Sjálfskapaður vítahringur Seðlabankans skjóðan skrifar 19. ágúst 2015 07:00 Í dag birtir Seðlabankinn vaxtaákvörðun. Greiningardeildir bankanna búast við 50 punkta hækkun og Seðlabankinn hefur sjálfur lofað/hótað bröttu vaxtahækkunarferli í kjölfar kjarasamninga sem gerðir voru í vor. Fjármálaráðherra hefur varað Seðlabankann við því að hækka vexti um of og beint því til bankans að hann taki tillit til vaxtastigs í okkar nágranna- og viðskiptalöndum við vaxtaákvarðanir. Seðlabankinn ætti að íhuga orð ráðherrans vandlega. Það er staðreynd að Seðlabanki Íslands hefur haldið vöxtum hér á landi margföldum á við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar allt frá hruni. Raunar var svimandi hávaxtastefna einnig rekin hér fyrir hrun með skelfilegum afleiðingum. Íslenskir ofurvextir drógu hingað áhættusækna spákaupmenn sem stunduðu svonefnd vaxtamunarviðskipti (e. carry-trade), sem felast í því að peningar eru teknir að láni í lágvaxtamynt og fjárfestir í hávaxtamynt. Nú munu vaxtamunarspákaupmenn vera mættir á svæðið á nýjan leik. Seðlabankinn hefur fagnað því sem bendir til að þar á bæ þjáist menn af því, sem kennt hefur verið við gullfiskaminni. Ein ástæða þess að Seðlabanki Íslands hefur rekið hávaxtastefnu í gegnum alvarlegustu fjármálakreppu sem Ísland hefur gengið í gegnum á lýðveldistímanum er að vextir Seðlabankans hafa einungis áhrif á hluta peningakerfisins. Seðlabankavextir hafa lítil sem engin áhrif á kostnað við verðtryggðar lánaskuldbindingar til skemmri tíma og raunar mjög takmörkuð áhrif til lengri tíma. Þar sem vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa einungis áhrif á hluta peningakerfisins, eða þann óverðtryggða, telur bankinn sig þurfa að halda vöxtum hærri en ella og breyta þeim í stærri stökkum en tíðkast í öðrum löndum, sem ekki menga sitt peningakerfi með verðtryggðum lánum til heimila og fyrirtækja. Akkilesarhæll þessarar peningastefnu Seðlabankans er að þegar vöxtum er haldið svimandi háum á óverðtryggðum lánaskuldbindingum ýtir peningastefnan heimilum og fyrirtækjum í lántökur í verðtryggðri krónu, sem aftur dregur úr áhrifum vaxtaákvarðana Seðlabankans. Þannig hefur hávaxtastefna Seðlabankans leitt bankann og hagkerfið inn í sjálfskapaðan vítahring ofurvaxta, sem grefur undan samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Fjármagnskostnaður íslenskra fyrirtækja er margfalt hærri en fyrirtækja í nágrannalöndum. Hár vaxtakostnaður heimila í landinu veldur því að húsnæðiskostnaður íslensks almennings er miklum mun hærri en þekkist meðal annarra þjóða. Þessi mikli kostnaður kallar á hærri laun en ella, sem aftur eykur kostnað fyrirtækja og dregur úr samkeppnishæfni þeirra. Verðtrygging og hávaxtastefna eykur verðbólguþrýsting í hagkerfinu. Atvinnulífið og heimilin í landinu gætu ekki fengið betri fréttir í dag en að Seðlabankinn gefi til kynna að hann geri sér grein fyrir því hverjar raunverulegar afleiðingar hávaxtastefnu hans eru og hann muni bæta ráð sitt.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira
Í dag birtir Seðlabankinn vaxtaákvörðun. Greiningardeildir bankanna búast við 50 punkta hækkun og Seðlabankinn hefur sjálfur lofað/hótað bröttu vaxtahækkunarferli í kjölfar kjarasamninga sem gerðir voru í vor. Fjármálaráðherra hefur varað Seðlabankann við því að hækka vexti um of og beint því til bankans að hann taki tillit til vaxtastigs í okkar nágranna- og viðskiptalöndum við vaxtaákvarðanir. Seðlabankinn ætti að íhuga orð ráðherrans vandlega. Það er staðreynd að Seðlabanki Íslands hefur haldið vöxtum hér á landi margföldum á við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar allt frá hruni. Raunar var svimandi hávaxtastefna einnig rekin hér fyrir hrun með skelfilegum afleiðingum. Íslenskir ofurvextir drógu hingað áhættusækna spákaupmenn sem stunduðu svonefnd vaxtamunarviðskipti (e. carry-trade), sem felast í því að peningar eru teknir að láni í lágvaxtamynt og fjárfestir í hávaxtamynt. Nú munu vaxtamunarspákaupmenn vera mættir á svæðið á nýjan leik. Seðlabankinn hefur fagnað því sem bendir til að þar á bæ þjáist menn af því, sem kennt hefur verið við gullfiskaminni. Ein ástæða þess að Seðlabanki Íslands hefur rekið hávaxtastefnu í gegnum alvarlegustu fjármálakreppu sem Ísland hefur gengið í gegnum á lýðveldistímanum er að vextir Seðlabankans hafa einungis áhrif á hluta peningakerfisins. Seðlabankavextir hafa lítil sem engin áhrif á kostnað við verðtryggðar lánaskuldbindingar til skemmri tíma og raunar mjög takmörkuð áhrif til lengri tíma. Þar sem vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa einungis áhrif á hluta peningakerfisins, eða þann óverðtryggða, telur bankinn sig þurfa að halda vöxtum hærri en ella og breyta þeim í stærri stökkum en tíðkast í öðrum löndum, sem ekki menga sitt peningakerfi með verðtryggðum lánum til heimila og fyrirtækja. Akkilesarhæll þessarar peningastefnu Seðlabankans er að þegar vöxtum er haldið svimandi háum á óverðtryggðum lánaskuldbindingum ýtir peningastefnan heimilum og fyrirtækjum í lántökur í verðtryggðri krónu, sem aftur dregur úr áhrifum vaxtaákvarðana Seðlabankans. Þannig hefur hávaxtastefna Seðlabankans leitt bankann og hagkerfið inn í sjálfskapaðan vítahring ofurvaxta, sem grefur undan samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Fjármagnskostnaður íslenskra fyrirtækja er margfalt hærri en fyrirtækja í nágrannalöndum. Hár vaxtakostnaður heimila í landinu veldur því að húsnæðiskostnaður íslensks almennings er miklum mun hærri en þekkist meðal annarra þjóða. Þessi mikli kostnaður kallar á hærri laun en ella, sem aftur eykur kostnað fyrirtækja og dregur úr samkeppnishæfni þeirra. Verðtrygging og hávaxtastefna eykur verðbólguþrýsting í hagkerfinu. Atvinnulífið og heimilin í landinu gætu ekki fengið betri fréttir í dag en að Seðlabankinn gefi til kynna að hann geri sér grein fyrir því hverjar raunverulegar afleiðingar hávaxtastefnu hans eru og hann muni bæta ráð sitt.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira