Valgarð og Sif valin fimleikafólk ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2014 15:00 Sif Pálsdóttir vann silfur á EM með íslenska hópfimleikalandsliðinu. Vísir/Valli Valgarð Reinhardsson, 18 ára fimleikamaður úr Gerplu og Sif Pálsdóttir, 27 ára hópfimleikakona úr Gerplu hafa verið valin fimleikafólk ársins 2014 af stjórn Fimleikasambands Íslands. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins.Norma Dögg Róbertsdóttir fékk verðlaun fyrir "Afrek ársins" fyrir að ná 18. sæti í stökki á heimsmeistaramótinu í Kína í október. Hún var þar efst kvenna frá Norðurlöndum og sjötti Evrópubúinn sem vakti mikla athygli í svo sterkri keppni, með einkunnina 14.1 stig.Kvennalandsliðið í hópfimleikum vann til silfurverðlauna á Evrópumótinu sem fram fór á Íslandi í október 2014 og fékk verðlaunin "Lið ársins."Valgarð Reinhardsson kom upp úr unglingaflokki á árinu og keppti á sínu fyrsta ári í karlaflokki með miklum glæsibrag. Valgarð stundar fimleika hjá fimleikafélaginu Alta í Kanada, en félagið var kosið besta fimleikafélagið í Kanada árið 2013. Á sínu fyrsta ári varð hann í 12. sæti á kanadíska meistaramótinu og í 11. sæti á Elite Canada, sem er mót þeirra bestu þar í landi og einungis þeir sem hljóta boð fá þátttökurétt.Jón Sigurður Gunnarsson, fimleikamaður úr Ármanni, varð í öðru sæti og í þriðja sæti varð Daði Snær Pálsson, sem hefur verið búsettur í Svíþjóð og keppt með KFUM liðinu í Stokkhólmi síðan 2012.Sif Pálsdóttir vann til silfurverðlauna á Evrópumótinu í hópfimleikum í október. Sif gegndi lykilhlutverki í kvennalandsliðinu bæði innan vallar sem utan. Sif sýndi mikla áræðni og einurð þegar hún vann sig upp úr erfiðum meiðslum sem hún lenti í á undirbúningstímabili mótsins og skilaði æfingum sínum frábærlega á öllum áhöldum. Hún var valin fyrirliði liðsins af liðsfélögum sínum og sinnti því hlutverki af stakri prýði. Á árinu varð Sif einnig Íslands- og bikarmeistari félagsliða með kvennaliði Íþróttafélagsins Gerplu.Norma Dögg Róbertsdóttir er 18 ára fimleikakona úr Gerplu varð í öðru sæti og í þriðja sæti varð Kolbrún Þöll Þorradóttir sem er 15 ára fimleikakona úr Stjörnunni sem vann í ár til bronsverðlauna á Evrópumóti unglinga í hópfimleikum. Fimleikar Fréttir ársins 2014 Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fleiri fréttir Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjá meira
Valgarð Reinhardsson, 18 ára fimleikamaður úr Gerplu og Sif Pálsdóttir, 27 ára hópfimleikakona úr Gerplu hafa verið valin fimleikafólk ársins 2014 af stjórn Fimleikasambands Íslands. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins.Norma Dögg Róbertsdóttir fékk verðlaun fyrir "Afrek ársins" fyrir að ná 18. sæti í stökki á heimsmeistaramótinu í Kína í október. Hún var þar efst kvenna frá Norðurlöndum og sjötti Evrópubúinn sem vakti mikla athygli í svo sterkri keppni, með einkunnina 14.1 stig.Kvennalandsliðið í hópfimleikum vann til silfurverðlauna á Evrópumótinu sem fram fór á Íslandi í október 2014 og fékk verðlaunin "Lið ársins."Valgarð Reinhardsson kom upp úr unglingaflokki á árinu og keppti á sínu fyrsta ári í karlaflokki með miklum glæsibrag. Valgarð stundar fimleika hjá fimleikafélaginu Alta í Kanada, en félagið var kosið besta fimleikafélagið í Kanada árið 2013. Á sínu fyrsta ári varð hann í 12. sæti á kanadíska meistaramótinu og í 11. sæti á Elite Canada, sem er mót þeirra bestu þar í landi og einungis þeir sem hljóta boð fá þátttökurétt.Jón Sigurður Gunnarsson, fimleikamaður úr Ármanni, varð í öðru sæti og í þriðja sæti varð Daði Snær Pálsson, sem hefur verið búsettur í Svíþjóð og keppt með KFUM liðinu í Stokkhólmi síðan 2012.Sif Pálsdóttir vann til silfurverðlauna á Evrópumótinu í hópfimleikum í október. Sif gegndi lykilhlutverki í kvennalandsliðinu bæði innan vallar sem utan. Sif sýndi mikla áræðni og einurð þegar hún vann sig upp úr erfiðum meiðslum sem hún lenti í á undirbúningstímabili mótsins og skilaði æfingum sínum frábærlega á öllum áhöldum. Hún var valin fyrirliði liðsins af liðsfélögum sínum og sinnti því hlutverki af stakri prýði. Á árinu varð Sif einnig Íslands- og bikarmeistari félagsliða með kvennaliði Íþróttafélagsins Gerplu.Norma Dögg Róbertsdóttir er 18 ára fimleikakona úr Gerplu varð í öðru sæti og í þriðja sæti varð Kolbrún Þöll Þorradóttir sem er 15 ára fimleikakona úr Stjörnunni sem vann í ár til bronsverðlauna á Evrópumóti unglinga í hópfimleikum.
Fimleikar Fréttir ársins 2014 Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fleiri fréttir Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjá meira