Eimskip undirbúa kæru á hendur Samkeppniseftirlitinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2014 18:22 Eimskip furða sig á fréttaflutningi RÚV þar sem miðlun innherjaupplýsinga er bönnuð samkvæmt lögum. Vísir/GVA Eimskip hafa „falið lögmönnum sínum að undirbúa kæru til lögreglu þar sem verður óskað eftir rannsókn á meintum leka á gögnum málsins til Ríkisútvarpsins.“ Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið hefur sent frá sér vegna fréttaflutnings af meintu samráði þess og Samskipa. Í tilkynningunni er vísað í yfirlýsingu á vef Samkeppniseftirlitsins frá því í gær þar sem segir að eftirlitið geti ekki staðfest umfjöllun í Kastljósi frá því á þriðjudagskvöld um meint brot skipafélaganna á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið tekur sérstaklega fram að rannsókn málsins sé á því stigi að ekki sé hægt að slá neinu föstu um niðurstöður hennar. Vegna þessa furða Eimskip sig á fréttaflutningi Ríkisútvarpsins og benda á að miðlun innherjaupplýsinga er bönnuð samkvæmt lögum um félög á hlutabréfamarkaði. Fyrirtækið hefur því sent Fjármálaeftirlitinu og Kauphöllinni ábendingu um möguleg lögbrot í þessu samhengi. Þá hefur verið óskað eftir því við Samkeppniseftirlitið og Sérstakan saksóknara að Eimskip fái öll þau gögn sem geta tengst umfjöllun Kastljóss. Tilkynninguna má sjá í heild hér að neðan. Í ljósi yfirlýsingar sem birtist á vef Samkeppniseftirlitsins þann 15. október sl. má greinilega skilja að allur fréttaflutningur af meintu samráði Eimskipafélagsins og Samskipa sé ótímabær. Í tilkynningunni segir orðrétt að Samkeppniseftirlitið er: “... ekki reiðubúið að staðfesta þá umfjöllun sem fram kom í Kastljósi í gærkvöldi. Þá skal sérstaklega tekið fram að rannsókn málsins er ekki komin á það stig að unnt sé að slá neinu föstu um niðurstöður hennar.“ Eimskipafélagið furðar sig á þeim fréttaflutningi sem viðhafður hefur verið af hálfu Ríkisútvarpsins í þessu samhengi. Um félög á hlutabréfamarkaði gilda lög sem skilgreina hvernig fara skuli með innherjaupplýsingar. Miðlun innherjaupplýsinga er bönnuð. Þeim sem hafa slíkar upplýsingar undir höndum ber að fara að einu og öllu eftir þeim lögum. Eimskipafélaginu ber lagaleg skylda að tilkynna þar til bærum yfirvöldum ef grunur leikur á að innherjaupplýsingum hafi verið miðlað á ólögmætan hátt. Hefur félagið því sent Fjármálaeftirlitinu og Kauphöll Íslands ábendingu um möguleg lögbrot. Einnig hefur félagið sent bréf til Samkeppniseftirlitsins og Sérstaks saksóknara og krafist þess að fá afhent öll gögn er geta tengst umræddum umfjöllunum Kastljóss þann 14. og 15. október sl. til þess að félagið geti svarað þeim ásökunum sem fram hafa komið og sinnt lagalegum skyldum sínum gagnvart hlutabréfamarkaðnum og hluthöfum félagsins. Félagið hefur falið lögmönnum sínum að undirbúa kæru til lögreglu þar sem verður óskað eftir rannsókn á meintum leka á gögnum málsins til Ríkisútvarpsins. Alvarleiki málsins endurspeglast í því að hlutabréf Eimskipafélagsins hafa verið athugunarmerkt hjá Kauphöll Íslands. Það getur valdið félaginu, hluthöfum og markaðnum í heild umtalsverðum skaða. Munurinn á kæru og ákæru er lítill í orði en mikill á borði. Einstaklingar eru saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð fyrir dómi. Málið er enn á rannsóknarstigi og óvíst hvort ákæra verði gefin út. Það er sorglegt til þess að vita að trúnaður virðist ekki geta ríkt innan eftirlitsstofnana og að trúnaðargögnum sem unnið er með skuli vera lekið í fjölmiðla til opinberrar birtingar. Það er ójafn leikur enda hafa þeir sem um er fjallað ekki séð gögnin og geta þar af leiðandi ekki varist. Að lokum vill félagið ítreka að það hafnar með öllu ásökunum um brot á samkeppnislögum. Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Sjá meira
Eimskip hafa „falið lögmönnum sínum að undirbúa kæru til lögreglu þar sem verður óskað eftir rannsókn á meintum leka á gögnum málsins til Ríkisútvarpsins.“ Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið hefur sent frá sér vegna fréttaflutnings af meintu samráði þess og Samskipa. Í tilkynningunni er vísað í yfirlýsingu á vef Samkeppniseftirlitsins frá því í gær þar sem segir að eftirlitið geti ekki staðfest umfjöllun í Kastljósi frá því á þriðjudagskvöld um meint brot skipafélaganna á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið tekur sérstaklega fram að rannsókn málsins sé á því stigi að ekki sé hægt að slá neinu föstu um niðurstöður hennar. Vegna þessa furða Eimskip sig á fréttaflutningi Ríkisútvarpsins og benda á að miðlun innherjaupplýsinga er bönnuð samkvæmt lögum um félög á hlutabréfamarkaði. Fyrirtækið hefur því sent Fjármálaeftirlitinu og Kauphöllinni ábendingu um möguleg lögbrot í þessu samhengi. Þá hefur verið óskað eftir því við Samkeppniseftirlitið og Sérstakan saksóknara að Eimskip fái öll þau gögn sem geta tengst umfjöllun Kastljóss. Tilkynninguna má sjá í heild hér að neðan. Í ljósi yfirlýsingar sem birtist á vef Samkeppniseftirlitsins þann 15. október sl. má greinilega skilja að allur fréttaflutningur af meintu samráði Eimskipafélagsins og Samskipa sé ótímabær. Í tilkynningunni segir orðrétt að Samkeppniseftirlitið er: “... ekki reiðubúið að staðfesta þá umfjöllun sem fram kom í Kastljósi í gærkvöldi. Þá skal sérstaklega tekið fram að rannsókn málsins er ekki komin á það stig að unnt sé að slá neinu föstu um niðurstöður hennar.“ Eimskipafélagið furðar sig á þeim fréttaflutningi sem viðhafður hefur verið af hálfu Ríkisútvarpsins í þessu samhengi. Um félög á hlutabréfamarkaði gilda lög sem skilgreina hvernig fara skuli með innherjaupplýsingar. Miðlun innherjaupplýsinga er bönnuð. Þeim sem hafa slíkar upplýsingar undir höndum ber að fara að einu og öllu eftir þeim lögum. Eimskipafélaginu ber lagaleg skylda að tilkynna þar til bærum yfirvöldum ef grunur leikur á að innherjaupplýsingum hafi verið miðlað á ólögmætan hátt. Hefur félagið því sent Fjármálaeftirlitinu og Kauphöll Íslands ábendingu um möguleg lögbrot. Einnig hefur félagið sent bréf til Samkeppniseftirlitsins og Sérstaks saksóknara og krafist þess að fá afhent öll gögn er geta tengst umræddum umfjöllunum Kastljóss þann 14. og 15. október sl. til þess að félagið geti svarað þeim ásökunum sem fram hafa komið og sinnt lagalegum skyldum sínum gagnvart hlutabréfamarkaðnum og hluthöfum félagsins. Félagið hefur falið lögmönnum sínum að undirbúa kæru til lögreglu þar sem verður óskað eftir rannsókn á meintum leka á gögnum málsins til Ríkisútvarpsins. Alvarleiki málsins endurspeglast í því að hlutabréf Eimskipafélagsins hafa verið athugunarmerkt hjá Kauphöll Íslands. Það getur valdið félaginu, hluthöfum og markaðnum í heild umtalsverðum skaða. Munurinn á kæru og ákæru er lítill í orði en mikill á borði. Einstaklingar eru saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð fyrir dómi. Málið er enn á rannsóknarstigi og óvíst hvort ákæra verði gefin út. Það er sorglegt til þess að vita að trúnaður virðist ekki geta ríkt innan eftirlitsstofnana og að trúnaðargögnum sem unnið er með skuli vera lekið í fjölmiðla til opinberrar birtingar. Það er ójafn leikur enda hafa þeir sem um er fjallað ekki séð gögnin og geta þar af leiðandi ekki varist. Að lokum vill félagið ítreka að það hafnar með öllu ásökunum um brot á samkeppnislögum.
Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Sjá meira