Góðir hálendisvegir eru besta umhverfisverndin Kristján Már Unnarsson skrifar 19. apríl 2015 21:40 Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði, segir að stórkostlegt yrði að fá uppbyggðan Sprengisandsveg með varanlegu slitlagi, það yrði umhverfisvernd, - hálendið eigi ekki að vera einkaland jeppamanna og fjallaferðafélaga. Landsnet og Vegagerðin kynntu í haust áform um uppbyggingu Sprengisandsvegar í tengslum við lagningu háspennulínu. Vegagerðin hætti hins vegar við allt saman í nýliðinni viku og lýsti því yfir að nýr vegur yfir Sprengisand yrði ekki lagður í nánustu framtíð. Trausti Valsson, skipulagsfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, hefur í nokkrum bókum fjallað um kosti hálendisvega en fyrstu blaðagrein sína um viðfangsefnið ritaði hann árið 1977. Trausti segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að gríðarleg stytting vegalengda milli landshluta fengist með því að fara um hálendið. Þannig yrðu íbúar í uppsveitum Suðurlands og Norðurlands nágrannar.Sunnlendingar og Norðlendingar yrðu nágrannar með góðum vegi yfir Sprengisand, segir Trausti.Ýmis samtök hafa hins vegar mótmælt hálendisvegi. „Þetta fer svona illa í fólk af því að það er verið að tala um þessa raflínu. Fólk vill ekki þarna raflínu og ég ekki heldur,“ segir Trausti. Hann telur að stjórnvöld verði að kosta því til að plægja háspennulínuna niður í Sprengisand meðfram Hofsjökli. Til að það sé unnt þurfi að leggja sæmilegan veg. „Þá erum við um leið komin með þennan hálendisveg, Sprengisandsveg, sem er alveg stórkostlegt í mínum skilningi.“ Trausti telur að andstaða gegn hálendisvegi ráðist af sérhagsmunum og kveðst vel skilja jeppaeigendur. „Þeir eru með þetta svæði í dag að verulegum hluta sem prívatsvæði þar sem þeir eru í þessum jeppaleikjum sínum. Það myndi bara vera leiðinlegt fyrir þá að vera að fá einhverja almenna borgara að setjast að í sæluhúsum og eitthvað. Þá eru þeir ekki lengur með þetta sem prívatsvæði lengur. En þarna eru alltaf svona þessir einkahagsmunir og þeir hafa hátt, þessir sérhagsmunahópar.“ Sama gildi um hluta ferðaþjónustunnar og nefnir Trausti fjallaferðafélögin, sem sérstaklega geri út á gönguferðir. „Þeir eru náttúrlega með því að það séu helst engir vegir þarna.“Frá Sprengisandsvegi. Hálendið á ekki að vera einkasvæði jeppaeigenda og fjallaferðafélaga, að mati Trausta Valssonar.Trausti telur raunar brýnt að fá góða hálendisvegi til að hindra frekari skaða út frá slóðunum. Með auknum fjölda ferðamanna blasi við að umferð aukist á hálendisslóðunum. „Þá verða þarna geysilegar umhverfisskemmdir. Þannig að stærsta umhverfisverndarráðstöfun sem við getum gert er að leggja góða vegi.“ Þá segir hann hálendisveg helsta lykillinn að því að dreifa ferðamönnum meira um landið. „Ef menn hafa einhvern áhuga á því, til dæmis Norður- og Austurland, sem myndu græða mikið á Sprengisandsvegi, með vegalengdastyttingum og sköpun nýrra hringleiða, þá verða að koma vegabætur til að koma öllum þessum fjölda ferðamanna lengra út á land.“ Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði, segir að stórkostlegt yrði að fá uppbyggðan Sprengisandsveg með varanlegu slitlagi, það yrði umhverfisvernd, - hálendið eigi ekki að vera einkaland jeppamanna og fjallaferðafélaga. Landsnet og Vegagerðin kynntu í haust áform um uppbyggingu Sprengisandsvegar í tengslum við lagningu háspennulínu. Vegagerðin hætti hins vegar við allt saman í nýliðinni viku og lýsti því yfir að nýr vegur yfir Sprengisand yrði ekki lagður í nánustu framtíð. Trausti Valsson, skipulagsfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, hefur í nokkrum bókum fjallað um kosti hálendisvega en fyrstu blaðagrein sína um viðfangsefnið ritaði hann árið 1977. Trausti segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að gríðarleg stytting vegalengda milli landshluta fengist með því að fara um hálendið. Þannig yrðu íbúar í uppsveitum Suðurlands og Norðurlands nágrannar.Sunnlendingar og Norðlendingar yrðu nágrannar með góðum vegi yfir Sprengisand, segir Trausti.Ýmis samtök hafa hins vegar mótmælt hálendisvegi. „Þetta fer svona illa í fólk af því að það er verið að tala um þessa raflínu. Fólk vill ekki þarna raflínu og ég ekki heldur,“ segir Trausti. Hann telur að stjórnvöld verði að kosta því til að plægja háspennulínuna niður í Sprengisand meðfram Hofsjökli. Til að það sé unnt þurfi að leggja sæmilegan veg. „Þá erum við um leið komin með þennan hálendisveg, Sprengisandsveg, sem er alveg stórkostlegt í mínum skilningi.“ Trausti telur að andstaða gegn hálendisvegi ráðist af sérhagsmunum og kveðst vel skilja jeppaeigendur. „Þeir eru með þetta svæði í dag að verulegum hluta sem prívatsvæði þar sem þeir eru í þessum jeppaleikjum sínum. Það myndi bara vera leiðinlegt fyrir þá að vera að fá einhverja almenna borgara að setjast að í sæluhúsum og eitthvað. Þá eru þeir ekki lengur með þetta sem prívatsvæði lengur. En þarna eru alltaf svona þessir einkahagsmunir og þeir hafa hátt, þessir sérhagsmunahópar.“ Sama gildi um hluta ferðaþjónustunnar og nefnir Trausti fjallaferðafélögin, sem sérstaklega geri út á gönguferðir. „Þeir eru náttúrlega með því að það séu helst engir vegir þarna.“Frá Sprengisandsvegi. Hálendið á ekki að vera einkasvæði jeppaeigenda og fjallaferðafélaga, að mati Trausta Valssonar.Trausti telur raunar brýnt að fá góða hálendisvegi til að hindra frekari skaða út frá slóðunum. Með auknum fjölda ferðamanna blasi við að umferð aukist á hálendisslóðunum. „Þá verða þarna geysilegar umhverfisskemmdir. Þannig að stærsta umhverfisverndarráðstöfun sem við getum gert er að leggja góða vegi.“ Þá segir hann hálendisveg helsta lykillinn að því að dreifa ferðamönnum meira um landið. „Ef menn hafa einhvern áhuga á því, til dæmis Norður- og Austurland, sem myndu græða mikið á Sprengisandsvegi, með vegalengdastyttingum og sköpun nýrra hringleiða, þá verða að koma vegabætur til að koma öllum þessum fjölda ferðamanna lengra út á land.“
Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira