Neytendur blekktir með rjómabolluauglýsingum: „Þú auglýsir ekki útsölu nema hafa selt vöruna“ ingvar haraldsson skrifar 15. febrúar 2015 21:22 Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir að verslanir þurfi að geta sýnt fram á að varan hafi verið seld áður á því verði sem afsláttur reiknast af. vísir/vilhelm „Þú auglýsir ekki útsölu nema hafa selt vöruna,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu. Hagkaup auglýsti rjómabollur á 50% afslætti um helgina og Víðir auglýsti útsölu á rjómabollum. Í auglýsingu Hagkaupa er tekið fram að sala á rjómabollum hefjist að morgni laugardags. Tryggvi segir að samkvæmt reglum Neytendastofu sé ekki heimilt að auglýsa vörur á afslætti nema hún hafi verið til sölu áður. „Þegar veittur prósentuafsláttur reiknast hann af fyrra verði. Þú getur ekki farið að reikna prósentuaflsátt ef ekkert fyrra verð er til,“ segir Tryggvi. Hann segir að verslanir þurfi að geta sýnt fram á að varan hafi verið seld áður á því verði sem afsláttur reiknast af. „Það er ekki nóg að verslunarstjórinn kaupi eina bollu á fjögur hundruð kall og þar með sé eitt stykki selt. Svo snýr hann sér við og segir: „Nú setjum við þetta allt á útsölu“,“ segir Tryggvi. Hagkaup auglýsti 50% afslátt af rjómabollum á meðan Víðir auglýsti rjómabollur á útsölu. Verið að blekkja neytendur Aðspurður hvort verið sé að blekkja neytendur með því að auglýsa vörur með afslætti áður en þær fara í sölu segir Tryggvi: „Jú jú, þess vegna eru þessar reglur. Það eru lög í landinu um bann við villandi viðskiptaháttum.“ Þá spyr Tryggvi hvers vegna ekki sé hægt að auglýsa vörur á góðu verði. „Það er greinilegt að Íslendingar eru kannski svolítið ginnkeyptir fyrir þessu. En maður getur spurt sig af hverju er ekki bara auglýst gott verð á vörunni og gerður verðsamanburður,“ segir hann. Tryggvi býst við að málið verði tekið til skoðunar hjá Neytendastofu á næstunni. „En vandinn er að nú er bolludagurinn á morgun. Það seljast væntanlega ekki margar bollur eftir morgundaginn. En það eina sem við getum vonað að það hafi varnaðaráhrif upp á framtíðina,“ segir Tryggvi. Bolludagur Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
„Þú auglýsir ekki útsölu nema hafa selt vöruna,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu. Hagkaup auglýsti rjómabollur á 50% afslætti um helgina og Víðir auglýsti útsölu á rjómabollum. Í auglýsingu Hagkaupa er tekið fram að sala á rjómabollum hefjist að morgni laugardags. Tryggvi segir að samkvæmt reglum Neytendastofu sé ekki heimilt að auglýsa vörur á afslætti nema hún hafi verið til sölu áður. „Þegar veittur prósentuafsláttur reiknast hann af fyrra verði. Þú getur ekki farið að reikna prósentuaflsátt ef ekkert fyrra verð er til,“ segir Tryggvi. Hann segir að verslanir þurfi að geta sýnt fram á að varan hafi verið seld áður á því verði sem afsláttur reiknast af. „Það er ekki nóg að verslunarstjórinn kaupi eina bollu á fjögur hundruð kall og þar með sé eitt stykki selt. Svo snýr hann sér við og segir: „Nú setjum við þetta allt á útsölu“,“ segir Tryggvi. Hagkaup auglýsti 50% afslátt af rjómabollum á meðan Víðir auglýsti rjómabollur á útsölu. Verið að blekkja neytendur Aðspurður hvort verið sé að blekkja neytendur með því að auglýsa vörur með afslætti áður en þær fara í sölu segir Tryggvi: „Jú jú, þess vegna eru þessar reglur. Það eru lög í landinu um bann við villandi viðskiptaháttum.“ Þá spyr Tryggvi hvers vegna ekki sé hægt að auglýsa vörur á góðu verði. „Það er greinilegt að Íslendingar eru kannski svolítið ginnkeyptir fyrir þessu. En maður getur spurt sig af hverju er ekki bara auglýst gott verð á vörunni og gerður verðsamanburður,“ segir hann. Tryggvi býst við að málið verði tekið til skoðunar hjá Neytendastofu á næstunni. „En vandinn er að nú er bolludagurinn á morgun. Það seljast væntanlega ekki margar bollur eftir morgundaginn. En það eina sem við getum vonað að það hafi varnaðaráhrif upp á framtíðina,“ segir Tryggvi.
Bolludagur Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira