Einn stærsti skartgripasali Mið-Austurlanda vildi kaupa Aurum Holdings Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. janúar 2012 18:48 Í bréfi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til sérstaks saksóknara er vitnað til þess að Damas, einn stærsti skartgripasali Mið-Asturlanda með starfsemi í Evrópu, hafði undirritað óbindandi samkomulag við Fons um kaup á Aurum Holdings áður en dótturfélag Fons fékk lán til að kaupa félagið. Málið snýst um sex milljarða króna lán Glitnis til félagsins FS-38 ehf. sem var dótturfélag Fons upp á sex milljarða króna í júlí 2008 til að kaupa 30 prósenta hlut í Aurum Holdings af Fons, en lánveitingin til FS-38 ehf. er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um umboðssvik. Í bréfi sem Jón Ásgeir Jóhannesson sendi sérstökum saksóknara í október sl. og fréttastofan hefur undir höndum vísar hann til þess að embættið hafi nú þegar undir höndum gögn sem sýni að skrifað var undir óbindandi samkomulag, svokallað „Head of Terms" við Damas, einn stærsta skartgripasala Mið-Austurlanda, um kaup Damas á hlutabréfunum í Aurum hinn 14. júní 2008, áður en FS38 ehf. fékk lán hjá Glitni til að kaupa bréfin, en rannsóknin snýr að meintu yfirverði sem greitt var þegar Glitnir lánaði 6 milljarða króna fyrir 30 prósenta hlut í Aurum Holdings. Viðræður við Damas hafi staðið yfir fram í fyrstu vikuna í október er þeim var slitið vegna erfiðleika á alþjóðlegum á fjármálamörkuðum.Jón Ásgeir sendi sérstökum saksóknara bréf í október sl. þar sem hann fer fram á að sá hluti rannsóknarinnar á Aurum-málinu sem snýr að sér verði felldur niður.Þá vitnar Jóns Ásgeir til skýrslu fyrirtækisins Cavendish í aðdraganda söluferlis Aurum, en fyrirtækið er að stærstum hluta í eigu skilanefndar Landsbankans í dag, en áætlað var að heildarsöluverð Aurum væri á bilinu 180-220 milljónir punda, jafnvirði allt að 42 milljarða króna. Þá er einnig vitnað til fréttar breska dagblaðsins Times þar sem fram kemur að Aurum Holdings sé 200 milljóna punda virði. Allt tal um refsivert athæfi sé því með öllu fráleitt. Þá kemur fram í bréfi Jóns Ásgeirs að í yfirheyrslu yfir honum frá sumrinu 2011 hafið komið fram sú afstaða sérstaks saksóknara að samkomulagið við Damas hafi verið „uppdiktað skjal" gert í tengslum við lánið til FS-38 í þeim tilgangi að hafa fé út úr Glitni. Jón Ásgeir segir að nú hafi verið lögð fram gögn og upplýsingar sem sýni að svo var ekki. Á þeim grundvelli sé gerð krafa um að málið verði fellt niður. Þess má geta að eiginkona Jóns Ásgeirs er stærsti hluthafinn í 365 miðlum sem eiga og reka fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Tilbúnir að fresta skaðabótamáli gegn Lárusi og Jóni Ásgeiri Slitastjórn Glitnis ætlar að fallast á beiðni um að fresta aðalmeðferð í skaðabótamáli á hendur Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og fleirum vegna félagsins Aurum Holdings þangað til niðurstaða liggur fyrir í rannsókn sérstaks saksóknara vegna sama máls. Dómari getur frestað málinu að sjálfsdáðum. 9. janúar 2012 18:30 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Í bréfi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til sérstaks saksóknara er vitnað til þess að Damas, einn stærsti skartgripasali Mið-Asturlanda með starfsemi í Evrópu, hafði undirritað óbindandi samkomulag við Fons um kaup á Aurum Holdings áður en dótturfélag Fons fékk lán til að kaupa félagið. Málið snýst um sex milljarða króna lán Glitnis til félagsins FS-38 ehf. sem var dótturfélag Fons upp á sex milljarða króna í júlí 2008 til að kaupa 30 prósenta hlut í Aurum Holdings af Fons, en lánveitingin til FS-38 ehf. er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um umboðssvik. Í bréfi sem Jón Ásgeir Jóhannesson sendi sérstökum saksóknara í október sl. og fréttastofan hefur undir höndum vísar hann til þess að embættið hafi nú þegar undir höndum gögn sem sýni að skrifað var undir óbindandi samkomulag, svokallað „Head of Terms" við Damas, einn stærsta skartgripasala Mið-Austurlanda, um kaup Damas á hlutabréfunum í Aurum hinn 14. júní 2008, áður en FS38 ehf. fékk lán hjá Glitni til að kaupa bréfin, en rannsóknin snýr að meintu yfirverði sem greitt var þegar Glitnir lánaði 6 milljarða króna fyrir 30 prósenta hlut í Aurum Holdings. Viðræður við Damas hafi staðið yfir fram í fyrstu vikuna í október er þeim var slitið vegna erfiðleika á alþjóðlegum á fjármálamörkuðum.Jón Ásgeir sendi sérstökum saksóknara bréf í október sl. þar sem hann fer fram á að sá hluti rannsóknarinnar á Aurum-málinu sem snýr að sér verði felldur niður.Þá vitnar Jóns Ásgeir til skýrslu fyrirtækisins Cavendish í aðdraganda söluferlis Aurum, en fyrirtækið er að stærstum hluta í eigu skilanefndar Landsbankans í dag, en áætlað var að heildarsöluverð Aurum væri á bilinu 180-220 milljónir punda, jafnvirði allt að 42 milljarða króna. Þá er einnig vitnað til fréttar breska dagblaðsins Times þar sem fram kemur að Aurum Holdings sé 200 milljóna punda virði. Allt tal um refsivert athæfi sé því með öllu fráleitt. Þá kemur fram í bréfi Jóns Ásgeirs að í yfirheyrslu yfir honum frá sumrinu 2011 hafið komið fram sú afstaða sérstaks saksóknara að samkomulagið við Damas hafi verið „uppdiktað skjal" gert í tengslum við lánið til FS-38 í þeim tilgangi að hafa fé út úr Glitni. Jón Ásgeir segir að nú hafi verið lögð fram gögn og upplýsingar sem sýni að svo var ekki. Á þeim grundvelli sé gerð krafa um að málið verði fellt niður. Þess má geta að eiginkona Jóns Ásgeirs er stærsti hluthafinn í 365 miðlum sem eiga og reka fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Tilbúnir að fresta skaðabótamáli gegn Lárusi og Jóni Ásgeiri Slitastjórn Glitnis ætlar að fallast á beiðni um að fresta aðalmeðferð í skaðabótamáli á hendur Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og fleirum vegna félagsins Aurum Holdings þangað til niðurstaða liggur fyrir í rannsókn sérstaks saksóknara vegna sama máls. Dómari getur frestað málinu að sjálfsdáðum. 9. janúar 2012 18:30 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Tilbúnir að fresta skaðabótamáli gegn Lárusi og Jóni Ásgeiri Slitastjórn Glitnis ætlar að fallast á beiðni um að fresta aðalmeðferð í skaðabótamáli á hendur Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og fleirum vegna félagsins Aurum Holdings þangað til niðurstaða liggur fyrir í rannsókn sérstaks saksóknara vegna sama máls. Dómari getur frestað málinu að sjálfsdáðum. 9. janúar 2012 18:30