Pink kona ársins 17. september 2013 10:15 Bandaríska söngkonan Pink hefur verið valin kona ársins að mati Billboard-tímaritsins. Nýjasta plata hennar, The Truth About Love komst í fyrsta sæti Billboard-listans á árinu. Pink sagði í yfirlýsingu að árið hjá henni hefði verið ótrúlegt og sagðist vera virkilega þakklát aðdáendum sínum og einnig öllu því hæfileikaríka fólki sem hún vann með á árinu. Pink sem er 34 ára gömul skaust upp á stjörnuhimininn árið 2000. Smáskífulögin af nýjustu plötu hennar, Blow Me (One Last Kiss), Try, og Just Give Me a Reason komust öll í toppsæti Billboard-listans á árinu. Pink heitir réttu nafni Alecia Moore og hefur selt meira en 40 milljónir platna á ferlinum og yfir 20 milljónir laga á rafrænu formi. Samkvæmt ritstjóra Billboard-tímaritsins gáfu sölutölur, sem gefnar voru út á miðju árinu til kynna að Pink hafði selt flestar plötur á því tímabili. Söngkonan mun fá viðurkenningu á árlegu Billboard-hátíðinni sem haldin verður í New York í desember. Katy Perry fékk viðurkenninguna í fyrra en áður höfðu Beyonce og Taylor Swift einnig hlotið viðurkenninguna. Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Bandaríska söngkonan Pink hefur verið valin kona ársins að mati Billboard-tímaritsins. Nýjasta plata hennar, The Truth About Love komst í fyrsta sæti Billboard-listans á árinu. Pink sagði í yfirlýsingu að árið hjá henni hefði verið ótrúlegt og sagðist vera virkilega þakklát aðdáendum sínum og einnig öllu því hæfileikaríka fólki sem hún vann með á árinu. Pink sem er 34 ára gömul skaust upp á stjörnuhimininn árið 2000. Smáskífulögin af nýjustu plötu hennar, Blow Me (One Last Kiss), Try, og Just Give Me a Reason komust öll í toppsæti Billboard-listans á árinu. Pink heitir réttu nafni Alecia Moore og hefur selt meira en 40 milljónir platna á ferlinum og yfir 20 milljónir laga á rafrænu formi. Samkvæmt ritstjóra Billboard-tímaritsins gáfu sölutölur, sem gefnar voru út á miðju árinu til kynna að Pink hafði selt flestar plötur á því tímabili. Söngkonan mun fá viðurkenningu á árlegu Billboard-hátíðinni sem haldin verður í New York í desember. Katy Perry fékk viðurkenninguna í fyrra en áður höfðu Beyonce og Taylor Swift einnig hlotið viðurkenninguna.
Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira