Segja brattar launahækkanir draga úr hagvexti og velferð Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2015 17:30 "Mikil verðbólga dregur úr velferð. Brattar launahækkanir leiða því ekki til aukins kaupmáttar heldur draga úr hagvexti og velferð til lengdar.“ Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir svigrúm til launahækkana án neikvæðra áhrifa á verðbólgu vera 3,5 prósent. Meiri launahækkanir myndu að jafnaði leiða til hærri verðbólgu. Breytingar á tekjuskiptingu milli hópa þurfa þó ekki að hafa slík áhrif, samkvæmt samantekt ráðuneytisins. „Mikil verðbólga dregur úr velferð. Brattar launahækkanir leiða því ekki til aukins kaupmáttar heldur draga úr hagvexti og velferð til lengdar.“ Fjármála- og efnahagsráðuneytið birtir samantekt um möguleg áhrif kjarasamninga á efnahagsmál sem unnin er út frá greiningu Seðlabankans á nokkrum sviðsmyndum kjarasamninga. Grunnviðmið samantektarinnar er opinbert tilboð Samtaka atvinnulífsins sem felur í sér 6 prósenta launahækkun á 2. og 3. ársfjórðungi 2015, 4,5 prósenta hækkun á 1. ársfjórðungi 2016 og 3,0 prósenta hækkun á 1. ársfjórðungi 2017, til viðbótar 1,5 prósent launaskriði á ári. Í samantektinni kemur fram að þrátt fyrir að launavísitala hafi hækkað um rúm 6 prósent á ári frá 1990 hafi vísitala kaupmáttar launa ekki hækkað nema um 1,3 prósent að meðaltali á ári. Samkvæmt tilboði SA segir ráðuneytið að muni verðbólga hækka vel umfram markmið Seðlabankans. Við slíkar aðstæður yrðu vextir hækkaðir og fjárfesting myndi minnka. „Krónan styrkist í fyrstu en veikist í kjölfarið, atvinnuleysi eykst eða vinnutími styttist og hagvöxtur verður minni en ella. Svigrúm ríkissjóðs til sértækra aðgerða til að liðka fyrir samningum við slíkar aðstæður er lítið.“ Seðlabankinn segir að áhrif tilboðs SA myndu valda því að vextir verði þremur prósentum hærri en ella árið 2015 og nærri fjórum prósentum hærri árið 2016. Virkir stýrivextir gætu því þá verið að minnsta kosti tvöfalt hærri en þeir eru í dag. Það er yfir níu prósent. Ráðuneytið segir að launahækkanir sem samræmist efnahagslegum stöðugleika gæfu ríkissjóði fjárhagslegt svigrúm til þess að koma til móts við þá hópa sem þurfi mest á stuðningi að halda. Þar að auki myndi skapast svigrúm til þess að örva vaxtargetu hagkerfisins. Þá myndu slíkar launahækkanir gefa tilefni til lægri vaxta en ella. Verkfall 2016 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Ertu þrjár mínútur frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir svigrúm til launahækkana án neikvæðra áhrifa á verðbólgu vera 3,5 prósent. Meiri launahækkanir myndu að jafnaði leiða til hærri verðbólgu. Breytingar á tekjuskiptingu milli hópa þurfa þó ekki að hafa slík áhrif, samkvæmt samantekt ráðuneytisins. „Mikil verðbólga dregur úr velferð. Brattar launahækkanir leiða því ekki til aukins kaupmáttar heldur draga úr hagvexti og velferð til lengdar.“ Fjármála- og efnahagsráðuneytið birtir samantekt um möguleg áhrif kjarasamninga á efnahagsmál sem unnin er út frá greiningu Seðlabankans á nokkrum sviðsmyndum kjarasamninga. Grunnviðmið samantektarinnar er opinbert tilboð Samtaka atvinnulífsins sem felur í sér 6 prósenta launahækkun á 2. og 3. ársfjórðungi 2015, 4,5 prósenta hækkun á 1. ársfjórðungi 2016 og 3,0 prósenta hækkun á 1. ársfjórðungi 2017, til viðbótar 1,5 prósent launaskriði á ári. Í samantektinni kemur fram að þrátt fyrir að launavísitala hafi hækkað um rúm 6 prósent á ári frá 1990 hafi vísitala kaupmáttar launa ekki hækkað nema um 1,3 prósent að meðaltali á ári. Samkvæmt tilboði SA segir ráðuneytið að muni verðbólga hækka vel umfram markmið Seðlabankans. Við slíkar aðstæður yrðu vextir hækkaðir og fjárfesting myndi minnka. „Krónan styrkist í fyrstu en veikist í kjölfarið, atvinnuleysi eykst eða vinnutími styttist og hagvöxtur verður minni en ella. Svigrúm ríkissjóðs til sértækra aðgerða til að liðka fyrir samningum við slíkar aðstæður er lítið.“ Seðlabankinn segir að áhrif tilboðs SA myndu valda því að vextir verði þremur prósentum hærri en ella árið 2015 og nærri fjórum prósentum hærri árið 2016. Virkir stýrivextir gætu því þá verið að minnsta kosti tvöfalt hærri en þeir eru í dag. Það er yfir níu prósent. Ráðuneytið segir að launahækkanir sem samræmist efnahagslegum stöðugleika gæfu ríkissjóði fjárhagslegt svigrúm til þess að koma til móts við þá hópa sem þurfi mest á stuðningi að halda. Þar að auki myndi skapast svigrúm til þess að örva vaxtargetu hagkerfisins. Þá myndu slíkar launahækkanir gefa tilefni til lægri vaxta en ella.
Verkfall 2016 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Ertu þrjár mínútur frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira