Gæti reynst Pútín erfiður mótherji 27. desember 2011 23:00 Alexei Navalní Hefur með eldmóði sínum og bloggskrifum náð að höfða til ungu kynslóðarinnar.Fréttablaðið/AP Fremsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi þessa dagana er Alexei Navalní, sem hefur lagt meira fram en aðrir til þess að leggja grunn að mótmælahreyfingunni sem nú velgir Vladimír Pútín forsætisráðherra undir uggum. Navalní virðist eiga auðvelt með að ná til fólks, eins og vel sást á fjölmennum mótmælafundi í Moskvu um helgina, þar sem tugir þúsunda manna hrópuðu fagnandi. Ekki er annað að sjá en að vegur hans eigi aðeins eftir að fara vaxandi. Navalní er lögfræðingur sem hefur barist gegn spillingu í Rússlandi. Hann er einnig vinsæll bloggari og virðist hafa náð til unga fólksins, sem fór ekki að taka þátt í mótmælum að ráði fyrr en eftir að hafa lesið hvatningarorð hans á netinu. Hann var handtekinn fyrr í mánuðinum eftir að hann fór í fararbroddi mótmælagöngu gegn þingkosningunum sem haldnar voru í byrjun desember. Meðan hann sat í fangelsi dró heldur úr eldmóði mótmælendahópsins, en hann var svo látinn laus skömmu fyrir jól og þá hljóp nýr kraftur í mótmælendur, sem mættu fílefldir á laugardaginn var. Rússneskir ráðamenn eru farnir að átta sig á því að Navalní geti reynst þeim skeinuhættur en hafa lítið getað að gert. Vladimír Pútín forsætisráðherra gerir samt lítið úr stjórnarandstæðingunum sem efnt hafa til þessara fjölmennu mótmæla. „Vandinn er sá að þeir hafa ekki neina sterka stefnu, né heldur skýrar og skiljanlegar leiðir til að ná fram markmiðum sínum, sem eru reyndar ekki skýr heldur," sagði hann á fundi með stuðningsmönnum sínum í gær. „Þá vantar líka fólk sem er fært um að gera eitthvað áþreifanlegt." Pútín segist hins vegar vilja að forsetakosningarnar í mars verði gegnsæjar og áreiðanlegar. Hann hafi engan áhuga á því sem frambjóðandi að niðurstöðurnar verði ekki marktækar. Hann hvatti jafnframt stuðningsmenn sína til að tryggja að kosningarnar færu vel fram, þannig að framkvæmdin kallaði ekki á harða gagnrýni eins og þingkosningarnar. Hann neitar hins vegar að verða við kröfum um að atkvæðin úr þeim kosningum verði endurtalin vegna ásakana um kosningasvindl. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Fremsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi þessa dagana er Alexei Navalní, sem hefur lagt meira fram en aðrir til þess að leggja grunn að mótmælahreyfingunni sem nú velgir Vladimír Pútín forsætisráðherra undir uggum. Navalní virðist eiga auðvelt með að ná til fólks, eins og vel sást á fjölmennum mótmælafundi í Moskvu um helgina, þar sem tugir þúsunda manna hrópuðu fagnandi. Ekki er annað að sjá en að vegur hans eigi aðeins eftir að fara vaxandi. Navalní er lögfræðingur sem hefur barist gegn spillingu í Rússlandi. Hann er einnig vinsæll bloggari og virðist hafa náð til unga fólksins, sem fór ekki að taka þátt í mótmælum að ráði fyrr en eftir að hafa lesið hvatningarorð hans á netinu. Hann var handtekinn fyrr í mánuðinum eftir að hann fór í fararbroddi mótmælagöngu gegn þingkosningunum sem haldnar voru í byrjun desember. Meðan hann sat í fangelsi dró heldur úr eldmóði mótmælendahópsins, en hann var svo látinn laus skömmu fyrir jól og þá hljóp nýr kraftur í mótmælendur, sem mættu fílefldir á laugardaginn var. Rússneskir ráðamenn eru farnir að átta sig á því að Navalní geti reynst þeim skeinuhættur en hafa lítið getað að gert. Vladimír Pútín forsætisráðherra gerir samt lítið úr stjórnarandstæðingunum sem efnt hafa til þessara fjölmennu mótmæla. „Vandinn er sá að þeir hafa ekki neina sterka stefnu, né heldur skýrar og skiljanlegar leiðir til að ná fram markmiðum sínum, sem eru reyndar ekki skýr heldur," sagði hann á fundi með stuðningsmönnum sínum í gær. „Þá vantar líka fólk sem er fært um að gera eitthvað áþreifanlegt." Pútín segist hins vegar vilja að forsetakosningarnar í mars verði gegnsæjar og áreiðanlegar. Hann hafi engan áhuga á því sem frambjóðandi að niðurstöðurnar verði ekki marktækar. Hann hvatti jafnframt stuðningsmenn sína til að tryggja að kosningarnar færu vel fram, þannig að framkvæmdin kallaði ekki á harða gagnrýni eins og þingkosningarnar. Hann neitar hins vegar að verða við kröfum um að atkvæðin úr þeim kosningum verði endurtalin vegna ásakana um kosningasvindl. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent