Arnar: Ákvörðunin um að svipta mig titlinum kom á óvart Kristinn Páll Teitsson skrifar 19. ágúst 2015 18:00 Arnar Pétursson. Vísir/Stefán Arnar Pétursson, sem bar sigur úr býtum í víðavangshlaupi ÍR þann 23. apríl síðastliðinn, sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann gagnrýnir ákvörðun Frjálsíþróttasambands Íslands að svipta hann titlinum. Um var að ræða Íslandsmeistaramótið í 5 kílómetra götuhlaupi en Arnar stytti leið sína að endamarkinu undir lok hlaupsins. Var hann í harðri baráttu við Ingvar Hjartason úr Fjölni á þeim tímapunkti en hann kom í mark örfáum sekúndubrotum á undan Ingvari. Arnar gagnrýndi merkingar í hlaupinu á sínum tíma í Íslandi í dag en ÍR-ingar tóku fyrir að eitthvað hefði farið úrskeiðis í merkingunum á hlaupinu. Segir Arnar í tilkynningunni, sem sjá má hér fyrir neðan, að hann hafi þurft að hoppa yfir malbikið til þess að rekast ekki á staur í vegi sínum. Hann hafi ekki gert sér grein fyrir því hvort hann væri að stytta sér leið. Hann endar tilkynninguna á því að segja að hann muni ekki aðhafast meir í málinu en segist ekki hafa vitað af því að stjórn FRÍ hafi verið að aðhafast í málinu. Hafi hann ekki fengið tækifæri á að útskýra sitt mál.Yfirlýsing Arnars: Ég vil byrja á því að koma því á framfæri að það var algjörlega óviljandi þegar ég skar loka beygjuna í Víðavangshlaupi ÍR 23. apríl sl. Það breytir því ekki að þessi ákvörðun stjórnar FRÍ kom mér mjög á óvart enda vissi ég ekki að það væri verið að fara að taka ákvörðun í þessu máli heldur frétti ég af þessu á svipuðum tíma og fjölmiðlar. Á engu stigi málsins var haft samband við mig og beðið um mitt álit eða ég látinn vita að von væri á niðurstöðu. Þau gögn sem stjórn FRÍ byggði ákvörðunina sína á voru að mér sýnist eingöngu framburður kæranda og myndbandsupptaka frá einu sjónarhorni en það má deila um hvort það gefi rétta mynd á það sem gerðist í raun og veru. Ástæða þessa atviks er fyrst og fremst vegna þess að brautarmerkingar voru því miður ófullnægjandi. Ég var á fullri ferð með mjólkursýru upp í haus á lokasprettinum og um leið og ég var búinn að taka skrefið til að taka beygjuna þá var það næsta sem ég sá staur, þetta var í fyrsta og eina skiptið sem ég sé staurinn. Á þeim tímapunkti var ekki möguleiki að taka aðra stefnubreytingu til að fara hægra megin við staurinn svo ég endaði með að fara vinstra megin við hann og þá fyrst fór ég yfir gangstéttarbrún. Á milli fánaborgarinnar og staursins var hinsvegar engin keila eða hindrun sem ég fór yfir heldur var þar auð gata sem olli því að ég hélt að þetta væri rétta beygjan til að byrja með. Því miður hefur þetta mál og sérstaklega umræðan í kringum það farið úr böndunum alveg frá byrjun og er hægt að telja til marga þætti sem því ollu. Til að mynda var brautin ekki nægilega skýrt afmörkuð svo hún bauð upp á að fólk gæti stytt sér leið á ýmsum köflum í brautinni. Einnig vantaði yfirdómara frá FRÍ til að fylgjast með framgangi hlaupsins. Svo eru kommentakerfi ekki beint sett upp með það í huga að fólk kynni sér málið til hlítar. Í staðinn er málið sett upp þannig að ég er í raun ásakaður um að hafa stytt mér leið viljandi sem gæti ekki verið fjarri sannleikanum. Þetta er ekki ósvipað því ef að íþróttamaður myndi stíga óviljandi á línuna í hringhlaupi. Þó að það sé hægt að benda á ótal galla í meðferð á þessu máli alveg frá byrjun þá tel ég það ekki vera íþróttinni eða mér til framdráttar að halda áfram að karpa í þessu máli enda er svo miklu skemmtilegra að keppa í hlaupum en að deila á vettvangi sem þessum. Ef FRÍ telur að þetta sé réttasta niðurstaðan þá mun ég ekki aðhafast meira í málinu og vona ég að bæði frjálsíþróttaforystan og aðrir áhugamenn um hlaup geti beint kröftum sínum í aðra og meira uppbyggjandi hluti. Ég ætla í það minnsta að gera það. Arnar Pétursson Hlaup Tengdar fréttir Slakt að keppandi þurfi að kæra er brautarverðir sjá brotið Ingvar Hjartarson, sem varð að sætta sig við silfurverðlaun í umdeildu Víðavangshlaupi ÍR, er ekki par sáttur við þá niðurstöðu að Arnar Pétursson fái að halda gullverðlaunum sínum. 28. apríl 2015 12:26 Arnar rauf engar merkingar og kærufrestur runninn út Mótshaldarar Víðavangshlaups ÍR vilja koma á framfæri að framkvæmd hlaupsins og merkingar brautar hafi verið í samræmi við það sem tíðkast hefur hérlendis með hlaup sem þetta. 28. apríl 2015 11:20 Arnar: Get fullvissað fólk um að ég vil ekki ósanngjarnt forskot á keppinauta mína Arnar Pétursson vonast til að atvikið í Víðavangshlaupi ÍR verði til að mótshaldarar læri af því. 30. apríl 2015 19:20 Aníta og Arnar fljótust í 100. Víðavangshlaupi ÍR Sögulegt hlaup fór fram í miðbæ Reykjavíkur í morgun en úrslitin komu ekki á óvart. 23. apríl 2015 12:43 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Sjá meira
Arnar Pétursson, sem bar sigur úr býtum í víðavangshlaupi ÍR þann 23. apríl síðastliðinn, sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann gagnrýnir ákvörðun Frjálsíþróttasambands Íslands að svipta hann titlinum. Um var að ræða Íslandsmeistaramótið í 5 kílómetra götuhlaupi en Arnar stytti leið sína að endamarkinu undir lok hlaupsins. Var hann í harðri baráttu við Ingvar Hjartason úr Fjölni á þeim tímapunkti en hann kom í mark örfáum sekúndubrotum á undan Ingvari. Arnar gagnrýndi merkingar í hlaupinu á sínum tíma í Íslandi í dag en ÍR-ingar tóku fyrir að eitthvað hefði farið úrskeiðis í merkingunum á hlaupinu. Segir Arnar í tilkynningunni, sem sjá má hér fyrir neðan, að hann hafi þurft að hoppa yfir malbikið til þess að rekast ekki á staur í vegi sínum. Hann hafi ekki gert sér grein fyrir því hvort hann væri að stytta sér leið. Hann endar tilkynninguna á því að segja að hann muni ekki aðhafast meir í málinu en segist ekki hafa vitað af því að stjórn FRÍ hafi verið að aðhafast í málinu. Hafi hann ekki fengið tækifæri á að útskýra sitt mál.Yfirlýsing Arnars: Ég vil byrja á því að koma því á framfæri að það var algjörlega óviljandi þegar ég skar loka beygjuna í Víðavangshlaupi ÍR 23. apríl sl. Það breytir því ekki að þessi ákvörðun stjórnar FRÍ kom mér mjög á óvart enda vissi ég ekki að það væri verið að fara að taka ákvörðun í þessu máli heldur frétti ég af þessu á svipuðum tíma og fjölmiðlar. Á engu stigi málsins var haft samband við mig og beðið um mitt álit eða ég látinn vita að von væri á niðurstöðu. Þau gögn sem stjórn FRÍ byggði ákvörðunina sína á voru að mér sýnist eingöngu framburður kæranda og myndbandsupptaka frá einu sjónarhorni en það má deila um hvort það gefi rétta mynd á það sem gerðist í raun og veru. Ástæða þessa atviks er fyrst og fremst vegna þess að brautarmerkingar voru því miður ófullnægjandi. Ég var á fullri ferð með mjólkursýru upp í haus á lokasprettinum og um leið og ég var búinn að taka skrefið til að taka beygjuna þá var það næsta sem ég sá staur, þetta var í fyrsta og eina skiptið sem ég sé staurinn. Á þeim tímapunkti var ekki möguleiki að taka aðra stefnubreytingu til að fara hægra megin við staurinn svo ég endaði með að fara vinstra megin við hann og þá fyrst fór ég yfir gangstéttarbrún. Á milli fánaborgarinnar og staursins var hinsvegar engin keila eða hindrun sem ég fór yfir heldur var þar auð gata sem olli því að ég hélt að þetta væri rétta beygjan til að byrja með. Því miður hefur þetta mál og sérstaklega umræðan í kringum það farið úr böndunum alveg frá byrjun og er hægt að telja til marga þætti sem því ollu. Til að mynda var brautin ekki nægilega skýrt afmörkuð svo hún bauð upp á að fólk gæti stytt sér leið á ýmsum köflum í brautinni. Einnig vantaði yfirdómara frá FRÍ til að fylgjast með framgangi hlaupsins. Svo eru kommentakerfi ekki beint sett upp með það í huga að fólk kynni sér málið til hlítar. Í staðinn er málið sett upp þannig að ég er í raun ásakaður um að hafa stytt mér leið viljandi sem gæti ekki verið fjarri sannleikanum. Þetta er ekki ósvipað því ef að íþróttamaður myndi stíga óviljandi á línuna í hringhlaupi. Þó að það sé hægt að benda á ótal galla í meðferð á þessu máli alveg frá byrjun þá tel ég það ekki vera íþróttinni eða mér til framdráttar að halda áfram að karpa í þessu máli enda er svo miklu skemmtilegra að keppa í hlaupum en að deila á vettvangi sem þessum. Ef FRÍ telur að þetta sé réttasta niðurstaðan þá mun ég ekki aðhafast meira í málinu og vona ég að bæði frjálsíþróttaforystan og aðrir áhugamenn um hlaup geti beint kröftum sínum í aðra og meira uppbyggjandi hluti. Ég ætla í það minnsta að gera það. Arnar Pétursson
Hlaup Tengdar fréttir Slakt að keppandi þurfi að kæra er brautarverðir sjá brotið Ingvar Hjartarson, sem varð að sætta sig við silfurverðlaun í umdeildu Víðavangshlaupi ÍR, er ekki par sáttur við þá niðurstöðu að Arnar Pétursson fái að halda gullverðlaunum sínum. 28. apríl 2015 12:26 Arnar rauf engar merkingar og kærufrestur runninn út Mótshaldarar Víðavangshlaups ÍR vilja koma á framfæri að framkvæmd hlaupsins og merkingar brautar hafi verið í samræmi við það sem tíðkast hefur hérlendis með hlaup sem þetta. 28. apríl 2015 11:20 Arnar: Get fullvissað fólk um að ég vil ekki ósanngjarnt forskot á keppinauta mína Arnar Pétursson vonast til að atvikið í Víðavangshlaupi ÍR verði til að mótshaldarar læri af því. 30. apríl 2015 19:20 Aníta og Arnar fljótust í 100. Víðavangshlaupi ÍR Sögulegt hlaup fór fram í miðbæ Reykjavíkur í morgun en úrslitin komu ekki á óvart. 23. apríl 2015 12:43 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Sjá meira
Slakt að keppandi þurfi að kæra er brautarverðir sjá brotið Ingvar Hjartarson, sem varð að sætta sig við silfurverðlaun í umdeildu Víðavangshlaupi ÍR, er ekki par sáttur við þá niðurstöðu að Arnar Pétursson fái að halda gullverðlaunum sínum. 28. apríl 2015 12:26
Arnar rauf engar merkingar og kærufrestur runninn út Mótshaldarar Víðavangshlaups ÍR vilja koma á framfæri að framkvæmd hlaupsins og merkingar brautar hafi verið í samræmi við það sem tíðkast hefur hérlendis með hlaup sem þetta. 28. apríl 2015 11:20
Arnar: Get fullvissað fólk um að ég vil ekki ósanngjarnt forskot á keppinauta mína Arnar Pétursson vonast til að atvikið í Víðavangshlaupi ÍR verði til að mótshaldarar læri af því. 30. apríl 2015 19:20
Aníta og Arnar fljótust í 100. Víðavangshlaupi ÍR Sögulegt hlaup fór fram í miðbæ Reykjavíkur í morgun en úrslitin komu ekki á óvart. 23. apríl 2015 12:43