Færeysk tónlist kynnt með tónleikaferðalagi Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. apríl 2014 10:30 Laila Av Reyni er mikil listakona og kemur fram á nokkrum tónleikum hér á landi í vikunni. mynd/Høgni Heinesen „Það er frábært að fá hana til landsins, þetta er frábær listamaður,“ segir Kristinn Sæmundsson, skipuleggjandi tónleikaferðarinnar sem kallast Litli Íslandstúrinn 2014, en þar koma fram færeyska tónlistarkonan Laila Av Reyni og íslenska hljómsveitin Sometime. Tónleikaferðalagið hefst í dag í verslun Lucky Records við Rauðarárstíg og hefjast tónleikarnir klukkan 16.30. Laila Av Reyni er mikil listakona og fyrir utan tónlistina er hún yfirkennari og stýrir hönnunardeildar Tekníska Skúlans í Þórshöfn í Færeyjum og hefur til að mynda hannað klæðnað fyrir fegurðardrottningar Danmerkur og Eurovision-keppendur Danmerkur. „Hún er rísandi stjarna í tónlistarheiminum,“ bætir Kristinn við. Hljómsveitina Sometime skipa þau Rósa Birgitta Ísfeld og Daníel Þorsteinsson en þau stofnuðu hana ásamt nokkrum reyndum tónlistarmönnum árið 2005 og hafa með tónleikum sínum skapað sér gott orðspor. „Það sem tengir sveitirnar er að Rósa Birgitta er einn fjórði Færeyingur,“ segir Kristinn léttur í lundu. Þá leika sveitirnar báðar rafskotið popp. Tónleikaferðlagið heldur áfram á fimmtudag en þá eru tónleikar á Café Rosenberg, föstudag í Gamla kaupfélaginu á Akranesi og laugardaginn á Fjörukránni í Hafnarfirði. Kristinn hefur verið iðinn við að kynna Íslendinga fyrir færeyskri tónlist og kynnti til að mynda Eivöru Pálsdóttur og hljómsveitina Tý fyrir landsmönnum á sínum tíma. Eurovision Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Það er frábært að fá hana til landsins, þetta er frábær listamaður,“ segir Kristinn Sæmundsson, skipuleggjandi tónleikaferðarinnar sem kallast Litli Íslandstúrinn 2014, en þar koma fram færeyska tónlistarkonan Laila Av Reyni og íslenska hljómsveitin Sometime. Tónleikaferðalagið hefst í dag í verslun Lucky Records við Rauðarárstíg og hefjast tónleikarnir klukkan 16.30. Laila Av Reyni er mikil listakona og fyrir utan tónlistina er hún yfirkennari og stýrir hönnunardeildar Tekníska Skúlans í Þórshöfn í Færeyjum og hefur til að mynda hannað klæðnað fyrir fegurðardrottningar Danmerkur og Eurovision-keppendur Danmerkur. „Hún er rísandi stjarna í tónlistarheiminum,“ bætir Kristinn við. Hljómsveitina Sometime skipa þau Rósa Birgitta Ísfeld og Daníel Þorsteinsson en þau stofnuðu hana ásamt nokkrum reyndum tónlistarmönnum árið 2005 og hafa með tónleikum sínum skapað sér gott orðspor. „Það sem tengir sveitirnar er að Rósa Birgitta er einn fjórði Færeyingur,“ segir Kristinn léttur í lundu. Þá leika sveitirnar báðar rafskotið popp. Tónleikaferðlagið heldur áfram á fimmtudag en þá eru tónleikar á Café Rosenberg, föstudag í Gamla kaupfélaginu á Akranesi og laugardaginn á Fjörukránni í Hafnarfirði. Kristinn hefur verið iðinn við að kynna Íslendinga fyrir færeyskri tónlist og kynnti til að mynda Eivöru Pálsdóttur og hljómsveitina Tý fyrir landsmönnum á sínum tíma.
Eurovision Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira