Travis Browne þolir miklar barsmíðar | Myndband Pétur Marinó Jónsson skrifar 19. apríl 2014 20:00 Í kvöld berst Travis Browne sinn mikilvægasta bardaga á ferlinum þegar hann tekur á móti Fabricio Werdum. Sigurvegari bardagans fær titilbardaga gegn þungavigtarmeistaranum Cain Velasquez. Travis Browne er ekki tæknilegasti bardagamaðurinn í heimi. Browne virðist hins vegar geta tekið við fleiri höggum en meðal bardagamaðurinn og það er eitthvað sem ekki er hægt að kenna. Í þungavigtinni, þar sem bensíntankurinn virðist vera fljótari að tæmast en í öðrum þyngdarflokkum, er þessi eiginleiki ómetanlegur. Hans eftirminnilegasti sigur er sennilega rothögg hans á Alistair Overeem. Browne var í miklum vandræðum allan bardagann og var dómarinn nokkrum sinnum nálægt því að stöðva bardagann. Browne náði þó að þrauka og endaði svo á að rota Overeem með framsparki. Í bardaganum sýndi Browne mikla útsjónarsemi. Eftir að Overeem virtist vera orðinn þreyttur á að kýla Browne reyndi Browne framspark í Overeem. Þó það hafi ekki hitt í fyrsta sinn tók hann eftir að Overeem gerði ekkert til að reyna að verja sparkið. Margir þjálfarar myndu ráðleggja keppendum að gera ekki sama hlutinn aftur og aftur en ef andstæðingurinn bregst ekki við sama högginu þá er kannski ekki svo slæmt að reyna aftur. Því reyndi Browne sama sparkið í nokkur skipti í röð og endaði á því að vanka Overeem. Browne fylgdi sparkinu svo eftir með því að rota Overeem í gólfinu og sigraði þannig bardagann. Hægt er að sjá bardagann í heild sinni hér að ofan.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Bardaginn um titilbardagann: Travis Browne gegn Fabricio Werdum Næstkomandi laugardagskvöld á Stöð 2 Sport fer fram sannkallaður þungavigtarslagur þegar Travis Browne mætir Fabricio Werdum. Bardaginn mun ákvarða hvor þeirra fær tækifæri til að mæta núverandi meistara, Cain Velasquez, í titilbardaga. Bardaginn fer fram í Orlando í Flórída og verður aðalbardagi kvöldsins. 17. apríl 2014 22:15 Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45 Upphitun fyrir UFC on Fox: Werdum vs. Browne Annað kvöld fer UFC on Fox: Browne vs. Werdum fram í Orlandó í Flórída. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þungavigtarmennirnir Fabricio Werdum og Travis Browne. Bardagarnir eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin á miðnætti. 18. apríl 2014 22:00 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Sjá meira
Í kvöld berst Travis Browne sinn mikilvægasta bardaga á ferlinum þegar hann tekur á móti Fabricio Werdum. Sigurvegari bardagans fær titilbardaga gegn þungavigtarmeistaranum Cain Velasquez. Travis Browne er ekki tæknilegasti bardagamaðurinn í heimi. Browne virðist hins vegar geta tekið við fleiri höggum en meðal bardagamaðurinn og það er eitthvað sem ekki er hægt að kenna. Í þungavigtinni, þar sem bensíntankurinn virðist vera fljótari að tæmast en í öðrum þyngdarflokkum, er þessi eiginleiki ómetanlegur. Hans eftirminnilegasti sigur er sennilega rothögg hans á Alistair Overeem. Browne var í miklum vandræðum allan bardagann og var dómarinn nokkrum sinnum nálægt því að stöðva bardagann. Browne náði þó að þrauka og endaði svo á að rota Overeem með framsparki. Í bardaganum sýndi Browne mikla útsjónarsemi. Eftir að Overeem virtist vera orðinn þreyttur á að kýla Browne reyndi Browne framspark í Overeem. Þó það hafi ekki hitt í fyrsta sinn tók hann eftir að Overeem gerði ekkert til að reyna að verja sparkið. Margir þjálfarar myndu ráðleggja keppendum að gera ekki sama hlutinn aftur og aftur en ef andstæðingurinn bregst ekki við sama högginu þá er kannski ekki svo slæmt að reyna aftur. Því reyndi Browne sama sparkið í nokkur skipti í röð og endaði á því að vanka Overeem. Browne fylgdi sparkinu svo eftir með því að rota Overeem í gólfinu og sigraði þannig bardagann. Hægt er að sjá bardagann í heild sinni hér að ofan.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Bardaginn um titilbardagann: Travis Browne gegn Fabricio Werdum Næstkomandi laugardagskvöld á Stöð 2 Sport fer fram sannkallaður þungavigtarslagur þegar Travis Browne mætir Fabricio Werdum. Bardaginn mun ákvarða hvor þeirra fær tækifæri til að mæta núverandi meistara, Cain Velasquez, í titilbardaga. Bardaginn fer fram í Orlando í Flórída og verður aðalbardagi kvöldsins. 17. apríl 2014 22:15 Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45 Upphitun fyrir UFC on Fox: Werdum vs. Browne Annað kvöld fer UFC on Fox: Browne vs. Werdum fram í Orlandó í Flórída. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þungavigtarmennirnir Fabricio Werdum og Travis Browne. Bardagarnir eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin á miðnætti. 18. apríl 2014 22:00 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Sjá meira
Bardaginn um titilbardagann: Travis Browne gegn Fabricio Werdum Næstkomandi laugardagskvöld á Stöð 2 Sport fer fram sannkallaður þungavigtarslagur þegar Travis Browne mætir Fabricio Werdum. Bardaginn mun ákvarða hvor þeirra fær tækifæri til að mæta núverandi meistara, Cain Velasquez, í titilbardaga. Bardaginn fer fram í Orlando í Flórída og verður aðalbardagi kvöldsins. 17. apríl 2014 22:15
Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45
Upphitun fyrir UFC on Fox: Werdum vs. Browne Annað kvöld fer UFC on Fox: Browne vs. Werdum fram í Orlandó í Flórída. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þungavigtarmennirnir Fabricio Werdum og Travis Browne. Bardagarnir eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin á miðnætti. 18. apríl 2014 22:00