Tuttugu efstu greiða á við 730 meðallaun fiskverkafólks í skatt Heimir Már Pétursson skrifar 24. júlí 2015 19:15 Útgerðarmenn í Vestmannaeyjum eru skattakóngur og skattadrottning á þessu ári og greiða sameiginlega í skatt svipaða uphæð og um tvö hundruð starfsmenn í fiskvinnslu fá í árslaun. Kári Stefánsson stekkur upp um tíu sæti á listanum yfir hæstu skattgreiðendur. Fólk í útgerð er áberandi í efstu sætum yfir þá sem greiða mest í tekjuskatt vegna tekna á síðasta ári og þar eiga Vestmannaeyingar bæði kónginn og drottninguna. Þórður Rafn Sigurðsson greiðir hæstan tekjuskatt Íslendinga vegna tekna á síðasta ári eða 671 milljón króna. En hann seldi útgerðarfyrirtækið Dala-Rafn í fyrra. Guðbjörg M. Matthíasdóttir, útgerðarkona í Vestmannaeyjum og einn aðaleigenda útgáfufélags Morgunblaðsins, greiðir mest kvenna eða 127,3 milljónir króna. Skattgreiðslur þeirra tveggja svara til um 200 meðllauna fólks í fiskvinnslu. Guðbjörg fellur niður um sex sæti en hún var í öðru sæti yfir gjaldendur í fyrra. Þar er nú annar útgerðarmaður, Þorsteinn Sigurðsson kenndur við útgerðarfélagið Stálskip í Hafnarfirði, sem var selt í fyrra. Hann greiðir 304,6 milljónir króna. Erfðaprinsinn Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðargreiningar, gerir annað og meira en að telja litninga. Hann telur líka krónur og aura og greiðir ríkissjóði 277,5 milljónir króna í tekjuskatt í ár. Stekkur úr þrettánda sæti í það þriðja yfir hæstu skattgreiðendur. Í fjórða sæti er Gunnar Torfason í Reykjavík með 181 milljón og á eftir honum koma Davíð Freyr Albertsson í Kópavogi með 173 milljónir, Bertil Martin Hansson í Reykjavík með 140 milljónir, Jón Guðmann Pétursson í Kópavogi með 136 milljónir, þá Guðbjörg M. Matthíasdóttir og þekktir útgerðarmenn fyrir neðan hana eru Kristján V. Vilhelmsson Akureyri með rúmar 110 milljónir og Adolf Guðmundsson á Seyðisfirði með 102 milljónir. Sautján karlar og þrjár konur eru á lista yfir þá tuttugu einstaklinga sem greiða mest í skatta vegna tekna á síðasta ári. Samtals greiðir þessi hópur rúmlega 3,1 milljarð króna í tekjuskatt. Það svarar til meðalárslauna um 740 manns í fiskvinnslu. Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Þórður Rafn Sigurðsson skattakóngur Íslands 2015 Skattakóngur ársins í ár greiddi helmingi meira í skatt en skattakóngur síðasta árs. 24. júlí 2015 09:43 Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Útgerðarmenn í Vestmannaeyjum eru skattakóngur og skattadrottning á þessu ári og greiða sameiginlega í skatt svipaða uphæð og um tvö hundruð starfsmenn í fiskvinnslu fá í árslaun. Kári Stefánsson stekkur upp um tíu sæti á listanum yfir hæstu skattgreiðendur. Fólk í útgerð er áberandi í efstu sætum yfir þá sem greiða mest í tekjuskatt vegna tekna á síðasta ári og þar eiga Vestmannaeyingar bæði kónginn og drottninguna. Þórður Rafn Sigurðsson greiðir hæstan tekjuskatt Íslendinga vegna tekna á síðasta ári eða 671 milljón króna. En hann seldi útgerðarfyrirtækið Dala-Rafn í fyrra. Guðbjörg M. Matthíasdóttir, útgerðarkona í Vestmannaeyjum og einn aðaleigenda útgáfufélags Morgunblaðsins, greiðir mest kvenna eða 127,3 milljónir króna. Skattgreiðslur þeirra tveggja svara til um 200 meðllauna fólks í fiskvinnslu. Guðbjörg fellur niður um sex sæti en hún var í öðru sæti yfir gjaldendur í fyrra. Þar er nú annar útgerðarmaður, Þorsteinn Sigurðsson kenndur við útgerðarfélagið Stálskip í Hafnarfirði, sem var selt í fyrra. Hann greiðir 304,6 milljónir króna. Erfðaprinsinn Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðargreiningar, gerir annað og meira en að telja litninga. Hann telur líka krónur og aura og greiðir ríkissjóði 277,5 milljónir króna í tekjuskatt í ár. Stekkur úr þrettánda sæti í það þriðja yfir hæstu skattgreiðendur. Í fjórða sæti er Gunnar Torfason í Reykjavík með 181 milljón og á eftir honum koma Davíð Freyr Albertsson í Kópavogi með 173 milljónir, Bertil Martin Hansson í Reykjavík með 140 milljónir, Jón Guðmann Pétursson í Kópavogi með 136 milljónir, þá Guðbjörg M. Matthíasdóttir og þekktir útgerðarmenn fyrir neðan hana eru Kristján V. Vilhelmsson Akureyri með rúmar 110 milljónir og Adolf Guðmundsson á Seyðisfirði með 102 milljónir. Sautján karlar og þrjár konur eru á lista yfir þá tuttugu einstaklinga sem greiða mest í skatta vegna tekna á síðasta ári. Samtals greiðir þessi hópur rúmlega 3,1 milljarð króna í tekjuskatt. Það svarar til meðalárslauna um 740 manns í fiskvinnslu.
Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Þórður Rafn Sigurðsson skattakóngur Íslands 2015 Skattakóngur ársins í ár greiddi helmingi meira í skatt en skattakóngur síðasta árs. 24. júlí 2015 09:43 Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Þórður Rafn Sigurðsson skattakóngur Íslands 2015 Skattakóngur ársins í ár greiddi helmingi meira í skatt en skattakóngur síðasta árs. 24. júlí 2015 09:43