í tæka tíð. Á Tahrir-torgi, þar sem þúsundir mótmælenda hafa hreiðrað um sig, var þó ekkert fararsnið á fólki. Enginn ætlaði að taka þátt í þessum kosningum af andstöðu við herforingjastjórnina, sem þeim finnst ekki hafa staðið sig í að koma á þeim lýðræðisumbótum sem byltingin í byrjun árs krafðist. Mótmælendur krefjast þess að herforingjastjórnin afhendi völd sín strax til borgaralegrar bráðabirgðastjórnar, og telja að kosningarnar verði í raun tilgangslitlar meðan herforingjarnir halda enn um valdataumana. Þetta var þó aðeins fyrsti kjördagurinn í löngu kosningaferli, sem lýkur ekki fyrr en rétt fyrir miðjan mars. Neðri deild nýkjörins þings kemur fyrst saman 17. mars en efri deildin viku síðar. Skoðanakannanir benda allar til þess að Frelsis- og réttlætisflokkurinn fái flest atkvæði, varla minna en 20 prósent, en sá flokkur var stofnaður af Bræðralagi múslima, samtökum heittrúaðra múslima sem áratugum saman hafa haft mikil áhrif í Egyptalandi þrátt fyrir að hafa verið að miklu leyti í ónáð stjórnvalda. Næststærsti flokkurinn verður að öllum líkindum Wafd-flokkurinn, sem leggur áherslu á að tryggja bæði markaðsfrelsi og borgaraleg réttindi, þar á meðal trúfrelsi og jafnrétti kynjanna. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira