Michael Phelps rétt slapp inn í úrslitin í einni sinn bestu grein Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2012 13:26 Michael Phelps. Mynd/Nordic Photos/Getty Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps var áttundi og síðastur inn í úrslitin í 400 metra fjórsundi þegar undarrásirnar fóru fram í morgun á fyrsta degi sundkeppni Ólympíuleikanna í London. Það var ekki það eina óvænta í morgun því Ólympíumeistarinn í 400 metra skriðsundi, Park Tae-hwan, var dæmdur úr leik og Heimsmethafinn í sömu grein, Paul Biedermann, komst ekki í úrslitin. Michael Phelps hefur unnið fjórtán gull á síðustu tveimur Ólympíuleikum og vann 400 metra fjórsundið bæði í Aþenu og í Peking. Phelps vann reyndar sinn riðil á 4:13.33 mínútum en það er rétt tæplega tíu sekúndum lakari tími en þegar hann setti heimsmetið sitt í Peking fyrir fjórum árum. „Það eina sem skiptir máli var að komast í úrslitin. Maður getur ekki unnið gullið í undanrásum. Ég bjóst ekki við að þeir syntu svona hratt í hinum riðlunum og ég synti líka hægar en fyrir fjórum árum," sagði Michael Phelps eftir sundið. Ólympíumeistarinn í 400 metra skriðsundi, Park Tae-hwan, vann sinn riðil en var síðan dæmdur úr leik fyrir þjófstart. Heimsmethafinn Paul Biedermann, verður heldur ekki með í úrslitunum í kvöld því hann náði ekki einum af átta bestu tímunum í undanrásunum. Úrslitin í 400 metra fjórsundi karla og 400 metra skriðsundi karla fara fram í kvöld en þá verður einnig keppt um gullið í 400 metra fjórsundi kvenna og í 4 x 100 metra boðsundi kvenna. Sund Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps var áttundi og síðastur inn í úrslitin í 400 metra fjórsundi þegar undarrásirnar fóru fram í morgun á fyrsta degi sundkeppni Ólympíuleikanna í London. Það var ekki það eina óvænta í morgun því Ólympíumeistarinn í 400 metra skriðsundi, Park Tae-hwan, var dæmdur úr leik og Heimsmethafinn í sömu grein, Paul Biedermann, komst ekki í úrslitin. Michael Phelps hefur unnið fjórtán gull á síðustu tveimur Ólympíuleikum og vann 400 metra fjórsundið bæði í Aþenu og í Peking. Phelps vann reyndar sinn riðil á 4:13.33 mínútum en það er rétt tæplega tíu sekúndum lakari tími en þegar hann setti heimsmetið sitt í Peking fyrir fjórum árum. „Það eina sem skiptir máli var að komast í úrslitin. Maður getur ekki unnið gullið í undanrásum. Ég bjóst ekki við að þeir syntu svona hratt í hinum riðlunum og ég synti líka hægar en fyrir fjórum árum," sagði Michael Phelps eftir sundið. Ólympíumeistarinn í 400 metra skriðsundi, Park Tae-hwan, vann sinn riðil en var síðan dæmdur úr leik fyrir þjófstart. Heimsmethafinn Paul Biedermann, verður heldur ekki með í úrslitunum í kvöld því hann náði ekki einum af átta bestu tímunum í undanrásunum. Úrslitin í 400 metra fjórsundi karla og 400 metra skriðsundi karla fara fram í kvöld en þá verður einnig keppt um gullið í 400 metra fjórsundi kvenna og í 4 x 100 metra boðsundi kvenna.
Sund Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira