Ósátt við að flytja ræður úr sæti sínu: Freyja Haraldsdóttir krefst breytinga á þingsal Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. september 2015 13:44 Freyja vill að allir geti stundað stjórnmál burtséð frá líkamlegum eiginleikum. Vísir/GVA „Alþingi þarf að láta af því að elska gamlar sögulegar pontur meira en réttindi borgara sinna,“ sagði Freyja Haraldsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, á þingi í dag undir málsliðnum störf þingsins. Hún er fötluð og getur því ekki nýtt sér pontuna í Alþingissalnum eins og aðrir þingmenn. Hún hefur því ávallt ávarpað þingsal úr sæti sínu. Freyja er ósátt við að vera höfð „á jaðri þingsalarins“ þar sem hún sést ekki jafn vel og það heyrist ekki jafn vel í henni. „Gera þarf nauðsynlegar breytingar svo alls konar fólk geti hér stundað stjórnmál í öllum embættum, hvort sem það fer um gangandi, sitjandi eða liggjandi. Þetta þarfað gerast í fullu samráði við ólíka hópa fatlaðs fólks,“ sagði Freyja. Hún ákvað að þegja ekki lengur um þetta mál þar sem hún segist ekki geta gefið fötluðu fólki þau skilaboð að þau séu minna virði en aðrar þingkonur eða þingkarlar eins og hún sagði sjálf. „Það er eiginlega með trega sem ég vel að vekja máls á því að ponta Alþingis er ekki að fullu aðgengileg. Það er með trega vegna þess að mér finnst óþægilegt að persónugera þetta mál, enda er þetta prinsippmál. Ég hef því valið að hafa ekki hátt um það þar til nú af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi vegna þess að fyrir tæpum tveimur árum var ég fengin til þess að upplýsa ykkur um hvernig ég gæti notað pontuna. Nokkrum mánuðum síðar sá ég frétt um það að pontan væri orðin hjólastólavæn og um leið og það gladdi mig fékk ég smákvíðahnút í magann. Með fréttinni var mynd af tveimur uppisitjandi karlmönnum í hjólastól sem hvorugur er varaþingmaður. Ég var svolítið undrandi að ekki hefði verið kallað eftir mér til að prófa pontuna þar sem fólk vissi af því að ég mundi mögulega starfa hér á ný.“ Þá sagðist hún ekki geta gefið fötluðu fólki þau skilaboð að fatlaðir væru minna virði en aðrir þingmenn. „Ég get ekki lengur sent þau skilaboð. Fatlað fólk sem hefur rutt brautina fyrir mína kynslóð um allan heim á það einfaldlega inni hjá mér að ég sé ekki slík gunga.“ Alþingi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
„Alþingi þarf að láta af því að elska gamlar sögulegar pontur meira en réttindi borgara sinna,“ sagði Freyja Haraldsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, á þingi í dag undir málsliðnum störf þingsins. Hún er fötluð og getur því ekki nýtt sér pontuna í Alþingissalnum eins og aðrir þingmenn. Hún hefur því ávallt ávarpað þingsal úr sæti sínu. Freyja er ósátt við að vera höfð „á jaðri þingsalarins“ þar sem hún sést ekki jafn vel og það heyrist ekki jafn vel í henni. „Gera þarf nauðsynlegar breytingar svo alls konar fólk geti hér stundað stjórnmál í öllum embættum, hvort sem það fer um gangandi, sitjandi eða liggjandi. Þetta þarfað gerast í fullu samráði við ólíka hópa fatlaðs fólks,“ sagði Freyja. Hún ákvað að þegja ekki lengur um þetta mál þar sem hún segist ekki geta gefið fötluðu fólki þau skilaboð að þau séu minna virði en aðrar þingkonur eða þingkarlar eins og hún sagði sjálf. „Það er eiginlega með trega sem ég vel að vekja máls á því að ponta Alþingis er ekki að fullu aðgengileg. Það er með trega vegna þess að mér finnst óþægilegt að persónugera þetta mál, enda er þetta prinsippmál. Ég hef því valið að hafa ekki hátt um það þar til nú af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi vegna þess að fyrir tæpum tveimur árum var ég fengin til þess að upplýsa ykkur um hvernig ég gæti notað pontuna. Nokkrum mánuðum síðar sá ég frétt um það að pontan væri orðin hjólastólavæn og um leið og það gladdi mig fékk ég smákvíðahnút í magann. Með fréttinni var mynd af tveimur uppisitjandi karlmönnum í hjólastól sem hvorugur er varaþingmaður. Ég var svolítið undrandi að ekki hefði verið kallað eftir mér til að prófa pontuna þar sem fólk vissi af því að ég mundi mögulega starfa hér á ný.“ Þá sagðist hún ekki geta gefið fötluðu fólki þau skilaboð að fatlaðir væru minna virði en aðrir þingmenn. „Ég get ekki lengur sent þau skilaboð. Fatlað fólk sem hefur rutt brautina fyrir mína kynslóð um allan heim á það einfaldlega inni hjá mér að ég sé ekki slík gunga.“
Alþingi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum