Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Kristján Már Unnarsson skrifar 24. febrúar 2015 20:42 Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. Það fagnar tíu ára afmæli í ár og óhætt er að segja að það sé að virka vel fyrir samfélagið. Í fyrra komu 20 þúsund gestir og jafnvel núna um hávetur er rennerí af ferðamönnum. „Já, þetta hefur lukkast mjög vel,” segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Selseturs Íslands, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Þetta hefur svona orðið til þess að þetta svæði hefur markað sér sérstöðu sem selaskoðunarsvæði, bæði á landi og af sjó. Það hefur skipað stórt hlutverk í því að laða ferðamanninn hingað þessa sex kílómetra sem eru af hringveginum,” segir Unnur.Selasetrið er á neðri hæðinni, veitingastaðurinn Sjávarborg verður á efri hæðinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Prjónastofan Kidka nýtur góðs af selnum við að selja ullarvörur. „Menn fara náttúrlega út á Vatnsnes að skoða selina. Svo koma þeir hérna við,” segir Kristinn Karlsson, eigandi og framkvæmdastjóri Kidka. „Sumir eru bara að koma til að fá sér ullarpeysu. Þannig að þetta hjálpar allt hvert öðru,” segir Kristinn. Og nú þarf að stækka og auka þjónustuna við ferðamenn. Á efri hæð Selasetursins, í húsnæði í eigu Kaupfélags Vestur-Húnvetninga, sem staðið hafði autt i áratugi, er verið að innrétta stóran veitingastað sem taka mun 120 manns í sæti. Ferðaþjónustan á Gauksmýri mun reka staðinn. „Það er allavegana mikill ferðamannastraumur hér á Hvammstanga og fyrir Vatnsnes og hér í Húnaþingið,” segir Jóhann Albertsson, ferðaþjónustubóndi á Gauksmýri.Jóhann Albertsson, ferðaþjónustubóndi á Gauksmýri, í húsnæði nýja veitingahússins á Hvammstanga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Síðan eru bara sex kílómetrar frá þjóðveginum. Þannig að við vonumst til þess að einhverjir líka leggi lykkju á leið sína og komi hingað út eftir líka,” segir Jóhann. Fjallað var um samfélagið á Hvammstanga í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26 Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31 Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30 Ólýsanlegt að hlaupa inn á völlinn með liði Manchester Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri. 18. febrúar 2015 20:03 Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. Það fagnar tíu ára afmæli í ár og óhætt er að segja að það sé að virka vel fyrir samfélagið. Í fyrra komu 20 þúsund gestir og jafnvel núna um hávetur er rennerí af ferðamönnum. „Já, þetta hefur lukkast mjög vel,” segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Selseturs Íslands, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Þetta hefur svona orðið til þess að þetta svæði hefur markað sér sérstöðu sem selaskoðunarsvæði, bæði á landi og af sjó. Það hefur skipað stórt hlutverk í því að laða ferðamanninn hingað þessa sex kílómetra sem eru af hringveginum,” segir Unnur.Selasetrið er á neðri hæðinni, veitingastaðurinn Sjávarborg verður á efri hæðinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Prjónastofan Kidka nýtur góðs af selnum við að selja ullarvörur. „Menn fara náttúrlega út á Vatnsnes að skoða selina. Svo koma þeir hérna við,” segir Kristinn Karlsson, eigandi og framkvæmdastjóri Kidka. „Sumir eru bara að koma til að fá sér ullarpeysu. Þannig að þetta hjálpar allt hvert öðru,” segir Kristinn. Og nú þarf að stækka og auka þjónustuna við ferðamenn. Á efri hæð Selasetursins, í húsnæði í eigu Kaupfélags Vestur-Húnvetninga, sem staðið hafði autt i áratugi, er verið að innrétta stóran veitingastað sem taka mun 120 manns í sæti. Ferðaþjónustan á Gauksmýri mun reka staðinn. „Það er allavegana mikill ferðamannastraumur hér á Hvammstanga og fyrir Vatnsnes og hér í Húnaþingið,” segir Jóhann Albertsson, ferðaþjónustubóndi á Gauksmýri.Jóhann Albertsson, ferðaþjónustubóndi á Gauksmýri, í húsnæði nýja veitingahússins á Hvammstanga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Síðan eru bara sex kílómetrar frá þjóðveginum. Þannig að við vonumst til þess að einhverjir líka leggi lykkju á leið sína og komi hingað út eftir líka,” segir Jóhann. Fjallað var um samfélagið á Hvammstanga í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld.
Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26 Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31 Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30 Ólýsanlegt að hlaupa inn á völlinn með liði Manchester Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri. 18. febrúar 2015 20:03 Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26
Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31
Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30
Ólýsanlegt að hlaupa inn á völlinn með liði Manchester Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri. 18. febrúar 2015 20:03