Fjórir ákærðir fyrir lán til Birkis Kristinssonar Stígur Helgason skrifar 3. júlí 2013 07:00 Birkir Kristinsson, Magnús Arnar Arngrímsson, Jóhannes Baldursson og Elmar Svavarsson eru allir ákærðir í málinu. Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fjórum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu bankans til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis Kristinssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar í fótbolta og yfirmanns einkabankaþjónustu Glitnis, sem er einn fjögurra ákærðu. Hinir þrír eru Jóhannes Baldursson, sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta, Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari, og Magnús Arnar Arngrímsson, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs. Magnús er einnig ákærður í svonefndu Aurum-máli. Ákæran var gefin út á föstudag og er í sex liðum. Í fyrsta lagi eru Jóhannes, Magnús og Elmar ákærðir fyrir umboðssvik með því að veita BK-44 lánið til að kaupa bréf í bankanum. Bréfin voru keypt aftur af Birki sumarið 2008 á yfirverði, samkvæmt ákæru, og er tjónið af því metið á 1,9 milljarða. Í öðru lagi eru Elmar og Jóhannes ákærðir fyrir umboðssvik með því að gera „munnlegan samning við ákærða Birki um skaðleysi félags hans“ – að hann gæti ekki tapað á viðskiptunum vegna þess að bréfin yrðu keypt aftur seinna á gamla verðinu óháð markaðsvirði. Samkvæmt ákærunni fékk Birkir raunar meira en það sem hann hafði fengið að láni til baka og græddi 86 milljónir á viðskiptunum. Í þriðja lið er Elmar ákærður fyrir umboðssvik með því að standa þannig að uppgjöri samningsins. Í fjórða lið er Birkir ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikunum, en til vara hylmingu og peningaþvætti, „með því að hafa lagt á ráðin með meðákærðu“ um fléttuna. Honum hafi hlotið, sem starfsmanni bankans, að vera ljóst að viðskiptin væru óeðlileg og brytu í bága við reglur bankans. Í fimmta ákærulið er Jóhannesi, Elmari og Birki gefin að sök markaðsmisnotkun, þar sem viðskiptin hafi byggst á „blekkingum og sýndarmennsku“ og verið líkleg til að gefa markaðnum villandi hugmynd um eftirspurn bréfa í bankanum. Í síðasta liðnum er Birkir ákærður fyrir „meiriháttar brot gegn ársreikningalögum“ með því að greina ekki að nokkru leyti frá láninu í ársreikningi BK-44 fyrir árið 2007. Nánar verður fjallað um málið á Vísi í dag. Aurum Holding málið Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fjórum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu bankans til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis Kristinssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar í fótbolta og yfirmanns einkabankaþjónustu Glitnis, sem er einn fjögurra ákærðu. Hinir þrír eru Jóhannes Baldursson, sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta, Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari, og Magnús Arnar Arngrímsson, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs. Magnús er einnig ákærður í svonefndu Aurum-máli. Ákæran var gefin út á föstudag og er í sex liðum. Í fyrsta lagi eru Jóhannes, Magnús og Elmar ákærðir fyrir umboðssvik með því að veita BK-44 lánið til að kaupa bréf í bankanum. Bréfin voru keypt aftur af Birki sumarið 2008 á yfirverði, samkvæmt ákæru, og er tjónið af því metið á 1,9 milljarða. Í öðru lagi eru Elmar og Jóhannes ákærðir fyrir umboðssvik með því að gera „munnlegan samning við ákærða Birki um skaðleysi félags hans“ – að hann gæti ekki tapað á viðskiptunum vegna þess að bréfin yrðu keypt aftur seinna á gamla verðinu óháð markaðsvirði. Samkvæmt ákærunni fékk Birkir raunar meira en það sem hann hafði fengið að láni til baka og græddi 86 milljónir á viðskiptunum. Í þriðja lið er Elmar ákærður fyrir umboðssvik með því að standa þannig að uppgjöri samningsins. Í fjórða lið er Birkir ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikunum, en til vara hylmingu og peningaþvætti, „með því að hafa lagt á ráðin með meðákærðu“ um fléttuna. Honum hafi hlotið, sem starfsmanni bankans, að vera ljóst að viðskiptin væru óeðlileg og brytu í bága við reglur bankans. Í fimmta ákærulið er Jóhannesi, Elmari og Birki gefin að sök markaðsmisnotkun, þar sem viðskiptin hafi byggst á „blekkingum og sýndarmennsku“ og verið líkleg til að gefa markaðnum villandi hugmynd um eftirspurn bréfa í bankanum. Í síðasta liðnum er Birkir ákærður fyrir „meiriháttar brot gegn ársreikningalögum“ með því að greina ekki að nokkru leyti frá láninu í ársreikningi BK-44 fyrir árið 2007. Nánar verður fjallað um málið á Vísi í dag.
Aurum Holding málið Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira