Markaðsmisnotkunarmálið: Var ekki einvaldur í Kaupþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. apríl 2015 10:23 Ingólfur Helgason í héraðsdómi. Vísir/GVA „Nú erum við búin að sitja hér í nokkra daga og það hefur verið dregin upp mynd af viðskiptum eins og ákæruvaldið hefur sett fram í sinni ákæru. Þá hefur verið dregin upp einhliða mynd af minni aðkomu og persónu og ég kannast ekki við sjálfan mig þar. Það er eins og ég hafi ginið yfir öllu sem var gert og verið einhvers konar einvaldur í þessum banka en það var alls ekki þannig.” Þetta sagði Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, við upphaf þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ingólfur er einn af þeim sem ákærðir eru fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í umfangsmiklu máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Ingólfur flutti stutt ávarp áður en Björn Þorvaldsson, saksóknari, hóf að spyrja hann út úr. Fór hann þar yfir menntun sína, starfsferil hjá Kaupþingi og svo samskipti sín við starfsmenn eigin viðskipta bankans sem einnig eru ákærðir í málinu.Sameiginleg ákvarðanataka Þeir hafa allir lýst því fyrir dómi að fyrirmæli um kaup eigin viðskipta á hlutabréfum í Kaupþingi hafi komið frá Ingólfi. Í morgun sagðist Ingólfur ítrekað hafa beint því til þeirra að fara að lögum og reglum og sagði að Kaupþing hafi hegðað sér eins og markaðsaðstæður voru hverju sinni. „Fyrirmæli verða síðan til með mjög margvíslegum hætti. Margt af því sem kallað hafa verið fyrirmæli hér voru ákvarðanir. Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,” sagði Ingólfur. Hann ræddi síðan stuttlega um fall Kaupþings haustið 2008. „Bresk stjórnvöld tóku yfir Kaupþing Singer og það varð til þess að móðurbankinn féll. Skilmálar lána bankans voru einfaldlega þannig að þau gjaldféllu. [...] Ég trúði því alltaf að Kaupþing myndi komast í gegnum þann ólgusjó sem var hér haustið 2008. Seðlabankinn trúði því líka eins og lánið [500 milljóna evra neyðarlán SÍ til Kaupþings 6. október 2008] sýndi.” Lýsti yfir sakleysi Ingólfur bætti því svo við að Kauphöllin og Fjármálaeftirlitið hafi keppst við að sýna fram á að viðskipti Kaupþings með hlutabréf í sjálfu sér seinustu dagana fyrir hrun hafi verið óeðlileg. „Kauphöllin hefði í raun átt að skoða hvort það hafi ekki verið tilefni til að loka markaðnum á þessum tíma. Þetta voru mjög óvenjulegar markaðsaðstæður og það hefði einfaldlega verið óábyrgt af okkur ef við hefðum farið að haga okkur eitthvað öðruvísi á markaði en áður.” Undir lokin lýsti Ingólfur svo yfir sakleysi sínu áður en saksóknari tók til við að spyrja hann út í ákæruatriðin. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Leið mjög illa dagana fyrir hrun Einar Pálmi Sigmundsson segir að menn hafi fyllst bjartsýni þegar Al Thani keypti í Kaupþingi en viku seinna var Glitnir þjóðnýttur. Þá hafi orðið straumhvörf á Íslandi. 28. apríl 2015 16:33 „Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” 28. apríl 2015 11:21 Markaðsmisnotkunarmálið: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum" Einar Pálmi Sigmundsson segir að stjórnmálamenn, bankamenn og fleiri hér á landi hafi haft áhyggjur af því í upphafi árs 2008 að einhverjir vildu „taka íslenska bankakerfið niður“. 28. apríl 2015 13:11 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
„Nú erum við búin að sitja hér í nokkra daga og það hefur verið dregin upp mynd af viðskiptum eins og ákæruvaldið hefur sett fram í sinni ákæru. Þá hefur verið dregin upp einhliða mynd af minni aðkomu og persónu og ég kannast ekki við sjálfan mig þar. Það er eins og ég hafi ginið yfir öllu sem var gert og verið einhvers konar einvaldur í þessum banka en það var alls ekki þannig.” Þetta sagði Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, við upphaf þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ingólfur er einn af þeim sem ákærðir eru fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í umfangsmiklu máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Ingólfur flutti stutt ávarp áður en Björn Þorvaldsson, saksóknari, hóf að spyrja hann út úr. Fór hann þar yfir menntun sína, starfsferil hjá Kaupþingi og svo samskipti sín við starfsmenn eigin viðskipta bankans sem einnig eru ákærðir í málinu.Sameiginleg ákvarðanataka Þeir hafa allir lýst því fyrir dómi að fyrirmæli um kaup eigin viðskipta á hlutabréfum í Kaupþingi hafi komið frá Ingólfi. Í morgun sagðist Ingólfur ítrekað hafa beint því til þeirra að fara að lögum og reglum og sagði að Kaupþing hafi hegðað sér eins og markaðsaðstæður voru hverju sinni. „Fyrirmæli verða síðan til með mjög margvíslegum hætti. Margt af því sem kallað hafa verið fyrirmæli hér voru ákvarðanir. Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,” sagði Ingólfur. Hann ræddi síðan stuttlega um fall Kaupþings haustið 2008. „Bresk stjórnvöld tóku yfir Kaupþing Singer og það varð til þess að móðurbankinn féll. Skilmálar lána bankans voru einfaldlega þannig að þau gjaldféllu. [...] Ég trúði því alltaf að Kaupþing myndi komast í gegnum þann ólgusjó sem var hér haustið 2008. Seðlabankinn trúði því líka eins og lánið [500 milljóna evra neyðarlán SÍ til Kaupþings 6. október 2008] sýndi.” Lýsti yfir sakleysi Ingólfur bætti því svo við að Kauphöllin og Fjármálaeftirlitið hafi keppst við að sýna fram á að viðskipti Kaupþings með hlutabréf í sjálfu sér seinustu dagana fyrir hrun hafi verið óeðlileg. „Kauphöllin hefði í raun átt að skoða hvort það hafi ekki verið tilefni til að loka markaðnum á þessum tíma. Þetta voru mjög óvenjulegar markaðsaðstæður og það hefði einfaldlega verið óábyrgt af okkur ef við hefðum farið að haga okkur eitthvað öðruvísi á markaði en áður.” Undir lokin lýsti Ingólfur svo yfir sakleysi sínu áður en saksóknari tók til við að spyrja hann út í ákæruatriðin.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Leið mjög illa dagana fyrir hrun Einar Pálmi Sigmundsson segir að menn hafi fyllst bjartsýni þegar Al Thani keypti í Kaupþingi en viku seinna var Glitnir þjóðnýttur. Þá hafi orðið straumhvörf á Íslandi. 28. apríl 2015 16:33 „Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” 28. apríl 2015 11:21 Markaðsmisnotkunarmálið: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum" Einar Pálmi Sigmundsson segir að stjórnmálamenn, bankamenn og fleiri hér á landi hafi haft áhyggjur af því í upphafi árs 2008 að einhverjir vildu „taka íslenska bankakerfið niður“. 28. apríl 2015 13:11 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Leið mjög illa dagana fyrir hrun Einar Pálmi Sigmundsson segir að menn hafi fyllst bjartsýni þegar Al Thani keypti í Kaupþingi en viku seinna var Glitnir þjóðnýttur. Þá hafi orðið straumhvörf á Íslandi. 28. apríl 2015 16:33
„Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” 28. apríl 2015 11:21
Markaðsmisnotkunarmálið: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum" Einar Pálmi Sigmundsson segir að stjórnmálamenn, bankamenn og fleiri hér á landi hafi haft áhyggjur af því í upphafi árs 2008 að einhverjir vildu „taka íslenska bankakerfið niður“. 28. apríl 2015 13:11