„Stöndum miklu betur en flest ríki Evrópu“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. nóvember 2014 21:00 Skúli Mogensen, stofnandi, eigandi og forstjóri Wow Air. Skúli Mogensen eigandi og forstjóri Wow Air segir að Íslendingar eigi ekkert erindi í Evrópusambandið á næstunni og vel sé hægt að byggja áfram upp blómlegt atvinnulíf með krónuna sem gjaldmiðil.Þetta kemur fram í viðtali við Skúla í nýjasta Klinkinu. „Ég held tvímælalaust að krónan sé mjög góð til síns brúks allavega næstu tíu árin. Í stað þess að vandræðast með krónuna, fram og til baka, þá er mikilvægt að taka ákvörðun og vinna eftir henni. Ef við horfum til Evrópu þá er alveg ljóst að við stöndum miklu betur en flest ríki Evrópu eins og staðan er í dag,“ segir Skúli i þættinum. Flest ríki Evrópusambandsins? „Já. Miðað við tækifærin sem Ísland hefur, sem þegar hefur komið í ljós í ferðaþjónustu, í sjávarútvegi, í orkugeiranum og mörgum fleiri greinum þá höfum við öll tækifæri í hendi að efla hér atvinnulífið og það mun styrkja krónuna og gefa henni einhvern stöðugleika, hvort sem það eru höft eða ekki.”Þannig að við eigum ekkert erindi í Evrópusambandið að svo stöddu? „Alls ekki.“ Samanburður á hagtölum staðfesta orð Skúla. Samanburður sem birtist t.d. vikulega aftast í vikuritinu The Economist, sýnir svart á hvítu að tölur um atvinnuleysi og hagvöxt eru betri á Íslandi en í flestum ef ekki öllum ríkjum Evrópusambandsins um þessar mundir. Ef evrusvæðið er skoðað, þ.e. þau 18 ríki sem nota evruna, þá var meðalhagvöxtur 0,8 prósent á evrusvæðinu á öðrum ársfjórðungi þessa árs og atvinnuleysi var 11,5 prósent. Á Íslandi var 2,4 prósenta hagvöxtur og atvinnuleysið 3 prósent. Mistök gerð eftir eftir lögfestingu hafta Skúli segir að gerð hafi verið mistök eftir að höftin voru lögfest með breytingu á lögum um gjaldeyrismál hinn 28. nóvember 2008. „Ég held að stærstu mistökin hafi falist í því að tala óskýrt um það hvað það tæki langan tíma að afnema höftin. Við hefðum frekar átt að segja að það tæki tíu ár. Það sem er óþægilegt fyrir viðskiptalífið er þegar leikreglurnar breytast skyndilega. Ef þú lendir í því að bíða alltaf, ef höftin fara muni krónan veikjast og þú bíður með fjárfestingar og dregur lappirnar með ákveðnar aðgerðir, það er mjög slæmt. Ef við vitum að leikreglurnar eru skýrar næstu tíu árin þá er hægt að búa við höftin, en að sjálfsögðu vil ég losna við þau.“Viðtalið við Skúla Mogensen í Klinkinu. Klinkið Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Skúli Mogensen eigandi og forstjóri Wow Air segir að Íslendingar eigi ekkert erindi í Evrópusambandið á næstunni og vel sé hægt að byggja áfram upp blómlegt atvinnulíf með krónuna sem gjaldmiðil.Þetta kemur fram í viðtali við Skúla í nýjasta Klinkinu. „Ég held tvímælalaust að krónan sé mjög góð til síns brúks allavega næstu tíu árin. Í stað þess að vandræðast með krónuna, fram og til baka, þá er mikilvægt að taka ákvörðun og vinna eftir henni. Ef við horfum til Evrópu þá er alveg ljóst að við stöndum miklu betur en flest ríki Evrópu eins og staðan er í dag,“ segir Skúli i þættinum. Flest ríki Evrópusambandsins? „Já. Miðað við tækifærin sem Ísland hefur, sem þegar hefur komið í ljós í ferðaþjónustu, í sjávarútvegi, í orkugeiranum og mörgum fleiri greinum þá höfum við öll tækifæri í hendi að efla hér atvinnulífið og það mun styrkja krónuna og gefa henni einhvern stöðugleika, hvort sem það eru höft eða ekki.”Þannig að við eigum ekkert erindi í Evrópusambandið að svo stöddu? „Alls ekki.“ Samanburður á hagtölum staðfesta orð Skúla. Samanburður sem birtist t.d. vikulega aftast í vikuritinu The Economist, sýnir svart á hvítu að tölur um atvinnuleysi og hagvöxt eru betri á Íslandi en í flestum ef ekki öllum ríkjum Evrópusambandsins um þessar mundir. Ef evrusvæðið er skoðað, þ.e. þau 18 ríki sem nota evruna, þá var meðalhagvöxtur 0,8 prósent á evrusvæðinu á öðrum ársfjórðungi þessa árs og atvinnuleysi var 11,5 prósent. Á Íslandi var 2,4 prósenta hagvöxtur og atvinnuleysið 3 prósent. Mistök gerð eftir eftir lögfestingu hafta Skúli segir að gerð hafi verið mistök eftir að höftin voru lögfest með breytingu á lögum um gjaldeyrismál hinn 28. nóvember 2008. „Ég held að stærstu mistökin hafi falist í því að tala óskýrt um það hvað það tæki langan tíma að afnema höftin. Við hefðum frekar átt að segja að það tæki tíu ár. Það sem er óþægilegt fyrir viðskiptalífið er þegar leikreglurnar breytast skyndilega. Ef þú lendir í því að bíða alltaf, ef höftin fara muni krónan veikjast og þú bíður með fjárfestingar og dregur lappirnar með ákveðnar aðgerðir, það er mjög slæmt. Ef við vitum að leikreglurnar eru skýrar næstu tíu árin þá er hægt að búa við höftin, en að sjálfsögðu vil ég losna við þau.“Viðtalið við Skúla Mogensen í Klinkinu.
Klinkið Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira