ÍR-ingar með naumt forskot 31. ágúst 2013 21:30 Hafdís Sigurðardóttir var drjúg í dag. ÍR er með fjögurra stiga forystu eftir fyrri dag bikarkeppninnar í frjálsum íþróttum sem hófst í stilltu en frekar svölu veðri í dag. ÍR er með 70 stig í samanlagri keppni, FH er í öðru sæti með 66 stig en lið Norðurlands með 62 stig. Í kvennakeppninni hefur ÍR eins stigs forskot á lið Norðurlands, en FH er í þriðja sæti einu stigi þar á eftir. Í karlakeppninni er ÍR með 37 stig, tveimur meir en FH. Keppni er lokið í 19 af 37 greinum keppninnar því ljóst að keppni getur orðið tvísýn og spennandi á morgun, seinni keppnisdaginn. Sveit ÍR setti nýtt íslandsmet félagsliða í 4x100 m boðhlaupi, en sveitin kom í mark á tímanum 46,88 sek. Þór Eva Steinsdóttir FH setti nýtt met í 400 m hlaupi í flokkum 13 og 14 ára stúlka þegar hún kom í mark á 57,91 sek. Hafdís Sigurðardóttir var drjúg fyrir sitt lið í dag, en hún sigraði í þrístökki, 100 m og 400 m hlaupum og var sveit Norðurlands sem varð önnur á eftir metsveit ÍR í 4x100 m boðhlaupi. Vegna slæms veðurútlits var keppni í hástökki kvenna og stangarstökki karla inni í Laugardalshöll. Í hástökkinu sigraði Sveinbjörg Zophoníasdóttir FH eftir mikla keppni við þær Fjólu Signýju Hannesdóttur HSK og Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur ÍR. Sveinbjörg keppti auk þess í þrístökki þar sem hún varð önnur og í kúluvarpi sem hún sigraði. Leó Gunnar Víðisson ÍR bætti sinn persónulega árangur í stangarstökki með stökki upp á 4,40 m en hann bar nokkuð óvænt sigur úr bítum í keppninni. Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA keppti í 100 og 400 m fyrir lið Norðurlands auk þess sem hann hljóp síðasta sprett liðsins í 4x100 m boðhlaupi. Í 400 m hlaupinu kom hann fyrstur í mark eftir mikla baráttu við Trausta Stefánsson FH, en þeir komu í mark á tímunum 49,67 og 49,87 sek. Áður hafði Kolbeinn sigrað 100 m hlaupið á 10,86 sek., sem er 2/100 úr sek. frá hans besta í greininni Í spjótkasti karla var jöfn keppni milli þeirra Guðmundar Sverrissonar ÍR, Sindra Hrafns Guðmundssonar Breiðabliki og Arnar Davíðssonar FH. Guðmundur bar kastaði lengst í sínu fyrsta kasti 70,13 m, en Sindri náði öðru sætinu í sínu næstsíðasta kasti með 67,35 m. Örn kastaði lengst 65,45 m í sínu fjórða kasti. Kristinn Þór Kristinsson HSK sigraði Norðlendinginn Björn Margeirsson UMSS í taktísku 1500 m hlaupi. Árangur Kristins í hlaupinu í dag, 3:59,69 mín., er hans næst besti í greininni. Björn kom í mark á 4:00,34 mín sem er hans næst besti árangur í ar. Innlendar Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Sjá meira
ÍR er með fjögurra stiga forystu eftir fyrri dag bikarkeppninnar í frjálsum íþróttum sem hófst í stilltu en frekar svölu veðri í dag. ÍR er með 70 stig í samanlagri keppni, FH er í öðru sæti með 66 stig en lið Norðurlands með 62 stig. Í kvennakeppninni hefur ÍR eins stigs forskot á lið Norðurlands, en FH er í þriðja sæti einu stigi þar á eftir. Í karlakeppninni er ÍR með 37 stig, tveimur meir en FH. Keppni er lokið í 19 af 37 greinum keppninnar því ljóst að keppni getur orðið tvísýn og spennandi á morgun, seinni keppnisdaginn. Sveit ÍR setti nýtt íslandsmet félagsliða í 4x100 m boðhlaupi, en sveitin kom í mark á tímanum 46,88 sek. Þór Eva Steinsdóttir FH setti nýtt met í 400 m hlaupi í flokkum 13 og 14 ára stúlka þegar hún kom í mark á 57,91 sek. Hafdís Sigurðardóttir var drjúg fyrir sitt lið í dag, en hún sigraði í þrístökki, 100 m og 400 m hlaupum og var sveit Norðurlands sem varð önnur á eftir metsveit ÍR í 4x100 m boðhlaupi. Vegna slæms veðurútlits var keppni í hástökki kvenna og stangarstökki karla inni í Laugardalshöll. Í hástökkinu sigraði Sveinbjörg Zophoníasdóttir FH eftir mikla keppni við þær Fjólu Signýju Hannesdóttur HSK og Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur ÍR. Sveinbjörg keppti auk þess í þrístökki þar sem hún varð önnur og í kúluvarpi sem hún sigraði. Leó Gunnar Víðisson ÍR bætti sinn persónulega árangur í stangarstökki með stökki upp á 4,40 m en hann bar nokkuð óvænt sigur úr bítum í keppninni. Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA keppti í 100 og 400 m fyrir lið Norðurlands auk þess sem hann hljóp síðasta sprett liðsins í 4x100 m boðhlaupi. Í 400 m hlaupinu kom hann fyrstur í mark eftir mikla baráttu við Trausta Stefánsson FH, en þeir komu í mark á tímunum 49,67 og 49,87 sek. Áður hafði Kolbeinn sigrað 100 m hlaupið á 10,86 sek., sem er 2/100 úr sek. frá hans besta í greininni Í spjótkasti karla var jöfn keppni milli þeirra Guðmundar Sverrissonar ÍR, Sindra Hrafns Guðmundssonar Breiðabliki og Arnar Davíðssonar FH. Guðmundur bar kastaði lengst í sínu fyrsta kasti 70,13 m, en Sindri náði öðru sætinu í sínu næstsíðasta kasti með 67,35 m. Örn kastaði lengst 65,45 m í sínu fjórða kasti. Kristinn Þór Kristinsson HSK sigraði Norðlendinginn Björn Margeirsson UMSS í taktísku 1500 m hlaupi. Árangur Kristins í hlaupinu í dag, 3:59,69 mín., er hans næst besti í greininni. Björn kom í mark á 4:00,34 mín sem er hans næst besti árangur í ar.
Innlendar Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Sjá meira