Rangt að sótt sé að gömlum húsum í miðborginni Heimir Már Pétursson skrifar 27. ágúst 2015 20:57 Formaður skipulagsráðs borgarinnar fagnar áhuga forsætisráðherra á skipulagi miðborgarinnar. Það sé hins vegar rangt að sótt sé að gömlum timburhúsum í borginni og hann minnir á að ríkið eigi sjálft holur og reiti í borginni sem staðið hafi óbyggðir lengi. Uppbygging í miðborginni fer eftir samþykktu deiliskipulagi en ljóst er að miðborgin mun taka miklum breytingum á næstu árum vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda víðs vegar á miðborgarsvæðinu. Miklar umræður hafa verið um það hús sem rísa á á lóð Íslandsbanka eftir að búið er að rífa þá byggingu sem fyrir er. Húsið sem á að byggja er í allt öðrum stíl en húsin sitthvoru megin við. Formaður skipulagsráðs segir fagnaðarefni að forsætisráðherra sýni borginni og miðborginni áhuga. Það sama verði ekki sagt um marga þingmenn Reykjavíkur. „Ég verð hinsvegar að segja að ég er ekki sammála því sem að hann segir um að hér sé verið að sækja að gömlum timburhúsum. Það er bara rangt. Það hefur átt sér stað mikið starf í því að vernda og gera upp gömul timburhús. Ekki síst hérna í norðanverðu Skólavörðuholti. Ég er líka ósammála þeirri hugmynd sem hann setur fram um að byggja stórt timburhótel á Ingólfstorgi. Ég held að það sé ekki góð hugmynd,“ segir Hjálmar Jónsson. Hjálmar segir það ágætis hugmynd að nýtt hús á Íslandsbankareitnum kallist á við húsin í kring enda sé ekki búið að ákveða að byggja það hús sem sýnt hafi verið í fjölmiðlum og enn sé verið að skoða kosti. „Menn verða að velja sér sjónarhorn og mælikvarða. Hérna í Vonarstræti eru líka mjög flott steinsteypuhús, annað teiknað af Guðjóni Samúelssyni. Það má líka nota það sem mælikvarða. En þegar við erum komin út í svona deilur um fagurfræði, þá er oft erfitt að finna sameiginlega lausn.“ Forsætisráðherra hafi haft tækifæri sem varaformaður í umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar á sínum tíma til að hafa áhrif á skipulag lóða við Tollhúsið og Hörpu en ekki gert það. Ráðherra gæti hins vegar litið sér nær varðandi stóra helgunarreiti Alþingis og ríkisins í miðborginni. „Þar sem ekkert hefur gerst. Ég er að tala um risastóra malarlóð beint fyrir framan ráðhúsið við Tjarnargötu og Vonarstræti sem er orðinn einhver lager fyrir verktaka. Ég er að tala um risastórar auðar lóðir við Sölvhólsgötu og holuna sem að hefur verið kölluð Hola hinna íslensku fræða, við Suðurgötuna. Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28 Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Borgarstjóri svarar forsætisráðherra í stöðuuppfærslu sem hann birtir á Facebook. 27. ágúst 2015 14:09 Kemur til greina að ríkið grípi inn í skipulag miðborgarinnar Forsætisráðherra segir skipulagsslys blasa við í miðborginni. Best væri að ríki og borg leystu málið í sameiningu. 27. ágúst 2015 20:24 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Formaður skipulagsráðs borgarinnar fagnar áhuga forsætisráðherra á skipulagi miðborgarinnar. Það sé hins vegar rangt að sótt sé að gömlum timburhúsum í borginni og hann minnir á að ríkið eigi sjálft holur og reiti í borginni sem staðið hafi óbyggðir lengi. Uppbygging í miðborginni fer eftir samþykktu deiliskipulagi en ljóst er að miðborgin mun taka miklum breytingum á næstu árum vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda víðs vegar á miðborgarsvæðinu. Miklar umræður hafa verið um það hús sem rísa á á lóð Íslandsbanka eftir að búið er að rífa þá byggingu sem fyrir er. Húsið sem á að byggja er í allt öðrum stíl en húsin sitthvoru megin við. Formaður skipulagsráðs segir fagnaðarefni að forsætisráðherra sýni borginni og miðborginni áhuga. Það sama verði ekki sagt um marga þingmenn Reykjavíkur. „Ég verð hinsvegar að segja að ég er ekki sammála því sem að hann segir um að hér sé verið að sækja að gömlum timburhúsum. Það er bara rangt. Það hefur átt sér stað mikið starf í því að vernda og gera upp gömul timburhús. Ekki síst hérna í norðanverðu Skólavörðuholti. Ég er líka ósammála þeirri hugmynd sem hann setur fram um að byggja stórt timburhótel á Ingólfstorgi. Ég held að það sé ekki góð hugmynd,“ segir Hjálmar Jónsson. Hjálmar segir það ágætis hugmynd að nýtt hús á Íslandsbankareitnum kallist á við húsin í kring enda sé ekki búið að ákveða að byggja það hús sem sýnt hafi verið í fjölmiðlum og enn sé verið að skoða kosti. „Menn verða að velja sér sjónarhorn og mælikvarða. Hérna í Vonarstræti eru líka mjög flott steinsteypuhús, annað teiknað af Guðjóni Samúelssyni. Það má líka nota það sem mælikvarða. En þegar við erum komin út í svona deilur um fagurfræði, þá er oft erfitt að finna sameiginlega lausn.“ Forsætisráðherra hafi haft tækifæri sem varaformaður í umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar á sínum tíma til að hafa áhrif á skipulag lóða við Tollhúsið og Hörpu en ekki gert það. Ráðherra gæti hins vegar litið sér nær varðandi stóra helgunarreiti Alþingis og ríkisins í miðborginni. „Þar sem ekkert hefur gerst. Ég er að tala um risastóra malarlóð beint fyrir framan ráðhúsið við Tjarnargötu og Vonarstræti sem er orðinn einhver lager fyrir verktaka. Ég er að tala um risastórar auðar lóðir við Sölvhólsgötu og holuna sem að hefur verið kölluð Hola hinna íslensku fræða, við Suðurgötuna.
Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28 Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Borgarstjóri svarar forsætisráðherra í stöðuuppfærslu sem hann birtir á Facebook. 27. ágúst 2015 14:09 Kemur til greina að ríkið grípi inn í skipulag miðborgarinnar Forsætisráðherra segir skipulagsslys blasa við í miðborginni. Best væri að ríki og borg leystu málið í sameiningu. 27. ágúst 2015 20:24 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28
Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Borgarstjóri svarar forsætisráðherra í stöðuuppfærslu sem hann birtir á Facebook. 27. ágúst 2015 14:09
Kemur til greina að ríkið grípi inn í skipulag miðborgarinnar Forsætisráðherra segir skipulagsslys blasa við í miðborginni. Best væri að ríki og borg leystu málið í sameiningu. 27. ágúst 2015 20:24