Rugby lið á höttunum eftir næsta Usain Bolt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2012 11:15 Myndband af ótrúlegum endaspretti hins tólf ára James Gallaugher á frjálsíþróttamóti í Ástralíu hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. Í myndbandinu sést Gallaugher taka við keflinu í 4x100 metra boðhlaupi góðum 15-20 metrum á eftir keppinaut sínum. Gallaugher bíður hins vegar ekki boðanna heldur vinnur upp forskotið og tryggir liði sínu glæsilegan sigur. Frammistaða Gallaugher, sem ekki hefur náð táningsaldri, hefur vakið athygli rugby liða í Ástralíu. Gallaugher þykir nefnilega afar efnilegur í íþróttinni enda fáar íþróttagreinar þar sem hraði hans og sprengikraftur nýtast ekki. "Hann kann ekki ennþá allar reglurnar en hefur vakið athygli Parramatta, Newcastle, South Sydney og West Giers," segir móðir Gallaugher í viðtali við Daily Telegraph. Liðin fjögur eru með þeim stærri í rugby í Ástralíu. Gallaugher var í lykilhlutverki hjá skólaliði sínu sem vann til verðlauna í yngri flokka útgáfum af rugby-íþróttinni. Kappinn efnilegi segist þó líklegri til þess að velja frjálsar íþróttir fram yfir rugby eða sambærilegar greinar. "Ástralskur fótbolti er skemmtilegri af því þá spila ég með vinum mínum en ég vil verða hlaupari. Tilfinningin að vera fremstur er svo góð," segir hlauparinn tólf ára. Scott Richardson, einn fljótfráasti maður Ástrala, þjálfar Gallaugher. Richardson hefur aðeins þjálfað Gallaugher í eitt ár en árangur hans fram til þess, án leiðsagnar, vakti athygli Richardson. Gallaugher náði öðru sæti í landsmótinu í 100 metra hlaupi þrátt fyrir afar slæma ræsingu. Að sögn Richardson hefði Gallaugher allt eins vel getað staðið í ræsingunni eins og að beygja sig niður í blokkirnar. "Ég ímyndaði mér hversu langt hann gæti náð fyrst hann hafnaði í einu af fimm efstu sætunum án þess að nýta sér ræsinguna," segir Richardson sem telur Gallaugher allir vegir færir. Haldi hann áfram að bæta sig verði hann sá fljótasti í sögu Ástralíu. Besti tími Gallaugher í 100 metra hlaupi er 11,72 sekúndur. Sá tími hefði dugað til sigurs á Ólympíuleikunum árið 1896 og enginn í hans aldursflokki í Bandaríkjunum á betri tíma. Piltametið í 100 metra hlaupi utanhúss hér á landi er 13 sekúndur sléttar. Frjálsar íþróttir Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Sjá meira
Myndband af ótrúlegum endaspretti hins tólf ára James Gallaugher á frjálsíþróttamóti í Ástralíu hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. Í myndbandinu sést Gallaugher taka við keflinu í 4x100 metra boðhlaupi góðum 15-20 metrum á eftir keppinaut sínum. Gallaugher bíður hins vegar ekki boðanna heldur vinnur upp forskotið og tryggir liði sínu glæsilegan sigur. Frammistaða Gallaugher, sem ekki hefur náð táningsaldri, hefur vakið athygli rugby liða í Ástralíu. Gallaugher þykir nefnilega afar efnilegur í íþróttinni enda fáar íþróttagreinar þar sem hraði hans og sprengikraftur nýtast ekki. "Hann kann ekki ennþá allar reglurnar en hefur vakið athygli Parramatta, Newcastle, South Sydney og West Giers," segir móðir Gallaugher í viðtali við Daily Telegraph. Liðin fjögur eru með þeim stærri í rugby í Ástralíu. Gallaugher var í lykilhlutverki hjá skólaliði sínu sem vann til verðlauna í yngri flokka útgáfum af rugby-íþróttinni. Kappinn efnilegi segist þó líklegri til þess að velja frjálsar íþróttir fram yfir rugby eða sambærilegar greinar. "Ástralskur fótbolti er skemmtilegri af því þá spila ég með vinum mínum en ég vil verða hlaupari. Tilfinningin að vera fremstur er svo góð," segir hlauparinn tólf ára. Scott Richardson, einn fljótfráasti maður Ástrala, þjálfar Gallaugher. Richardson hefur aðeins þjálfað Gallaugher í eitt ár en árangur hans fram til þess, án leiðsagnar, vakti athygli Richardson. Gallaugher náði öðru sæti í landsmótinu í 100 metra hlaupi þrátt fyrir afar slæma ræsingu. Að sögn Richardson hefði Gallaugher allt eins vel getað staðið í ræsingunni eins og að beygja sig niður í blokkirnar. "Ég ímyndaði mér hversu langt hann gæti náð fyrst hann hafnaði í einu af fimm efstu sætunum án þess að nýta sér ræsinguna," segir Richardson sem telur Gallaugher allir vegir færir. Haldi hann áfram að bæta sig verði hann sá fljótasti í sögu Ástralíu. Besti tími Gallaugher í 100 metra hlaupi er 11,72 sekúndur. Sá tími hefði dugað til sigurs á Ólympíuleikunum árið 1896 og enginn í hans aldursflokki í Bandaríkjunum á betri tíma. Piltametið í 100 metra hlaupi utanhúss hér á landi er 13 sekúndur sléttar.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Sjá meira