Aníta er óslípaður demantur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2013 00:01 Aníta Hinriksdóttir Mynd/Vilhelm ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir stal enn á nýju sviðsljósinu um síðustu helgi þegar hún setti nýtt og stórglæsilegt Íslandsmet í 800 metra hlaupi. Þessi 17 ára stelpa forðast sviðsljósið og verður seint sökuð um það að trana sér fram í fjölmiðlum en afrekin á hlaupabrautinni öskra á samanburð við besta frjálsíþróttafólk Íslandssögunnar. Fréttablaðið fékk Jónas Egilsson, framkvæmdastjóra FRÍ, Þóreyju Eddu Elísdóttir, verkefnisstjóra FRÍ og Fríðu Rún Þórðardóttur úr stjórn FRÍ til þess að segja sína skoðun á afrekum Anítu.Eitt mesta efni sem við höfum séð „Hún er einstök og jaðrar við það besta sem við höfðum séð í hennar grein í heiminum,“ segir Jónas. „Þetta er óslípaður demantur. Þetta er eitt mesta efni sem við höfum séð í íslenskum íþróttum í háa herrans tíð. Við höfum átt gott fólk eins og Jón Arnar Magnússon, Guðrúnu Arnardóttur, Völu Flosadóttur, Einar Vilhjálmsson, Hrein Halldórsson og fleiri. Ég held að hún sé ekki síðra og jafnvel meira efni en þetta fólk án þess að geta borið það nákvæmlega saman,“ segir Jónas. „Hún heldur áfram að sprengja alla skala. Hún kemur sífellt á óvart. Ég hélt að 2.01.17 væri tími sem væri erfitt fyrir hana að slá og bætingarnar yrðu eitthvað hægari. Fólk má alveg fara að búast við því að hún eigi eftir að bæta sig hægar því það styttist í toppinn. Hún er komin það langt. Ég sagði þetta samt líka þegar hún hljóp á 2.01.17 og svo hljóp hún 2.00.49 sem er bara ótrúlegt. Ég gapti bara þegar ég sá þetta,“ segir Þórey Edda Elísdóttir um árangur Anítu. „Við erum ákaflega stolt af þessari stúlku og hún vekur athygli. Þetta er góð auglýsing fyrir Ísland því það er tekið eftir henni. Ef hún heldur vel á spöðunum þessi stúlka þá á hún eftir að bæta sig í áratug í viðbót og vera í fremstu röð í heiminum. Hún á möguleika á því,“ segir Jónas.Gleðigjafinn helgi eftir helgi „Hún er gleðigjafinn hjá okkur helgi eftir helgi. Það er rosalega gaman að fylgjast með henni og umgjörðin í kringum hana er svo sterk og þau vita alveg hvert þau eru að stefna. Það er ekkert verið að flana að neinu,“ segir Fríða Rún Þórðardóttir og bætir við: „Ég hefði varla trúað þessu því þetta er svo stórkostlegt hjá henni. Hún er alltaf svo mjúk og flott og gerir þetta eins og að drekka vatn. Ég held að það sé alveg ljóst að við höfum ekki átt efnilegri hlaupakonu,“ segir Fríða Rún. „Hún vekur athygli allstaðar enda ásamt því að vera ung er hún líka með sérstakan hlaupastíl. Það má samt ekki gleyma því að hún er einungis 17 ára og því mikilvægt að lágmarka utanaðkomandi pressu og leyfa henni að njóta stundarinnar. Þetta er rétt að byrja hjá henni því þetta er bara annað árið hennar í landsliðinu. Í rauninni er hún bara byrjandi,“ segir Þórey Edda en bætir við: „Ég hef fylgst með efnilegu fólki en það eru fáir sem hafa komið jafn mikið á óvart eins og hún. Þó að ég viti að hún sé efnileg þá stígur hún einhvern veginn alltaf skrefinu lengra en maður býst við og hreinlega sprengir alla skala. Ég hef aldrei séð annað eins og þó að ég sé ekki gömul í þessu þá eru örugglega margir aðrir sem gapa líka yfir þessu,“ segir Þórey Edda. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sjá meira
ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir stal enn á nýju sviðsljósinu um síðustu helgi þegar hún setti nýtt og stórglæsilegt Íslandsmet í 800 metra hlaupi. Þessi 17 ára stelpa forðast sviðsljósið og verður seint sökuð um það að trana sér fram í fjölmiðlum en afrekin á hlaupabrautinni öskra á samanburð við besta frjálsíþróttafólk Íslandssögunnar. Fréttablaðið fékk Jónas Egilsson, framkvæmdastjóra FRÍ, Þóreyju Eddu Elísdóttir, verkefnisstjóra FRÍ og Fríðu Rún Þórðardóttur úr stjórn FRÍ til þess að segja sína skoðun á afrekum Anítu.Eitt mesta efni sem við höfum séð „Hún er einstök og jaðrar við það besta sem við höfðum séð í hennar grein í heiminum,“ segir Jónas. „Þetta er óslípaður demantur. Þetta er eitt mesta efni sem við höfum séð í íslenskum íþróttum í háa herrans tíð. Við höfum átt gott fólk eins og Jón Arnar Magnússon, Guðrúnu Arnardóttur, Völu Flosadóttur, Einar Vilhjálmsson, Hrein Halldórsson og fleiri. Ég held að hún sé ekki síðra og jafnvel meira efni en þetta fólk án þess að geta borið það nákvæmlega saman,“ segir Jónas. „Hún heldur áfram að sprengja alla skala. Hún kemur sífellt á óvart. Ég hélt að 2.01.17 væri tími sem væri erfitt fyrir hana að slá og bætingarnar yrðu eitthvað hægari. Fólk má alveg fara að búast við því að hún eigi eftir að bæta sig hægar því það styttist í toppinn. Hún er komin það langt. Ég sagði þetta samt líka þegar hún hljóp á 2.01.17 og svo hljóp hún 2.00.49 sem er bara ótrúlegt. Ég gapti bara þegar ég sá þetta,“ segir Þórey Edda Elísdóttir um árangur Anítu. „Við erum ákaflega stolt af þessari stúlku og hún vekur athygli. Þetta er góð auglýsing fyrir Ísland því það er tekið eftir henni. Ef hún heldur vel á spöðunum þessi stúlka þá á hún eftir að bæta sig í áratug í viðbót og vera í fremstu röð í heiminum. Hún á möguleika á því,“ segir Jónas.Gleðigjafinn helgi eftir helgi „Hún er gleðigjafinn hjá okkur helgi eftir helgi. Það er rosalega gaman að fylgjast með henni og umgjörðin í kringum hana er svo sterk og þau vita alveg hvert þau eru að stefna. Það er ekkert verið að flana að neinu,“ segir Fríða Rún Þórðardóttir og bætir við: „Ég hefði varla trúað þessu því þetta er svo stórkostlegt hjá henni. Hún er alltaf svo mjúk og flott og gerir þetta eins og að drekka vatn. Ég held að það sé alveg ljóst að við höfum ekki átt efnilegri hlaupakonu,“ segir Fríða Rún. „Hún vekur athygli allstaðar enda ásamt því að vera ung er hún líka með sérstakan hlaupastíl. Það má samt ekki gleyma því að hún er einungis 17 ára og því mikilvægt að lágmarka utanaðkomandi pressu og leyfa henni að njóta stundarinnar. Þetta er rétt að byrja hjá henni því þetta er bara annað árið hennar í landsliðinu. Í rauninni er hún bara byrjandi,“ segir Þórey Edda en bætir við: „Ég hef fylgst með efnilegu fólki en það eru fáir sem hafa komið jafn mikið á óvart eins og hún. Þó að ég viti að hún sé efnileg þá stígur hún einhvern veginn alltaf skrefinu lengra en maður býst við og hreinlega sprengir alla skala. Ég hef aldrei séð annað eins og þó að ég sé ekki gömul í þessu þá eru örugglega margir aðrir sem gapa líka yfir þessu,“ segir Þórey Edda.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sjá meira