Aukið löglegt framboð tónlistar á netinu hefur dregið úr ólögmætri dreifingu Stefán Árni Pálsson skrifar 30. júní 2014 13:40 visir/getty Í skýrslu rýnihóps á vegum mennta- og menningarmálaráðherra um greiningu á hindrunum fyrir streymisþjónustu kemur fram að hann telur að smæð hins íslenska markaðar sé ein helsta hindrunin fyrir því að erlendar og innlendar efnisveitur bjóði upp á þjónustu sína hér á landi með formlegum hætti. Í desember 2013 skipaði mennta- og menningarmálaráðherra rýnihóp um greiningu hindrana á uppsetningu streymisþjónustu hér á landi fyrir kvikmyndir, sjónvarpsefni og tónlist. Samkvæmt skipunarbréfi var hlutverk rýnihópsins að greina þær hindranir sem kunna að vera á því að íslenskum notendum standi til boða sambærileg streymisþjónusta fyrir kvikmyndir, sjónvarpsefni og tónlist eins og notendum í öðrum norrænum ríkjum. Einnig kemur fram í skýrslunni að erlendar efnisveitur, sem hafa ekki veitt formlega aðgang að sínu efni á íslensku landssvæði, greiða enga skatta hér á landi og lúta ekki íslensku lagaumhverfi. Með tilkomu löglegra efnisveita á netinu, sem bjóða upp á einfaldari og aðgengilegri leiðir til að njóta tónlistar, kvikmynda og sjónvarpsefnis er ólöglegt niðurhal orðið síðri kostur fyrir notendur en áður. Að mati rýnihópsins eru það nokkur vonbrigði hversu lítil þróun hefur orðið á framboði á löglegum kostum fyrir notendur á stafrænu menningarefni hér á landi, einkum þó myndefni. Í skýrslunni kemur fram að 16,9% aðspurða sögðust hlusta á tónlist sem hefur verið halað niður af vefsíðu þar sem höfundur/rétthafi hefur ekki fengið greitt fyrir. Um 18,8% sögðust hlusta á tónlist í gegnum áskrift á streymisþjónustu sem greitt er fyrir. Notkun „myndefni eftir pöntun“ – þjónustunnar (VOD) hefur aukist úr 27,0% árið 2011 í 43,1% árið 2014 fyrir kvikmyndir og úr 19,2% í 42,4% fyrir sjónvarpsefni. Allt að 20.000 heimili í landinu eru með aðgang efnisveitum á borð við Netflix hér á landi. Netflix Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Samstarf Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Í skýrslu rýnihóps á vegum mennta- og menningarmálaráðherra um greiningu á hindrunum fyrir streymisþjónustu kemur fram að hann telur að smæð hins íslenska markaðar sé ein helsta hindrunin fyrir því að erlendar og innlendar efnisveitur bjóði upp á þjónustu sína hér á landi með formlegum hætti. Í desember 2013 skipaði mennta- og menningarmálaráðherra rýnihóp um greiningu hindrana á uppsetningu streymisþjónustu hér á landi fyrir kvikmyndir, sjónvarpsefni og tónlist. Samkvæmt skipunarbréfi var hlutverk rýnihópsins að greina þær hindranir sem kunna að vera á því að íslenskum notendum standi til boða sambærileg streymisþjónusta fyrir kvikmyndir, sjónvarpsefni og tónlist eins og notendum í öðrum norrænum ríkjum. Einnig kemur fram í skýrslunni að erlendar efnisveitur, sem hafa ekki veitt formlega aðgang að sínu efni á íslensku landssvæði, greiða enga skatta hér á landi og lúta ekki íslensku lagaumhverfi. Með tilkomu löglegra efnisveita á netinu, sem bjóða upp á einfaldari og aðgengilegri leiðir til að njóta tónlistar, kvikmynda og sjónvarpsefnis er ólöglegt niðurhal orðið síðri kostur fyrir notendur en áður. Að mati rýnihópsins eru það nokkur vonbrigði hversu lítil þróun hefur orðið á framboði á löglegum kostum fyrir notendur á stafrænu menningarefni hér á landi, einkum þó myndefni. Í skýrslunni kemur fram að 16,9% aðspurða sögðust hlusta á tónlist sem hefur verið halað niður af vefsíðu þar sem höfundur/rétthafi hefur ekki fengið greitt fyrir. Um 18,8% sögðust hlusta á tónlist í gegnum áskrift á streymisþjónustu sem greitt er fyrir. Notkun „myndefni eftir pöntun“ – þjónustunnar (VOD) hefur aukist úr 27,0% árið 2011 í 43,1% árið 2014 fyrir kvikmyndir og úr 19,2% í 42,4% fyrir sjónvarpsefni. Allt að 20.000 heimili í landinu eru með aðgang efnisveitum á borð við Netflix hér á landi.
Netflix Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Samstarf Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira