Markaðsstjóri Google: Sóknarfæri í auglýsingum á stafrænu formi Magnús Halldórsson skrifar 8. október 2012 17:12 Gustav segir Markaðssetning hér á landi ætti að vera í miklu meira mæli á stafrænu formi heldur nú er, segir Gustav Radell, markaðsstjóri Google í Svíþjóð. Um átta prósent af auglýsingafé íslenskra fyrirtækja er eytt í auglýsingar á stafrænu formi. Gustav er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallþáttar um efnahagsmál og viðskipti, sem sýndur er hér á Vísi. Gustav flutti erindi á opnum fundi um Krossmiðlun í Hörpu síðastliðinn föstudag, þar sem hann fjallaði um þróun mála á auglýsingamarkaðnum og hvers vegna auglýsingar myndu í meira mæli færast yfir á vefinn, snjallsíma og spjaldtölvur, úr öðrum miðlum, s.s. dagblöðum og sjónvarpi. Hann segir íslensk fyrirtæki hafa mikil tækifæri á þessu sviði. „Netnotkun og aðgengi að netinu á Íslandi er með því allra mesta sem þekkist í heiminum. Samt sem áður fer aðeins átta prósent af markaðsfé íslenskra fyrirtækja í stafrænar auglýsingar á vefnum. Ég hefði haldið að þetta ætti að vera mun hærra," segir Gustav. Aðspurður um hvað hann myndi gera, ef hann væri markaðsstjóri hjá meðalstóru fyrirtæki, sagði hann mikil tækifæri liggja í auglýsingum sem miðaðar væru fyrir snjallsímanotendur. „Á þessu ári hefur verið gríðarlegur vöxtur í netnotkun í snjallsímum, og sem dæmi þá eru fleiri sem fara á netið í símum heldur en venjulegum tölvum í Japan. Þetta er þróun sem mun halda áfram, og ég myndi telja að auglýsingar sem miðaðar eru fyrir þennan vettvang, henti mörgum litlum og meðalstórum auglýsendum," segir Gustav. Sjá má Klinkið, þar sem Gustav er viðtali, hér. Athugið að íslenskan texta vantar, en hann mun koma á næstu dögum. Klinkið Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Markaðssetning hér á landi ætti að vera í miklu meira mæli á stafrænu formi heldur nú er, segir Gustav Radell, markaðsstjóri Google í Svíþjóð. Um átta prósent af auglýsingafé íslenskra fyrirtækja er eytt í auglýsingar á stafrænu formi. Gustav er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallþáttar um efnahagsmál og viðskipti, sem sýndur er hér á Vísi. Gustav flutti erindi á opnum fundi um Krossmiðlun í Hörpu síðastliðinn föstudag, þar sem hann fjallaði um þróun mála á auglýsingamarkaðnum og hvers vegna auglýsingar myndu í meira mæli færast yfir á vefinn, snjallsíma og spjaldtölvur, úr öðrum miðlum, s.s. dagblöðum og sjónvarpi. Hann segir íslensk fyrirtæki hafa mikil tækifæri á þessu sviði. „Netnotkun og aðgengi að netinu á Íslandi er með því allra mesta sem þekkist í heiminum. Samt sem áður fer aðeins átta prósent af markaðsfé íslenskra fyrirtækja í stafrænar auglýsingar á vefnum. Ég hefði haldið að þetta ætti að vera mun hærra," segir Gustav. Aðspurður um hvað hann myndi gera, ef hann væri markaðsstjóri hjá meðalstóru fyrirtæki, sagði hann mikil tækifæri liggja í auglýsingum sem miðaðar væru fyrir snjallsímanotendur. „Á þessu ári hefur verið gríðarlegur vöxtur í netnotkun í snjallsímum, og sem dæmi þá eru fleiri sem fara á netið í símum heldur en venjulegum tölvum í Japan. Þetta er þróun sem mun halda áfram, og ég myndi telja að auglýsingar sem miðaðar eru fyrir þennan vettvang, henti mörgum litlum og meðalstórum auglýsendum," segir Gustav. Sjá má Klinkið, þar sem Gustav er viðtali, hér. Athugið að íslenskan texta vantar, en hann mun koma á næstu dögum.
Klinkið Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira