Þjarkað áfram um skuldir Grikklands 25. janúar 2012 01:30 Á fundi í Brussel Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands, á fundi með fjármálaráðherrum Evrópusambandsins í Brussel. Francois Baroin og Margrethe Vestager, fjármálaráðherrar Frakklands og Danmerkur, skiptast einnig á orðum. fréttablaðið/AP Á mánudagskvöld höfnuðu fjármálaráðherrar Evrópusambandsins hugmyndum bankanna um niðurfellingu helmings skulda gríska ríkisins gegn lengri lánum, sem eigi að bera fjögur prósent vexti. Gríska stjórnin segist ekki geta greitt hærri vexti en 3,5 prósent og evruríkin taka undir það. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sömuleiðis tekið undir þetta. „Grikkland og bankarnir verða að gera betur en þetta til að ná sjálfbæru skuldastigi," segir Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands. Ekki verði hægt að veita Grikkjum frekari aðstoð nema samkomulag takist um lægri vexti. Samningaviðræður við bankana munu því halda áfram, en vonast er til að samkomulag takist á allra næstu dögum. Þrátt fyrir mikinn niðurskurð á fjárlögum í Grikklandi sýna nýjar tölur að ríkisskuldirnar eru nú hærri en þær voru árið 2010. Á mánudaginn gerði gríska stjórnin svo alvöru úr hótunum sínum um að birta opinberlega nöfn þeirra, sem skulda stórfé í skatt. Á listanum eru rúmlega fjögur þúsund nöfn, þar á meðal nöfn þekktra söngvara, skemmtikrafta og viðskiptamanna. Sumir þeirra sitja reyndar í fangelsi, en samtals skuldar þessi hópur 15 milljarða evra í skatt. Á fundi fjármálaráðherra evruríkjanna í gær var svo ákveðið að hraða stofnun varanlegs neyðarsjóðs fyrir evruríkin. Samþykkt var að hann hefji starfsemi 1. júlí, ári fyrr en áður hefur verið talað um, og fái til umráða 500 milljarða evra, sem hægt verði að nota til að hjálpa evruríkjum sem rata í alvarlegan skuldavanda. Í mars ætla leiðtogar evruríkjanna síðan að endurmeta hvort sú upphæð, sem sjóðurinn hefur til afnota, dugi gagnvart þeim miklu erfiðleikum sem evrusvæðið hefur verið í. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir í nýrri skýrslu um stöðugleika efnahagsmála að vandi evrusvæðisins geti á þessu ári stefnt efnahagslífi víðar í heiminum í verulega hættu. Í ræðu sem Christiane Lagarde, yfirmaður sjóðsins, hélt í Þýskalandi á mánudag skaut hún föstum skotum að leiðtogum evruríkjanna, og þá ekki síst Angelu Merkel Þýskalandskanslara, fyrir að hafa á síðasta ári tekið sér alltof langan tíma til að finna raunhæfar lausnir á vanda evrusvæðisins. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Á mánudagskvöld höfnuðu fjármálaráðherrar Evrópusambandsins hugmyndum bankanna um niðurfellingu helmings skulda gríska ríkisins gegn lengri lánum, sem eigi að bera fjögur prósent vexti. Gríska stjórnin segist ekki geta greitt hærri vexti en 3,5 prósent og evruríkin taka undir það. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sömuleiðis tekið undir þetta. „Grikkland og bankarnir verða að gera betur en þetta til að ná sjálfbæru skuldastigi," segir Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands. Ekki verði hægt að veita Grikkjum frekari aðstoð nema samkomulag takist um lægri vexti. Samningaviðræður við bankana munu því halda áfram, en vonast er til að samkomulag takist á allra næstu dögum. Þrátt fyrir mikinn niðurskurð á fjárlögum í Grikklandi sýna nýjar tölur að ríkisskuldirnar eru nú hærri en þær voru árið 2010. Á mánudaginn gerði gríska stjórnin svo alvöru úr hótunum sínum um að birta opinberlega nöfn þeirra, sem skulda stórfé í skatt. Á listanum eru rúmlega fjögur þúsund nöfn, þar á meðal nöfn þekktra söngvara, skemmtikrafta og viðskiptamanna. Sumir þeirra sitja reyndar í fangelsi, en samtals skuldar þessi hópur 15 milljarða evra í skatt. Á fundi fjármálaráðherra evruríkjanna í gær var svo ákveðið að hraða stofnun varanlegs neyðarsjóðs fyrir evruríkin. Samþykkt var að hann hefji starfsemi 1. júlí, ári fyrr en áður hefur verið talað um, og fái til umráða 500 milljarða evra, sem hægt verði að nota til að hjálpa evruríkjum sem rata í alvarlegan skuldavanda. Í mars ætla leiðtogar evruríkjanna síðan að endurmeta hvort sú upphæð, sem sjóðurinn hefur til afnota, dugi gagnvart þeim miklu erfiðleikum sem evrusvæðið hefur verið í. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir í nýrri skýrslu um stöðugleika efnahagsmála að vandi evrusvæðisins geti á þessu ári stefnt efnahagslífi víðar í heiminum í verulega hættu. Í ræðu sem Christiane Lagarde, yfirmaður sjóðsins, hélt í Þýskalandi á mánudag skaut hún föstum skotum að leiðtogum evruríkjanna, og þá ekki síst Angelu Merkel Þýskalandskanslara, fyrir að hafa á síðasta ári tekið sér alltof langan tíma til að finna raunhæfar lausnir á vanda evrusvæðisins. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira