Anderson Silva snýr aftur Pétur Marinó Jónsson skrifar 31. janúar 2015 08:00 Goðsögnin snýr aftur í kvöld. Vísir/Getty Tvær goðsagnir snúa aftur í búrið eftir langa fjarveru í aðalbardaga UFC 183. Framundan er bardagi milli Anderson Silva og Nick Diaz. Anderson Silva er goðsögn í MMA. Hann var ríkjandi millivigtarmeistari í sjö ár og var óumdeilanlega sá besti í heiminum. Hann varði beltið sitt í tíu skipti sem er það mesta í sögu UFC og hefur klárað 20 bardaga eftir rothögg. Hann hafði einhverja ólýsanlega áru í búrinu og virtust andstæðingar hans oft búnir að tapa áður en þeir stigu í búrið. Anderson lék sér oft að andstæðingunum og gerði grín að þeim, nokkuð sem fór í taugarnar á mörgum, en enginn gat neitað því að þarna var einn sá besti í sögunni á ferð. Hér rifja MMA Fréttir upp fimm bestu frammistöður Anderson Silva á ferlinum. Einhvern tímann rennur allt sitt skeið og tapaði Anderson titlinum til Chris Weidman í júlí 2013. Það voru einmitt trúðslætin sem urðu honum að falli. Anderson gerði grín að „máttleysi“ högganna hjá Weidman og þóttist ekki finna fyrir höggunum. Í miðjum apalátunum smellhitti Weidman á hökuna á Anderson sem rotaðist fyrir vikið. Áhorfendur ætluðu ekki að trúa eigin augum og biðu eftir því að Anderson myndi hætta gríninu og standa upp eftir höggið. En það var kaldur raunveruleikinn sem mætti Anderson er hann vaknaði úr rotinu. Hann hafði tapað titlinum. Umsvifalaust vildu bardagaaðdáendur sjá annan bardaga á milli þeirra - tóku ekki mark á úrslitunum þar sem Anderson var bara að grínast. Ef hann myndi mæta alvarlegur til leiks og ekki með trúðslætin myndi Anderson rústa Weidman. Annað kom á daginn 28. desember 2013. Kapparnir mættust aftur og tókst Weidman að slá Anderson niður í fyrstu lotu. Harða hakan sem Anderson var þekktur fyrir virtist vera farin og má segja að Anderson hafi verið mannlegur á ný í augum fólksins. Þó fyrsta lota hafi verið erfið fyrir Anderson var sú næsta hryllingur. Eftir spark frá Anderson brotnaði sköflungur hans í tvennt og goðsögnin féll niður sárkvalin. Bardaginn var umsvifalaust stöðvaður og Weidman hélt beltinu. Flestir töldu að þetta væru endalokin á ótrúlegum ferli Anderson. Þessi 39 ára gamli bardagamaður gæti hæglega látið gott heita og haft það gott í faðmi fjölskyldunnar. Aftur á móti er Anderson Silva enginn venjulegur maður og var allan tíman staðráðinn í að snúa aftur. Eftir stífa endurhæfingu mun hann snúa aftur í búrið í kvöld þegar hann mætir pörupiltinum Nick Diaz. Nick Diaz er gríðarlega vinsæll bardagamaður og óvenjulegur maður. Hann er þó fær boxari og er óhætt að segja að bardaginn á morgun muni að mestu fara fram standandi. Fátt virðist því standa í vegi fyrir frábærum bardaga annað kvöld. Nánar má lesa um Nick Diaz á vef MMA Frétta hér. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 183 og hefst aðalhluti bardagakvöldsins kl 3 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Eftirtaldir fimm bardagar eru á dagskrá: Anderson Silva gegn Nick Diaz Tyron Woodley gegn Kelvin Gastelum Joe Lauzon gegn Al Iaquinta Thales Leites gegn Tim Boetsch Jordan Mein gegn Thiago AlvesAnderson Silva sárkvalinn eftir fótbrotið.Vísir/Getty MMA Tengdar fréttir UFC 175: Chris Weidman og ameríski draumurinn UFC meistarinn í millivigt, Chris Weidman, ver titil sinn í annað skipti næsta laugardagskvöld á móti fyrrverandi meistara í léttþungavigt, Lyota Machida. 3. júlí 2014 22:00 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Sjá meira
Tvær goðsagnir snúa aftur í búrið eftir langa fjarveru í aðalbardaga UFC 183. Framundan er bardagi milli Anderson Silva og Nick Diaz. Anderson Silva er goðsögn í MMA. Hann var ríkjandi millivigtarmeistari í sjö ár og var óumdeilanlega sá besti í heiminum. Hann varði beltið sitt í tíu skipti sem er það mesta í sögu UFC og hefur klárað 20 bardaga eftir rothögg. Hann hafði einhverja ólýsanlega áru í búrinu og virtust andstæðingar hans oft búnir að tapa áður en þeir stigu í búrið. Anderson lék sér oft að andstæðingunum og gerði grín að þeim, nokkuð sem fór í taugarnar á mörgum, en enginn gat neitað því að þarna var einn sá besti í sögunni á ferð. Hér rifja MMA Fréttir upp fimm bestu frammistöður Anderson Silva á ferlinum. Einhvern tímann rennur allt sitt skeið og tapaði Anderson titlinum til Chris Weidman í júlí 2013. Það voru einmitt trúðslætin sem urðu honum að falli. Anderson gerði grín að „máttleysi“ högganna hjá Weidman og þóttist ekki finna fyrir höggunum. Í miðjum apalátunum smellhitti Weidman á hökuna á Anderson sem rotaðist fyrir vikið. Áhorfendur ætluðu ekki að trúa eigin augum og biðu eftir því að Anderson myndi hætta gríninu og standa upp eftir höggið. En það var kaldur raunveruleikinn sem mætti Anderson er hann vaknaði úr rotinu. Hann hafði tapað titlinum. Umsvifalaust vildu bardagaaðdáendur sjá annan bardaga á milli þeirra - tóku ekki mark á úrslitunum þar sem Anderson var bara að grínast. Ef hann myndi mæta alvarlegur til leiks og ekki með trúðslætin myndi Anderson rústa Weidman. Annað kom á daginn 28. desember 2013. Kapparnir mættust aftur og tókst Weidman að slá Anderson niður í fyrstu lotu. Harða hakan sem Anderson var þekktur fyrir virtist vera farin og má segja að Anderson hafi verið mannlegur á ný í augum fólksins. Þó fyrsta lota hafi verið erfið fyrir Anderson var sú næsta hryllingur. Eftir spark frá Anderson brotnaði sköflungur hans í tvennt og goðsögnin féll niður sárkvalin. Bardaginn var umsvifalaust stöðvaður og Weidman hélt beltinu. Flestir töldu að þetta væru endalokin á ótrúlegum ferli Anderson. Þessi 39 ára gamli bardagamaður gæti hæglega látið gott heita og haft það gott í faðmi fjölskyldunnar. Aftur á móti er Anderson Silva enginn venjulegur maður og var allan tíman staðráðinn í að snúa aftur. Eftir stífa endurhæfingu mun hann snúa aftur í búrið í kvöld þegar hann mætir pörupiltinum Nick Diaz. Nick Diaz er gríðarlega vinsæll bardagamaður og óvenjulegur maður. Hann er þó fær boxari og er óhætt að segja að bardaginn á morgun muni að mestu fara fram standandi. Fátt virðist því standa í vegi fyrir frábærum bardaga annað kvöld. Nánar má lesa um Nick Diaz á vef MMA Frétta hér. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 183 og hefst aðalhluti bardagakvöldsins kl 3 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Eftirtaldir fimm bardagar eru á dagskrá: Anderson Silva gegn Nick Diaz Tyron Woodley gegn Kelvin Gastelum Joe Lauzon gegn Al Iaquinta Thales Leites gegn Tim Boetsch Jordan Mein gegn Thiago AlvesAnderson Silva sárkvalinn eftir fótbrotið.Vísir/Getty
MMA Tengdar fréttir UFC 175: Chris Weidman og ameríski draumurinn UFC meistarinn í millivigt, Chris Weidman, ver titil sinn í annað skipti næsta laugardagskvöld á móti fyrrverandi meistara í léttþungavigt, Lyota Machida. 3. júlí 2014 22:00 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Sjá meira
UFC 175: Chris Weidman og ameríski draumurinn UFC meistarinn í millivigt, Chris Weidman, ver titil sinn í annað skipti næsta laugardagskvöld á móti fyrrverandi meistara í léttþungavigt, Lyota Machida. 3. júlí 2014 22:00