Þórey Edda til liðs við sinn heittelskaða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2013 06:15 Þórey Edda hefur starfað hjá Frjálsíþróttasambandinu undanfarin ár. Nú ætlar hún að efla stangastökksþjálfunina hjá Ármenningum.Fréttablaðið/Anton Þórey Edda Elísdóttir hefur tekið fram þjálfaraskóna eftir nokkuð hlé. Íslandsmethafinn í stangarstökki hefur gengið til liðs við Ármenninga. Þar mun hún þjálfa við hlið kærasta síns, Guðmundar Hólmars Jónssonar, er í aðalhlutverki í þjálfun hjá Reykjavíkurliðinu. „Það má segja það. Hann sér um meistaraflokkinn og hóp unglinga en ég mun sjá um stangarstökksþjálfunina,“ segir Þórey Edda. Hún segir meistaraflokk félagsins vera að eflast en að Ármann sendi ekki lið til keppni í bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins í sumar. Liðið sendi síðast lið ásamt Fjölni sumarið 2011. „Meistaraflokkurinn er að verða ansi öflugur,“ segir Þórey. Hún nefnir til sögunnar einn af nýjum liðsmönnum Ármanns, þingmanninn fótfráa Harald Einarsson sem keppt hefur fyrir HSK undanfarin ár, en fleiri hafa gengið í raðir Ármanns. Má þar nefna Sigurð Pál Sveinbjörnsson, Reyni Björgvinsson, Bjarna Má Ólafsson og Hrein Heiðar Jóhannsson. Þórey Edda segir nokkra iðkenda í kringum tvítugt vera áhugasama um stöngina. Það sé aldrei of seint að byrja eins og þær Vala Flosadóttir hafi sýnt. „Vala var held ég sextán ára þegar hún byrjaði og ég var nítján ára,“ segir Þórey Edda, sem keppti þrisvar fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum. Á engan er hallað þegar fullyrt er að ÍR sé með sterkustu frjálsíþróttadeild landsins. Liðið vann bikarinn í karla- og kvennaflokki í sumar líkt og í fyrra, auk þess sem iðkendur hafa aldrei verið fleiri. Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari ÍR, hefur sett spurningarmerki við hvers vegna niðursveifla virðist vera svo víða á meðan vel gangi í Breiðholtinu. „Það tekur auðvitað fleiri ár en eitt en kannski getum við strítt ÍR eftir nokkur ár,“ segir Þórey Edda spurð hvort hægt sé að keppa við ÍR-inga. Hún segir FH það lið sem líklegast sé til að veita þeim keppni í bikarnum. Eins og staðan er í dag sé einfaldlega stórt skref fyrir Ármann að senda lið til keppni á ný og byggja upp sitt starf. Innlendar Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Sjá meira
Þórey Edda Elísdóttir hefur tekið fram þjálfaraskóna eftir nokkuð hlé. Íslandsmethafinn í stangarstökki hefur gengið til liðs við Ármenninga. Þar mun hún þjálfa við hlið kærasta síns, Guðmundar Hólmars Jónssonar, er í aðalhlutverki í þjálfun hjá Reykjavíkurliðinu. „Það má segja það. Hann sér um meistaraflokkinn og hóp unglinga en ég mun sjá um stangarstökksþjálfunina,“ segir Þórey Edda. Hún segir meistaraflokk félagsins vera að eflast en að Ármann sendi ekki lið til keppni í bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins í sumar. Liðið sendi síðast lið ásamt Fjölni sumarið 2011. „Meistaraflokkurinn er að verða ansi öflugur,“ segir Þórey. Hún nefnir til sögunnar einn af nýjum liðsmönnum Ármanns, þingmanninn fótfráa Harald Einarsson sem keppt hefur fyrir HSK undanfarin ár, en fleiri hafa gengið í raðir Ármanns. Má þar nefna Sigurð Pál Sveinbjörnsson, Reyni Björgvinsson, Bjarna Má Ólafsson og Hrein Heiðar Jóhannsson. Þórey Edda segir nokkra iðkenda í kringum tvítugt vera áhugasama um stöngina. Það sé aldrei of seint að byrja eins og þær Vala Flosadóttir hafi sýnt. „Vala var held ég sextán ára þegar hún byrjaði og ég var nítján ára,“ segir Þórey Edda, sem keppti þrisvar fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum. Á engan er hallað þegar fullyrt er að ÍR sé með sterkustu frjálsíþróttadeild landsins. Liðið vann bikarinn í karla- og kvennaflokki í sumar líkt og í fyrra, auk þess sem iðkendur hafa aldrei verið fleiri. Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari ÍR, hefur sett spurningarmerki við hvers vegna niðursveifla virðist vera svo víða á meðan vel gangi í Breiðholtinu. „Það tekur auðvitað fleiri ár en eitt en kannski getum við strítt ÍR eftir nokkur ár,“ segir Þórey Edda spurð hvort hægt sé að keppa við ÍR-inga. Hún segir FH það lið sem líklegast sé til að veita þeim keppni í bikarnum. Eins og staðan er í dag sé einfaldlega stórt skref fyrir Ármann að senda lið til keppni á ný og byggja upp sitt starf.
Innlendar Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Sjá meira