Ber þungar sakir á embætti sérstaks saksóknara Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. mars 2013 18:30 Embætti sérstaks saksóknara þverbrýtur reglur um meðferð sakamála, segir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings. Hann segir að það hafi verið mistök að stofna embættið og stjórnvöld hefðu frekar átt að láta Ríkissaksóknara um meðferð mála sem tengdust bankahruninu. Fyrir tæpum tveimur vikum ákærði sérstakur saksóknari Sigurð og átta aðra fyrrverandi starfsmenn Kaupþings fyrir markaðsmisnotkun og umboðsvik sem framin voru á árunum fyrir hrun Kaupþings. Áður hafði Sigurður ásamt helstu stjórnendum Kaupþings verið ákærður fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í svokölluðu al-Thani máli. Sigurður segir að svo virðist vera sem embætti sérstaks saksóknara líti á það sem mælikvarða fyrir árangur sinn að finna aðila sem eru sekir um eitthvað sem á að hafa gerst fyrir bankahrun. Embættið svífist einskis í því og brjóti lög og reglur sem snúi að rannsókn svona mála. Hann ber þungar sakir á embættið. „Þetta embætti hlerar samtöl sakborninga við lögmenn og eyðir ekki einu sinni þeim gögnum eftir hlustun. Embættið hefur notað skjal um einn mann í héraðsdómi til að fá handtökuheimild fyri annan mann. Embættið hefur skrökvað að alþjóðalögreglunni, Interpol, það er látið henni í té rangar upplýsingar til að fá undirritaðan settan á einhverskonar glæpamannalista úti í heimi. Embættið notar skýrslu rannsakenda sem ákæruskjal og hann er sjálfur yfirmaður rannsakendanna, en rannsakendur eiga að kanna bæði sekt og sýknu. Þetta embætti afhendir ekki verjendum öll gögn og ekki innan tímaramma laganna. Þetta embætti leggur fram viðbótargögn eftir að ákæra hefur verið lögð fram og starfsmenn þessa embættis leggjast svo lágt að selja upplýsingar til þriðja aðila og komast upp með það. Samanber þetta mál Lárusar Weldings og Guðmundar Hjaltasonar," segir Sigurður Einarsson. Hann vill ekki greina nánar frá því í hvaða tilfellum samtöl verjenda og sakborninga hafi verið brotin. Aðspurður segist hann telja að þessi hegðun starfsmanna embættisins sé bæði til komin vegna þrýstings frá samfélaginu og pólitískum þrýstingi. Þá hefði verið eðlilegra að láta Ríkissaksóknara sjá um meðferð efnahagsbrotamála í stað þess að stofna embætti sérstaks saksóknara. „Ég held að í baksýnisspeglinum sé ekki nokkur vafi á því að þetta embætti séu mikil mistök," segir hann. Betur hefði verið hugað að þeim lögum og reglum sem gilda um rannsókn sakamál ef ríkissaksóknari hefði séð um meðferð þeirra. „Ég leyfi mér að efast um að farið hefði verið svo illa með þær reglur og lög sem gilda um rannsókn svona mála. Ég tel að hugað hefði verið raunverulega að því hvort um nokkur afbrot sé að ræða," segir Sigurður. Viðskiptin við al-Thani eru Sigurði hugleikin en hann er þess fullviss að lög hafi ekki verið brotin í þeim viðskiptum. „Það er ekki nokkrum heilvita manni sem dettur í hug að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. Ég tala nú ekki um eftir að skilanefnd Kaupþings samdi við Sheik Hammad bin Kalifa al Thani um uppgjör viðskiptanna þar sem hann greiðir þeim stórfé. Það er ekki nokkur leið að telja að þarna sé um sýndarviðskipti að ræða, ekki einu sinni fyrir sérstakan saksóknara. Samt heldur hann því máli til streitu," segir hann. Þá sé farið út í að gefa nýja ákæru um óskyld mál. Sigurður furðar sig á því að al-Thani málið hafi ekki verið sameinað nýju ákærunni og með því séu reglur um málsmeðferð einnig brotnar. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Embætti sérstaks saksóknara þverbrýtur reglur um meðferð sakamála, segir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings. Hann segir að það hafi verið mistök að stofna embættið og stjórnvöld hefðu frekar átt að láta Ríkissaksóknara um meðferð mála sem tengdust bankahruninu. Fyrir tæpum tveimur vikum ákærði sérstakur saksóknari Sigurð og átta aðra fyrrverandi starfsmenn Kaupþings fyrir markaðsmisnotkun og umboðsvik sem framin voru á árunum fyrir hrun Kaupþings. Áður hafði Sigurður ásamt helstu stjórnendum Kaupþings verið ákærður fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í svokölluðu al-Thani máli. Sigurður segir að svo virðist vera sem embætti sérstaks saksóknara líti á það sem mælikvarða fyrir árangur sinn að finna aðila sem eru sekir um eitthvað sem á að hafa gerst fyrir bankahrun. Embættið svífist einskis í því og brjóti lög og reglur sem snúi að rannsókn svona mála. Hann ber þungar sakir á embættið. „Þetta embætti hlerar samtöl sakborninga við lögmenn og eyðir ekki einu sinni þeim gögnum eftir hlustun. Embættið hefur notað skjal um einn mann í héraðsdómi til að fá handtökuheimild fyri annan mann. Embættið hefur skrökvað að alþjóðalögreglunni, Interpol, það er látið henni í té rangar upplýsingar til að fá undirritaðan settan á einhverskonar glæpamannalista úti í heimi. Embættið notar skýrslu rannsakenda sem ákæruskjal og hann er sjálfur yfirmaður rannsakendanna, en rannsakendur eiga að kanna bæði sekt og sýknu. Þetta embætti afhendir ekki verjendum öll gögn og ekki innan tímaramma laganna. Þetta embætti leggur fram viðbótargögn eftir að ákæra hefur verið lögð fram og starfsmenn þessa embættis leggjast svo lágt að selja upplýsingar til þriðja aðila og komast upp með það. Samanber þetta mál Lárusar Weldings og Guðmundar Hjaltasonar," segir Sigurður Einarsson. Hann vill ekki greina nánar frá því í hvaða tilfellum samtöl verjenda og sakborninga hafi verið brotin. Aðspurður segist hann telja að þessi hegðun starfsmanna embættisins sé bæði til komin vegna þrýstings frá samfélaginu og pólitískum þrýstingi. Þá hefði verið eðlilegra að láta Ríkissaksóknara sjá um meðferð efnahagsbrotamála í stað þess að stofna embætti sérstaks saksóknara. „Ég held að í baksýnisspeglinum sé ekki nokkur vafi á því að þetta embætti séu mikil mistök," segir hann. Betur hefði verið hugað að þeim lögum og reglum sem gilda um rannsókn sakamál ef ríkissaksóknari hefði séð um meðferð þeirra. „Ég leyfi mér að efast um að farið hefði verið svo illa með þær reglur og lög sem gilda um rannsókn svona mála. Ég tel að hugað hefði verið raunverulega að því hvort um nokkur afbrot sé að ræða," segir Sigurður. Viðskiptin við al-Thani eru Sigurði hugleikin en hann er þess fullviss að lög hafi ekki verið brotin í þeim viðskiptum. „Það er ekki nokkrum heilvita manni sem dettur í hug að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. Ég tala nú ekki um eftir að skilanefnd Kaupþings samdi við Sheik Hammad bin Kalifa al Thani um uppgjör viðskiptanna þar sem hann greiðir þeim stórfé. Það er ekki nokkur leið að telja að þarna sé um sýndarviðskipti að ræða, ekki einu sinni fyrir sérstakan saksóknara. Samt heldur hann því máli til streitu," segir hann. Þá sé farið út í að gefa nýja ákæru um óskyld mál. Sigurður furðar sig á því að al-Thani málið hafi ekki verið sameinað nýju ákærunni og með því séu reglur um málsmeðferð einnig brotnar.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira