Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann Nanna Elísa Jakobsdóttir og Ingvar Haraldsson skrifar 7. júlí 2014 07:00 Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í gær þegar elds varð vart í verslunarhúsnæði Griffils í Skeifunni 11. Eldsupptökin voru talin hafa verið í efnalauginni Fönn. Eldurinn náði í húsnæði Tandoori, Promennt, Rekstrarlands og Griffils. Ljóst er að húsnæði margra þessara fyrirtækja er gjörónýtt. Hættuástandi var lýst yfir í kjölfar þess að slökkvilið mætti á svæðið og fólk var beðið um að halda sig frá. „Húsin voru orðin alelda þegar við komum,“ sagði Þorvaldur Geirsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu. „Eldsupptök voru í Fannarhúsinu og breiddi eldurinn sig yfir í húsnæði Griffils. Við reyndum ekki að slökkva eldinn heldur einungis að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.“ Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri sagði hættuástand hafa skapast því mikið af hættulegum efnum væri í húsunum. Mikinn mannfjölda dreif að en lögregla bað fólk að halda sig fjarri vegna hættu sem stafaði af brunanum. Sprengingar gullu við og hætta á hruni byggingarinnar torveldaði störf slökkviðlismanna. Svart reykjarský sem myndaðist yfir svæðinu sást langar leiðir og mikil reykjarlykt lagðist yfir höfuðborgarsvæðið. „Svo virðist sem eldurinn hafi komið upp í þvottahúsinu okkar,“ sagði Þorvarður Helgason, verkstjóri hjá Fönn. Enginn var við störf þegar eldurinn kom upp en unnið hafði verið í þvottahúsinu fyrr um daginn. „Þar er náttúrulega mikill eldsmatur, þar sem við erum að þvo lín fyrir hótel og öldrunarheimili,“ sagði Þorvarður.„Þetta er mikið tjón,“ sagði Linda Lou Arthúr, eigandi veitingastaðarins Tandoori en staðurinn var lokaður í gær. Linda sagðist aldrei hafa séð sambærilegan eldsvoða. „Sjaldan sem maður sér svona mikinn eld hérna á þessu landi okkar.“ „Þessi hús eru öll gömul og börn síns tíma,“ sagði Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.„Gallinn á þessu byggingarefni er að það er mjög viðkvæmt í bruna. Meginhættan er þegar það er búið að slökkva og byggingin er farin að kólna, þá er hætta á hruni,“ sagði Bjarni. Því gátu slökkviliðsmenn ekki staðið uppi á byggingum eða inni í húsinu við slökkvistörf. Reykkafarar voru þó sendir inn í húsnæði Fannar. Bjarni man eftir mörgum alvarlegum eldsvoðum í gegnum tíðina en þessi er sérstakur að einu leyti. „Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafnmiklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi.“ Skeifan 11 er um 8.200 fermetrar. Húsið sem kviknaði í er 8200 fermetrar og því gífurlega stórt svæði sem var undirlagt eldi. Valli, ljósmyndari Fréttablaðsins, fór á vettvang og náði ótrúlegum myndum.Fréttablaðið/Valli... Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í gær þegar elds varð vart í verslunarhúsnæði Griffils í Skeifunni 11. Eldsupptökin voru talin hafa verið í efnalauginni Fönn. Eldurinn náði í húsnæði Tandoori, Promennt, Rekstrarlands og Griffils. Ljóst er að húsnæði margra þessara fyrirtækja er gjörónýtt. Hættuástandi var lýst yfir í kjölfar þess að slökkvilið mætti á svæðið og fólk var beðið um að halda sig frá. „Húsin voru orðin alelda þegar við komum,“ sagði Þorvaldur Geirsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu. „Eldsupptök voru í Fannarhúsinu og breiddi eldurinn sig yfir í húsnæði Griffils. Við reyndum ekki að slökkva eldinn heldur einungis að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.“ Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri sagði hættuástand hafa skapast því mikið af hættulegum efnum væri í húsunum. Mikinn mannfjölda dreif að en lögregla bað fólk að halda sig fjarri vegna hættu sem stafaði af brunanum. Sprengingar gullu við og hætta á hruni byggingarinnar torveldaði störf slökkviðlismanna. Svart reykjarský sem myndaðist yfir svæðinu sást langar leiðir og mikil reykjarlykt lagðist yfir höfuðborgarsvæðið. „Svo virðist sem eldurinn hafi komið upp í þvottahúsinu okkar,“ sagði Þorvarður Helgason, verkstjóri hjá Fönn. Enginn var við störf þegar eldurinn kom upp en unnið hafði verið í þvottahúsinu fyrr um daginn. „Þar er náttúrulega mikill eldsmatur, þar sem við erum að þvo lín fyrir hótel og öldrunarheimili,“ sagði Þorvarður.„Þetta er mikið tjón,“ sagði Linda Lou Arthúr, eigandi veitingastaðarins Tandoori en staðurinn var lokaður í gær. Linda sagðist aldrei hafa séð sambærilegan eldsvoða. „Sjaldan sem maður sér svona mikinn eld hérna á þessu landi okkar.“ „Þessi hús eru öll gömul og börn síns tíma,“ sagði Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.„Gallinn á þessu byggingarefni er að það er mjög viðkvæmt í bruna. Meginhættan er þegar það er búið að slökkva og byggingin er farin að kólna, þá er hætta á hruni,“ sagði Bjarni. Því gátu slökkviliðsmenn ekki staðið uppi á byggingum eða inni í húsinu við slökkvistörf. Reykkafarar voru þó sendir inn í húsnæði Fannar. Bjarni man eftir mörgum alvarlegum eldsvoðum í gegnum tíðina en þessi er sérstakur að einu leyti. „Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafnmiklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi.“ Skeifan 11 er um 8.200 fermetrar. Húsið sem kviknaði í er 8200 fermetrar og því gífurlega stórt svæði sem var undirlagt eldi. Valli, ljósmyndari Fréttablaðsins, fór á vettvang og náði ótrúlegum myndum.Fréttablaðið/Valli...
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira