Landsbankinn að selja hlut sinn í Valitor til Arion banka Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. desember 2014 20:21 Landsbankinn á í viðræðum um sölu á 38 prósenta hlut sínum í Valitor hf., útgefanda VISA á Íslandi, til Arion banka. Hluturinn í Valitor var ekki auglýstur og seldur í opnu söluferli en það sama gerðist þegar Landsbankinn seldi hlutabréf sín í Borgun hf. Arion banki fer sem stendur með 60,78 prósenta hlut í Valitor og Landsbankinn með 38 prósent. Ef salan gengur í gegn mun Arion banki fara með 98,8 prósenta hlut í fyrirtækinu. „Við fengum álitlegt tilboð frá Arion banka í okkar hlut í Valitor. Þetta gengur ágætlega að ræða saman,“ segir Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans. Eins og áður segir var hlutur bankans í Valitor ekki auglýstur til sölu. Landsbankinn seldi nýverið 31,2 prósenta hlut sinn í Borgun hf., útgefanda Mastercard á Íslandi, til hóps fjárfesta fyrir 2,2 milljarða króna. Salan á bréfunum í Borgun hf. sætti nokkurri gagnrýni þar sem ekki var um opið söluferli að ræða heldur hafði hópur fjárfesta samband við bankann að fyrra bragði með það fyrir augum að kaupa bréfin. Í hópnum sem keypti bréfin í Borgun hf. er Einar Sveinsson föðurbróðir Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Steinþór Pálsson segir að Landsbankinn hafi ekki verið í aðstöðu til að kalla eftir upplýsingum um Borgun hf. sem áhrifalaus minnihlutaeigandi. Þá hafi bankinn haft takmarkaða aðkomu að félaginu vegna ákvarðana Samkeppniseftirlitsins. Þess vegna hafi verið mjög erfitt eða ómögulegt að selja hlutinn í Borgun hf. í opnu söluferli en rík upplýsingaskylda hvílir á bankanum í slíkum tilvikum.Fyrst að Landsbankinn hafði mjög takmarkaðan aðgang að upplýsingum um Borgun hf. Hvernig vissi bankinn að hann væri að fá gott verð fyrir bréfin? „Við gátum fengið ákveðnar takmarkaðar upplýsingar, án þess að fá nokkrar upplýsingar um okkar samkeppnisaðila (Íslandsbanka hf. stærsta hluthafa Borgunar). Við mátum það svo að svona hátt verð, sem skilaði bankanum svona góðum hagnaði, það væri réttlætanlegt að grípa það tækifæri,“ segir Steinþór. Hann segir ólíklegt að hluturinn í Valitor hf. fari í opið söluferli. „Valitor er dótturfélag Arion banka. Þar erum við í sama myrkrkinu þannig að það eiga sömu sjónarmið við. Það kom álitlegt tilboð og við erum að skoða það. Við munum meta það á næstu dögum hvað við getum gert í þeirri stöðu en sömu ástæður og gilda um Borgun eiga jafn ríkt við um Valitor.“ Steinþór að sala á hlutum Landsbankans í kortafyrirtækjunum sé undantekning frá þeirri meginreglu sem gildir að eignir bankans séu seldar í opnu söluferli. Borgunarmálið Tengdar fréttir Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07 Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. 25. nóvember 2014 16:33 Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Sjá meira
Landsbankinn á í viðræðum um sölu á 38 prósenta hlut sínum í Valitor hf., útgefanda VISA á Íslandi, til Arion banka. Hluturinn í Valitor var ekki auglýstur og seldur í opnu söluferli en það sama gerðist þegar Landsbankinn seldi hlutabréf sín í Borgun hf. Arion banki fer sem stendur með 60,78 prósenta hlut í Valitor og Landsbankinn með 38 prósent. Ef salan gengur í gegn mun Arion banki fara með 98,8 prósenta hlut í fyrirtækinu. „Við fengum álitlegt tilboð frá Arion banka í okkar hlut í Valitor. Þetta gengur ágætlega að ræða saman,“ segir Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans. Eins og áður segir var hlutur bankans í Valitor ekki auglýstur til sölu. Landsbankinn seldi nýverið 31,2 prósenta hlut sinn í Borgun hf., útgefanda Mastercard á Íslandi, til hóps fjárfesta fyrir 2,2 milljarða króna. Salan á bréfunum í Borgun hf. sætti nokkurri gagnrýni þar sem ekki var um opið söluferli að ræða heldur hafði hópur fjárfesta samband við bankann að fyrra bragði með það fyrir augum að kaupa bréfin. Í hópnum sem keypti bréfin í Borgun hf. er Einar Sveinsson föðurbróðir Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Steinþór Pálsson segir að Landsbankinn hafi ekki verið í aðstöðu til að kalla eftir upplýsingum um Borgun hf. sem áhrifalaus minnihlutaeigandi. Þá hafi bankinn haft takmarkaða aðkomu að félaginu vegna ákvarðana Samkeppniseftirlitsins. Þess vegna hafi verið mjög erfitt eða ómögulegt að selja hlutinn í Borgun hf. í opnu söluferli en rík upplýsingaskylda hvílir á bankanum í slíkum tilvikum.Fyrst að Landsbankinn hafði mjög takmarkaðan aðgang að upplýsingum um Borgun hf. Hvernig vissi bankinn að hann væri að fá gott verð fyrir bréfin? „Við gátum fengið ákveðnar takmarkaðar upplýsingar, án þess að fá nokkrar upplýsingar um okkar samkeppnisaðila (Íslandsbanka hf. stærsta hluthafa Borgunar). Við mátum það svo að svona hátt verð, sem skilaði bankanum svona góðum hagnaði, það væri réttlætanlegt að grípa það tækifæri,“ segir Steinþór. Hann segir ólíklegt að hluturinn í Valitor hf. fari í opið söluferli. „Valitor er dótturfélag Arion banka. Þar erum við í sama myrkrkinu þannig að það eiga sömu sjónarmið við. Það kom álitlegt tilboð og við erum að skoða það. Við munum meta það á næstu dögum hvað við getum gert í þeirri stöðu en sömu ástæður og gilda um Borgun eiga jafn ríkt við um Valitor.“ Steinþór að sala á hlutum Landsbankans í kortafyrirtækjunum sé undantekning frá þeirri meginreglu sem gildir að eignir bankans séu seldar í opnu söluferli.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07 Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. 25. nóvember 2014 16:33 Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Sjá meira
Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07
Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. 25. nóvember 2014 16:33