Enga sýnagógu Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. júní 2014 07:00 Umræðan um múslima, sem spratt upp í kjölfar mosku- og nauðungarhjónabandaútspils oddvita Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur á köflum farið algjörlega úr böndunum og getur ekki kallazt neitt annað en hatursorðræða. Vísir birti fyrr í vikunni frétt þar sem haft var eftir formanni Félags múslima að fljótlega væri hægt að hefja framkvæmdir við byggingu moskunnar í Sogamýri. Í athugasemdakerfi vefjarins spratt fram svo mikið af ógeðslegu hatri, þar á meðal hreinum og klárum morðhótunum í garð forsvarsmanna trúfélagsins, að við hljótum að staldra við. Ef við prófuðum að setja inn í þennan almennt illa orðaða og rangt stafsetta texta orðin „sýnagóga“ og „gyðingar“ í stað „moska“ og „múslimar“, verða hugrenningatengslin við stærstu hatursglæpi sögunnar býsna óþægileg. Margir þeir sem amast við veru og sýnileika múslima á Íslandi vitna í trúarrit þeirra, Kóraninn, máli sínu til stuðnings, til dæmis um alls konar mannhatur og ómannúðlegar refsingar. Hafa þeir prófað að lesa Biblíuna með sömu gleraugum? Morðhótanirnar hafa verið kærðar til lögreglunnar og sennilega væri hægt að kæra fleiri ummæli sem hafa fallið um múslima á Íslandi síðustu daga með vísan til ákvæða hegningarlaga um að menn skuli ekki þurfa að sæta háði, rógi, smánun eða ógnun vegna trúar sinnar. Á sama tíma kemur í ljós að hreinræktaður og augljós hatursglæpur gegn múslimum á Íslandi, þegar trúarrit þeirra var atað svínsblóði og svínshausum dreift á moskulóðina í fyrra, hefur verið rannsakað með hangandi hendi hjá lögreglunni í Reykjavík og engin niðurstaða fengizt. Yfirmenn lögreglunnar virðast áhugalausir um málið og lítið inni í því. Kærum við okkur um þetta andrúm haturs og mismununar gagnvart fámennum trúarhópi? Við getum að minnsta kosti ekki sætt okkur við að það gangi yfir ákveðin mörk. Karl Popper, austurrískur heimspekingur sem horfði á heimaland sitt verða gyðingahatri og nazisma að bráð, skrifaði í bók sinni Opið samfélag og óvinir þess, að í opnu lýðræðissamfélagi yrðu menn að umbera jafnvel þá óumburðarlyndu. En ef óumburðarlyndið væri endalaust umborið, endaði það á því að ganga af umburðarlyndi hins opna samfélags dauðu. Popper var á því að það ætti ekki að berja óumburðarlyndið niður, svo lengi sem svara mætti því með rökum og almenningsálitið héldi því í skefjum. En um leið ætti hið opna samfélag að áskilja sér rétt til að segja: Hingað og ekki lengra. Bannið við hatursorðræðu og hatursglæpum eru slík varnarviðbrögð samfélags, sem er opið og umburðarlynt og vill vera það áfram. Það er engin leið að kenna Framsóknarflokknum í Reykjavík um hatursorðræðuna í garð múslima. Hún var þarna fyrir. En þeir sem hata múslima túlka margir hverjir moskuútspilið sem stuðning við hugmyndir sínar frá flokki, sem hingað til hefur verið talinn standa vörð um hið opna samfélag. Það kaldhæðnislega er að í stað þess að stíga myndarlega fram gegn hatrinu og í þágu umburðarlyndisins halda sumir talsmenn flokksins því fram að þeir séu sjálfir fórnarlömb hatursorðræðu. Þeir eiga að vera stærri en svo. Þeir eiga eins og allir aðrir málsmetandi menn að segja skýrt og skorinort: Hatur og mismunun gagnvart einum trúarhópi fær ekki að viðgangast. Við erum opið samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um múslima, sem spratt upp í kjölfar mosku- og nauðungarhjónabandaútspils oddvita Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur á köflum farið algjörlega úr böndunum og getur ekki kallazt neitt annað en hatursorðræða. Vísir birti fyrr í vikunni frétt þar sem haft var eftir formanni Félags múslima að fljótlega væri hægt að hefja framkvæmdir við byggingu moskunnar í Sogamýri. Í athugasemdakerfi vefjarins spratt fram svo mikið af ógeðslegu hatri, þar á meðal hreinum og klárum morðhótunum í garð forsvarsmanna trúfélagsins, að við hljótum að staldra við. Ef við prófuðum að setja inn í þennan almennt illa orðaða og rangt stafsetta texta orðin „sýnagóga“ og „gyðingar“ í stað „moska“ og „múslimar“, verða hugrenningatengslin við stærstu hatursglæpi sögunnar býsna óþægileg. Margir þeir sem amast við veru og sýnileika múslima á Íslandi vitna í trúarrit þeirra, Kóraninn, máli sínu til stuðnings, til dæmis um alls konar mannhatur og ómannúðlegar refsingar. Hafa þeir prófað að lesa Biblíuna með sömu gleraugum? Morðhótanirnar hafa verið kærðar til lögreglunnar og sennilega væri hægt að kæra fleiri ummæli sem hafa fallið um múslima á Íslandi síðustu daga með vísan til ákvæða hegningarlaga um að menn skuli ekki þurfa að sæta háði, rógi, smánun eða ógnun vegna trúar sinnar. Á sama tíma kemur í ljós að hreinræktaður og augljós hatursglæpur gegn múslimum á Íslandi, þegar trúarrit þeirra var atað svínsblóði og svínshausum dreift á moskulóðina í fyrra, hefur verið rannsakað með hangandi hendi hjá lögreglunni í Reykjavík og engin niðurstaða fengizt. Yfirmenn lögreglunnar virðast áhugalausir um málið og lítið inni í því. Kærum við okkur um þetta andrúm haturs og mismununar gagnvart fámennum trúarhópi? Við getum að minnsta kosti ekki sætt okkur við að það gangi yfir ákveðin mörk. Karl Popper, austurrískur heimspekingur sem horfði á heimaland sitt verða gyðingahatri og nazisma að bráð, skrifaði í bók sinni Opið samfélag og óvinir þess, að í opnu lýðræðissamfélagi yrðu menn að umbera jafnvel þá óumburðarlyndu. En ef óumburðarlyndið væri endalaust umborið, endaði það á því að ganga af umburðarlyndi hins opna samfélags dauðu. Popper var á því að það ætti ekki að berja óumburðarlyndið niður, svo lengi sem svara mætti því með rökum og almenningsálitið héldi því í skefjum. En um leið ætti hið opna samfélag að áskilja sér rétt til að segja: Hingað og ekki lengra. Bannið við hatursorðræðu og hatursglæpum eru slík varnarviðbrögð samfélags, sem er opið og umburðarlynt og vill vera það áfram. Það er engin leið að kenna Framsóknarflokknum í Reykjavík um hatursorðræðuna í garð múslima. Hún var þarna fyrir. En þeir sem hata múslima túlka margir hverjir moskuútspilið sem stuðning við hugmyndir sínar frá flokki, sem hingað til hefur verið talinn standa vörð um hið opna samfélag. Það kaldhæðnislega er að í stað þess að stíga myndarlega fram gegn hatrinu og í þágu umburðarlyndisins halda sumir talsmenn flokksins því fram að þeir séu sjálfir fórnarlömb hatursorðræðu. Þeir eiga að vera stærri en svo. Þeir eiga eins og allir aðrir málsmetandi menn að segja skýrt og skorinort: Hatur og mismunun gagnvart einum trúarhópi fær ekki að viðgangast. Við erum opið samfélag.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun