Bjarni kynnti tvö frumvörp um afnám hafta Ingvar Haraldsson skrifar 5. júní 2015 11:45 Bjarni Benediktsson kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun tvö frumvörp er snéru að afnámi fjármagnshafta. vísir/pjetur Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti tvö frumvörp er snéru að afnámi fjármagnshafta á ríkisstjórnarfundi í morgun. Bjarni vildi ekkert tjá sig efnislega um frumvörpin við fjölmiðla en hann bjóst við því að málið yrði kynnt opinberlega eftir helgi, líklega á mánudag eða þriðjudag. „Við ræddum í dag frumvarp sem ég lagði fyrir ríkisstjórnina um haftaafnámið og þarna eru á ferðinni tvö frumvörp sem við tókum til umræðu og hyggjumst afgreiða á mánudaginn. Þessi mál eru þannig vaxin að við hyggjumst kynna þau líka fyrir samráðshópnum sem hefur verið starfandi og þau þurfa síðan að lokinni afgreiðslu hér að fara fyrir þingflokka. Þegar þessu ferli er lokið þá munum við halda opinbera kynningu á málinu sem gæti orðið á mánudag, í síðasta lagi á þriðjudag,“ sagði Bjarni. Aðspurður um hvort von væri á málaferlum við kröfuhafa vegna svokallað stöðugleikaskatts sem lagður yrði á slitabúin vildi Bjarni ekkert spá fyrir um slíkt. „Nú ertu að spyrja mig um efnisatriði málsins sem við viljum ekki kynna fyrr en við höfum fyrst kynnt málið fyrir samráðshópi flokkanna og síðan fyrir þingflokkum. Þegar því ferli er lokið munum við halda opinbera kynningu á málinu þar sem verður farið nákvæmlega yfir efnisatriðin, en það er gríðarlega ánægjulegt og stórt skref að vera kominn fram með málið og hafa náð að leggja það fyrir ríkisstjórn og við fórum mjög ítarlega yfir málið á þessum fundi.“ Bjarni segist vonast til þess að frumvörpin verði að lögum í þessum mánuði og vonast eftir góðu samstarfi við þingið um málið. „Ég hef skynjað mjög góðan vilja hjá öðrum flokkum til að veita þessu máli sérstaka meðferð. Það er ljóst að þetta er mál sem hefur verið í undirbúningi í mjög langan tíma og það er eðlilegt að þingið vilji taka það til skoðunar, nauðsynlegrar skoðunar, og það verður gert í nefnd. En ég vonast á sama tíma til þess að við ljúkum þessu með því að gera málið að lögum í þessum mánuði.“ Hlé var gert á ríkisstjórnarfundi vegna atkvæðagreiðslu á Alþingi en fundurinn mun halda áfram síðar í dag. Gjaldeyrishöft Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti tvö frumvörp er snéru að afnámi fjármagnshafta á ríkisstjórnarfundi í morgun. Bjarni vildi ekkert tjá sig efnislega um frumvörpin við fjölmiðla en hann bjóst við því að málið yrði kynnt opinberlega eftir helgi, líklega á mánudag eða þriðjudag. „Við ræddum í dag frumvarp sem ég lagði fyrir ríkisstjórnina um haftaafnámið og þarna eru á ferðinni tvö frumvörp sem við tókum til umræðu og hyggjumst afgreiða á mánudaginn. Þessi mál eru þannig vaxin að við hyggjumst kynna þau líka fyrir samráðshópnum sem hefur verið starfandi og þau þurfa síðan að lokinni afgreiðslu hér að fara fyrir þingflokka. Þegar þessu ferli er lokið þá munum við halda opinbera kynningu á málinu sem gæti orðið á mánudag, í síðasta lagi á þriðjudag,“ sagði Bjarni. Aðspurður um hvort von væri á málaferlum við kröfuhafa vegna svokallað stöðugleikaskatts sem lagður yrði á slitabúin vildi Bjarni ekkert spá fyrir um slíkt. „Nú ertu að spyrja mig um efnisatriði málsins sem við viljum ekki kynna fyrr en við höfum fyrst kynnt málið fyrir samráðshópi flokkanna og síðan fyrir þingflokkum. Þegar því ferli er lokið munum við halda opinbera kynningu á málinu þar sem verður farið nákvæmlega yfir efnisatriðin, en það er gríðarlega ánægjulegt og stórt skref að vera kominn fram með málið og hafa náð að leggja það fyrir ríkisstjórn og við fórum mjög ítarlega yfir málið á þessum fundi.“ Bjarni segist vonast til þess að frumvörpin verði að lögum í þessum mánuði og vonast eftir góðu samstarfi við þingið um málið. „Ég hef skynjað mjög góðan vilja hjá öðrum flokkum til að veita þessu máli sérstaka meðferð. Það er ljóst að þetta er mál sem hefur verið í undirbúningi í mjög langan tíma og það er eðlilegt að þingið vilji taka það til skoðunar, nauðsynlegrar skoðunar, og það verður gert í nefnd. En ég vonast á sama tíma til þess að við ljúkum þessu með því að gera málið að lögum í þessum mánuði.“ Hlé var gert á ríkisstjórnarfundi vegna atkvæðagreiðslu á Alþingi en fundurinn mun halda áfram síðar í dag.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent