Tjónið sagt nema 67 milljörðum Hjörtur Hjartarson skrifar 9. maí 2014 17:42 Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, og Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaga sem keyptu skuldatryggingar á Kaupþing í aðdraganda hrunsins. Ákæran var birt hinum ákærðu á þriðjudag en málið verður þingfest fyrir héraðsdómi 11.júní. Samkvæmt ákærunni voru lánin veitt til að hafa áhrif á skuldatryggingu Kaupþings og þannig lækka fjármagnskostnað bankans. Þá segir; „Lánin voru öll veitt í evrum þótt staða bankans í erlendri mynt væri orðin erfið og undir lokin svo erfið að bankinn fékk 500 milljóna evra neyðarlán frá Seðlabanka Íslands en hluta af því fjármagni var varið til að fjármagna síðustu lánveitingarnar sem ákært er fyrir.“ Félögin sex sem lánað var til voru skráð á bresku Jómfrúareyjunum. Þau voru í eigu eða nátengd þeim Skúla Þorvaldssyni, Ólafi Ólafssyni og Kevin Stanford, nokkrum af stærstu viðskiptamönnum Kaupþings. Útséð virðist með að mikið verði endurheimt af lánsfjárhæðinni: „Það samræmist vel þeirri staðreynd að félögin voru nær eignalaus þegar lánin voru veitt lánunum var öllum ráðstafað til kaupa á lánshæfistengdum skuldabréfum, CLN, sem urðu svo verðlaus. Samkvæmt framansögðu liggur fyrir að lánsféð, 510 milljónir evra eða 67,3 milljarðar króna, er Kaupþingi hf. glatað og ljóst að ákærðu hafa með háttsemi sinni valdið Kaupþingi hf. gríðarlegu og fáheyrðu fjártjóni.“ Umboðssvik geta varðað allt að sex ára fangelsi ef sakir eru miklar. Þetta er þriðja ákæran sem sérstakur saksóknari gefur út á hendur þremenningunum. Þeir voru sakfelldir í Al-Thani málinu sem hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Þá voru þeir ákærðir ásamt öðrum sex fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings í stóra markaðsmisnotkunarmálinu sem er nú fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari ákærir Hreiðar, Sigurð og Magnús í þriðja sinn Ákæran er vegna tugmilljarða lánveitingar vegna viðskipta með skuldatryggingar á bankann fyrir hrun. 7. maí 2014 19:15 Al-Thani málið: Þungir fangelsisdómar yfir Kaupþingsmönnum Dómur var kveðinn upp í Al-Thani málinu nú rétt í þessu. Sakborningar fengu eftirtalda dóma: Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, fimm ár og hálft ár. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fimm ár. Ólafur Ólafsson, fjárfestir, 3 og hálft ár. Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg 3 ár. 12. desember 2013 15:00 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, og Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaga sem keyptu skuldatryggingar á Kaupþing í aðdraganda hrunsins. Ákæran var birt hinum ákærðu á þriðjudag en málið verður þingfest fyrir héraðsdómi 11.júní. Samkvæmt ákærunni voru lánin veitt til að hafa áhrif á skuldatryggingu Kaupþings og þannig lækka fjármagnskostnað bankans. Þá segir; „Lánin voru öll veitt í evrum þótt staða bankans í erlendri mynt væri orðin erfið og undir lokin svo erfið að bankinn fékk 500 milljóna evra neyðarlán frá Seðlabanka Íslands en hluta af því fjármagni var varið til að fjármagna síðustu lánveitingarnar sem ákært er fyrir.“ Félögin sex sem lánað var til voru skráð á bresku Jómfrúareyjunum. Þau voru í eigu eða nátengd þeim Skúla Þorvaldssyni, Ólafi Ólafssyni og Kevin Stanford, nokkrum af stærstu viðskiptamönnum Kaupþings. Útséð virðist með að mikið verði endurheimt af lánsfjárhæðinni: „Það samræmist vel þeirri staðreynd að félögin voru nær eignalaus þegar lánin voru veitt lánunum var öllum ráðstafað til kaupa á lánshæfistengdum skuldabréfum, CLN, sem urðu svo verðlaus. Samkvæmt framansögðu liggur fyrir að lánsféð, 510 milljónir evra eða 67,3 milljarðar króna, er Kaupþingi hf. glatað og ljóst að ákærðu hafa með háttsemi sinni valdið Kaupþingi hf. gríðarlegu og fáheyrðu fjártjóni.“ Umboðssvik geta varðað allt að sex ára fangelsi ef sakir eru miklar. Þetta er þriðja ákæran sem sérstakur saksóknari gefur út á hendur þremenningunum. Þeir voru sakfelldir í Al-Thani málinu sem hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Þá voru þeir ákærðir ásamt öðrum sex fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings í stóra markaðsmisnotkunarmálinu sem er nú fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari ákærir Hreiðar, Sigurð og Magnús í þriðja sinn Ákæran er vegna tugmilljarða lánveitingar vegna viðskipta með skuldatryggingar á bankann fyrir hrun. 7. maí 2014 19:15 Al-Thani málið: Þungir fangelsisdómar yfir Kaupþingsmönnum Dómur var kveðinn upp í Al-Thani málinu nú rétt í þessu. Sakborningar fengu eftirtalda dóma: Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, fimm ár og hálft ár. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fimm ár. Ólafur Ólafsson, fjárfestir, 3 og hálft ár. Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg 3 ár. 12. desember 2013 15:00 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Sérstakur saksóknari ákærir Hreiðar, Sigurð og Magnús í þriðja sinn Ákæran er vegna tugmilljarða lánveitingar vegna viðskipta með skuldatryggingar á bankann fyrir hrun. 7. maí 2014 19:15
Al-Thani málið: Þungir fangelsisdómar yfir Kaupþingsmönnum Dómur var kveðinn upp í Al-Thani málinu nú rétt í þessu. Sakborningar fengu eftirtalda dóma: Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, fimm ár og hálft ár. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fimm ár. Ólafur Ólafsson, fjárfestir, 3 og hálft ár. Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg 3 ár. 12. desember 2013 15:00