Sandgerði að eflast sem bær "flugfisks“ Kristján Már Unnarsson skrifar 11. mars 2014 18:01 Þrjú ný fiskvinnslufyrirtæki hafa orðið til í Sandgerði á einu ári sem öll eiga það sammerkt að sérhæfa sig í fiski sem sendur er samdægurs með flugi til útlanda. Fyrirtækin þar nýta sér nálægðina við Keflavíkurflugvöll til að koma afurðunum með sem skjótustum hætti á verðmætustu markaðina erlendis. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld er ferlinu fylgt, allt frá því bátarnir sigla inn til hafnar þar til fiskurinn er tveimur sólarhringum síðar kominn í innkaupakörfu erlendra neytenda eða á matardiskinn á veitingahúsum stórborga.Katrín Einarsdóttir, framleiðslustjóri Ný-fisks: „Langflottast að vinna í fiski."Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrirtækið Ný-fiskur var með þeim fyrstu sem byrjuðu í hinum svokallaða flugfiski fyrir aldarfjórðungi. Þar segir Katrín Einarsdóttir framleiðslustjóri að þetta sé leiðin til að fá hæsta verðið og kveðst hún vera afar stolt af því að vinna í sjávarútvegi núna. Fyrir 2008 hafi þótt flottast að vinna í banka en nú finnst henni langflottast að vinna í fiski. Úr Sandgerði er ekki nema sjö til tíu mínútna akstur upp á flugvöll þar sem fiskútflytendum býðst beint flug með fiskinn til yfir tuttugu borga bæði í Evrópu og Ameríku. Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmastjóri Icelandair Cargo, segir að með þessu leiðakerfi hafi tekist að skapa forskot á helstu samkeppnisaðila Íslendinga í ferskum fiski. Bæjarstjóri Sandgerðis, Sigrún Árnadóttir, sér samfélagið þar eflast vegna þessarar hagstæðu staðsetningar bæjarfélagsins, bæði gagnvart fiskimiðum og flugvellinum. Þannig hafi þrjú ný fiskvinnslufyrirtæki tekið til starfa á síðasta ári.Gísli Ólafsson skipstjóri: „Gaman að vita af því að fiskurinn verður borðaður í útlöndum á morgun eða hinn."Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Sjávarútvegur Suðurnesjabær Um land allt Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Þrjú ný fiskvinnslufyrirtæki hafa orðið til í Sandgerði á einu ári sem öll eiga það sammerkt að sérhæfa sig í fiski sem sendur er samdægurs með flugi til útlanda. Fyrirtækin þar nýta sér nálægðina við Keflavíkurflugvöll til að koma afurðunum með sem skjótustum hætti á verðmætustu markaðina erlendis. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld er ferlinu fylgt, allt frá því bátarnir sigla inn til hafnar þar til fiskurinn er tveimur sólarhringum síðar kominn í innkaupakörfu erlendra neytenda eða á matardiskinn á veitingahúsum stórborga.Katrín Einarsdóttir, framleiðslustjóri Ný-fisks: „Langflottast að vinna í fiski."Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrirtækið Ný-fiskur var með þeim fyrstu sem byrjuðu í hinum svokallaða flugfiski fyrir aldarfjórðungi. Þar segir Katrín Einarsdóttir framleiðslustjóri að þetta sé leiðin til að fá hæsta verðið og kveðst hún vera afar stolt af því að vinna í sjávarútvegi núna. Fyrir 2008 hafi þótt flottast að vinna í banka en nú finnst henni langflottast að vinna í fiski. Úr Sandgerði er ekki nema sjö til tíu mínútna akstur upp á flugvöll þar sem fiskútflytendum býðst beint flug með fiskinn til yfir tuttugu borga bæði í Evrópu og Ameríku. Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmastjóri Icelandair Cargo, segir að með þessu leiðakerfi hafi tekist að skapa forskot á helstu samkeppnisaðila Íslendinga í ferskum fiski. Bæjarstjóri Sandgerðis, Sigrún Árnadóttir, sér samfélagið þar eflast vegna þessarar hagstæðu staðsetningar bæjarfélagsins, bæði gagnvart fiskimiðum og flugvellinum. Þannig hafi þrjú ný fiskvinnslufyrirtæki tekið til starfa á síðasta ári.Gísli Ólafsson skipstjóri: „Gaman að vita af því að fiskurinn verður borðaður í útlöndum á morgun eða hinn."Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Sjávarútvegur Suðurnesjabær Um land allt Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira