Katrín Jakobs: Þurfum að ræða myntsamstarf við Norðmenn til hlítar Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. mars 2013 23:30 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að ræða þurfi alla raunhæfa kosti Íslands í gjaldmiðilsmálum til hlítar. Hún segir myntsamstarf við Norðmenn eitthvað sem þurfi að skoða í þessu samhengi. Þetta kemur fram í viðtali við Katrínu í nýjasta þætti Klinksins. Katrín var kjörin formaður VG á síðasta landsfundi með 98 prósentum atkvæða. Slíkur stuðningur þykir fáheyrður. Hún tók við formennsku af Steingrími J. Sigfússyni, sem hafði verið formaður flokksins frá stofnun, eða í 13 ár. Gjaldmiðilsmálin eru mikilvægt hagsmunamál Íslendinga. Formaður Samfylkingarinnar sagði nýlega að baráttan fyrir nýjum og stöðugum gjaldmiðli væri ein mikilvægasta stéttabarátta sem þjóðin hefði staðið frammi fyrir lengi. Í skýrslu Seðlabankans um gjaldmiðilsmál sem kom út sl. haust er fjallað um reynslu Íslands af sjálfstæðri peningastefnu með verðbólgumarkmiði. Þar segir: „Í þessu samhengi er slök reynsla Íslendinga sláandi. Verðbólga hefur að jafnaði verið mikil og lengstum vel yfir markmiði. Gengis- og verðbólgusveiflur hafa verið miklar og ofþenslan og ójafnvægið í þjóðarbúskapnum mikið fram að snörpum efnahagssamdrætti í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Enn sem komið er virðist kreppan hafa verið verri hér en í öðrum verðbólgumarkmiðsríkjum, þótt of snemmt sé að dæma endanlega þar um þar sem öll kurl eru ekki komin til grafar.“ (bls. 137) Katrín fer yfir þessi mál í Klinkinu, en hingað til hefur Katrín ekki tjáð sig mikið um efnahagsmál á opinberum vettvangi þar sem hún er fagráðherra menntamála. (Sá hluti viðtalsins sem fjallar um gjaldmiðilsmál hefst á 9:50).Hvað eigum við að gera við krónuna? „Það er alveg ljóst að við erum í litlu hagkerfi og það hefur verið erfitt. Miðað við hagsögu Íslands, þá er ljóst að þetta hefur verið mjög sveiflukennd saga. Meira að segja á þeim tíma sem sagður var einkennast af stöðugleika, árin 2000-2007, þá voru einhverjir 14 mánuðir sem náðist að fylgja verðbólgumarkmiðum.“Sagan segir okkur að krónan sé ekki nothæf, ekki satt? „Sagan segir okkur að okkur hafi tekist illa að halda í stöðugleika í efnahagsmálum.“ Katrín segir að menn þurfi að vera raunsæir núna, en síðan þurfi að leiða umræðuna um framtíðargjaldmiðil þjóðarinnar til lykta. „Við spiluðum út þeirri hugmynd á sínum tíma að við ættum að fara í samstarf við Norðmenn. Myntsamstarf með norsku krónuna.“Er það voodoo-hagfræði? „Við viljum bara horfa á gjaldmiðilinn sem tæki. Þar höfum við verið opin fyrir því að skoða alla möguleika. Hins vegar var sú hugmynd mikið rædd á sínum tíma að taka upp evruna án þess að ganga í Evrópusambandið. Það var ekki í boði.“ Katrín segir það skipta máli að vera í góðu pólitísku samstarfi við samstarfsþjóð í myntsamstarfi. „Þess vegna nefndum við Noreg.(...) Við kynntum þessar hugmyndir fyrir norskum stjórnmálamönnum. Við erum í miklu norrænu samstarfi og það auðveldar slíkt samstarf.“Við eigum líka gagnkvæma hagsmuni með Norðmönnum á sviði olíuvinnslu? „Já, hugsanlega. Þetta eru fiksveiðiþjóðir og ýmislegt fleira. Þannig að þetta er eitthvað sem er hægt að skoða. Raunsæja staðan núna, ef við horfum bara á þessar kosningar og verkefni næsta kjörtímabils, þá tengjast þau krónunni. Þannig að við verðum líka að gæta okkur á því að kjósendur verða að fá raunsæja mynd af því hvað bíður næstu ára. Það er þessi mynt. Það er hins vegar mikilvægt að koma upp einhverju framtíðarplani til lengri tíma litið.“ Klinkið Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að ræða þurfi alla raunhæfa kosti Íslands í gjaldmiðilsmálum til hlítar. Hún segir myntsamstarf við Norðmenn eitthvað sem þurfi að skoða í þessu samhengi. Þetta kemur fram í viðtali við Katrínu í nýjasta þætti Klinksins. Katrín var kjörin formaður VG á síðasta landsfundi með 98 prósentum atkvæða. Slíkur stuðningur þykir fáheyrður. Hún tók við formennsku af Steingrími J. Sigfússyni, sem hafði verið formaður flokksins frá stofnun, eða í 13 ár. Gjaldmiðilsmálin eru mikilvægt hagsmunamál Íslendinga. Formaður Samfylkingarinnar sagði nýlega að baráttan fyrir nýjum og stöðugum gjaldmiðli væri ein mikilvægasta stéttabarátta sem þjóðin hefði staðið frammi fyrir lengi. Í skýrslu Seðlabankans um gjaldmiðilsmál sem kom út sl. haust er fjallað um reynslu Íslands af sjálfstæðri peningastefnu með verðbólgumarkmiði. Þar segir: „Í þessu samhengi er slök reynsla Íslendinga sláandi. Verðbólga hefur að jafnaði verið mikil og lengstum vel yfir markmiði. Gengis- og verðbólgusveiflur hafa verið miklar og ofþenslan og ójafnvægið í þjóðarbúskapnum mikið fram að snörpum efnahagssamdrætti í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Enn sem komið er virðist kreppan hafa verið verri hér en í öðrum verðbólgumarkmiðsríkjum, þótt of snemmt sé að dæma endanlega þar um þar sem öll kurl eru ekki komin til grafar.“ (bls. 137) Katrín fer yfir þessi mál í Klinkinu, en hingað til hefur Katrín ekki tjáð sig mikið um efnahagsmál á opinberum vettvangi þar sem hún er fagráðherra menntamála. (Sá hluti viðtalsins sem fjallar um gjaldmiðilsmál hefst á 9:50).Hvað eigum við að gera við krónuna? „Það er alveg ljóst að við erum í litlu hagkerfi og það hefur verið erfitt. Miðað við hagsögu Íslands, þá er ljóst að þetta hefur verið mjög sveiflukennd saga. Meira að segja á þeim tíma sem sagður var einkennast af stöðugleika, árin 2000-2007, þá voru einhverjir 14 mánuðir sem náðist að fylgja verðbólgumarkmiðum.“Sagan segir okkur að krónan sé ekki nothæf, ekki satt? „Sagan segir okkur að okkur hafi tekist illa að halda í stöðugleika í efnahagsmálum.“ Katrín segir að menn þurfi að vera raunsæir núna, en síðan þurfi að leiða umræðuna um framtíðargjaldmiðil þjóðarinnar til lykta. „Við spiluðum út þeirri hugmynd á sínum tíma að við ættum að fara í samstarf við Norðmenn. Myntsamstarf með norsku krónuna.“Er það voodoo-hagfræði? „Við viljum bara horfa á gjaldmiðilinn sem tæki. Þar höfum við verið opin fyrir því að skoða alla möguleika. Hins vegar var sú hugmynd mikið rædd á sínum tíma að taka upp evruna án þess að ganga í Evrópusambandið. Það var ekki í boði.“ Katrín segir það skipta máli að vera í góðu pólitísku samstarfi við samstarfsþjóð í myntsamstarfi. „Þess vegna nefndum við Noreg.(...) Við kynntum þessar hugmyndir fyrir norskum stjórnmálamönnum. Við erum í miklu norrænu samstarfi og það auðveldar slíkt samstarf.“Við eigum líka gagnkvæma hagsmuni með Norðmönnum á sviði olíuvinnslu? „Já, hugsanlega. Þetta eru fiksveiðiþjóðir og ýmislegt fleira. Þannig að þetta er eitthvað sem er hægt að skoða. Raunsæja staðan núna, ef við horfum bara á þessar kosningar og verkefni næsta kjörtímabils, þá tengjast þau krónunni. Þannig að við verðum líka að gæta okkur á því að kjósendur verða að fá raunsæja mynd af því hvað bíður næstu ára. Það er þessi mynt. Það er hins vegar mikilvægt að koma upp einhverju framtíðarplani til lengri tíma litið.“
Klinkið Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sjá meira