Smáþjóðaleikarnir settir í Laugardalshöll 1. júní 2015 20:18 Smáþjóðaleikarnir voru settir með formlegum hætti í Laugardalshöll í kvöld. Leikarnir eiga sér þrjátíu ára sögu og er þetta í annað sinn sem leikarnir fara fram hér á landi. Þóra Arnórsdóttir flutti setningarræðu leikanna og kynnti þátttökuþjóðirnar til leiks en áður hafði Páll Óskar Hjálmtýsson flutti mörg af sínum þekktustu lögum. Lárus Blöndal ÍSÍ, forseti ÍSÍ, var þá einnig með tölu. Afreksíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir steig jafnframt á stokk og fór með eið fyrir hönd keppenda en Sandra Dögg Árnadóttir þjálfari í fimleikum fyrir hönd þjálfara. Á Smáþjóðaleikunum 2015 er keppt í ellefu íþróttagreinum Þær eru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, körfuknattleikur, blak, strandblak, áhaldafimleikar og golf en keppendur er rúmlega 700 talsins í ár. Alls telja þátttakendur; keppendur, þjálfarar og fylgdarlið um 1200 manns.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lét mynda sig með lukkudýri leikanna, Blossa.MYND/TWITTERFimleikar og golf eru valgreinar á leikunum í ár en sú þjóð sem heldur leikana getur valið tvær keppnisgreinar og er þetta í fyrsta skipti sem keppt verður í golfi á Smáþjóðaleikum. Þátttökurétt á Smáþjóðaleikunum eiga þjóðir með íbúatölu undir einni milljón en þessar þjóðir eru Andorra, Ísland, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, Mónakó og San Marínó. Formleg dagskrá hefst klukkan níu í fyrramálið þegar skotíþróttamenn hefja keppni í Íþróttahúsi ÍFR í Hátúni. Keppendur í sundi, borðtennis og tennis hefja keppni klukkuan 10. Einnig er keppt í blaki, frjálsum, fimleikum, körfuknattleik og strandblaki á morgun en nánari upplýsingar um dagskrá leikanna má nálgast hér.Íslensku keppendurnir hafa alla jafna átt góðu gengi að fagna á Smáþjóðaleikum en þeir eiga næstflest verðlaun í sögu leikanna, á eftir Kýpur. Frítt er inn á alla íþróttaviðburði og eru allir hvattir til þess að nýta sér þetta „einstaka tækifæri til þess að koma og sjá heimsklassa íþróttamenn sýna hvað í þeim býr,“ eins og komist er að orði á vefsíðu leikanna. Fimleikar Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leo vann brons í Svíþjóð Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sjá meira
Smáþjóðaleikarnir voru settir með formlegum hætti í Laugardalshöll í kvöld. Leikarnir eiga sér þrjátíu ára sögu og er þetta í annað sinn sem leikarnir fara fram hér á landi. Þóra Arnórsdóttir flutti setningarræðu leikanna og kynnti þátttökuþjóðirnar til leiks en áður hafði Páll Óskar Hjálmtýsson flutti mörg af sínum þekktustu lögum. Lárus Blöndal ÍSÍ, forseti ÍSÍ, var þá einnig með tölu. Afreksíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir steig jafnframt á stokk og fór með eið fyrir hönd keppenda en Sandra Dögg Árnadóttir þjálfari í fimleikum fyrir hönd þjálfara. Á Smáþjóðaleikunum 2015 er keppt í ellefu íþróttagreinum Þær eru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, körfuknattleikur, blak, strandblak, áhaldafimleikar og golf en keppendur er rúmlega 700 talsins í ár. Alls telja þátttakendur; keppendur, þjálfarar og fylgdarlið um 1200 manns.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lét mynda sig með lukkudýri leikanna, Blossa.MYND/TWITTERFimleikar og golf eru valgreinar á leikunum í ár en sú þjóð sem heldur leikana getur valið tvær keppnisgreinar og er þetta í fyrsta skipti sem keppt verður í golfi á Smáþjóðaleikum. Þátttökurétt á Smáþjóðaleikunum eiga þjóðir með íbúatölu undir einni milljón en þessar þjóðir eru Andorra, Ísland, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, Mónakó og San Marínó. Formleg dagskrá hefst klukkan níu í fyrramálið þegar skotíþróttamenn hefja keppni í Íþróttahúsi ÍFR í Hátúni. Keppendur í sundi, borðtennis og tennis hefja keppni klukkuan 10. Einnig er keppt í blaki, frjálsum, fimleikum, körfuknattleik og strandblaki á morgun en nánari upplýsingar um dagskrá leikanna má nálgast hér.Íslensku keppendurnir hafa alla jafna átt góðu gengi að fagna á Smáþjóðaleikum en þeir eiga næstflest verðlaun í sögu leikanna, á eftir Kýpur. Frítt er inn á alla íþróttaviðburði og eru allir hvattir til þess að nýta sér þetta „einstaka tækifæri til þess að koma og sjá heimsklassa íþróttamenn sýna hvað í þeim býr,“ eins og komist er að orði á vefsíðu leikanna.
Fimleikar Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leo vann brons í Svíþjóð Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sjá meira