Ósátt við að flytja ræður úr sæti sínu: Freyja Haraldsdóttir krefst breytinga á þingsal Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. september 2015 13:44 Freyja vill að allir geti stundað stjórnmál burtséð frá líkamlegum eiginleikum. Vísir/GVA „Alþingi þarf að láta af því að elska gamlar sögulegar pontur meira en réttindi borgara sinna,“ sagði Freyja Haraldsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, á þingi í dag undir málsliðnum störf þingsins. Hún er fötluð og getur því ekki nýtt sér pontuna í Alþingissalnum eins og aðrir þingmenn. Hún hefur því ávallt ávarpað þingsal úr sæti sínu. Freyja er ósátt við að vera höfð „á jaðri þingsalarins“ þar sem hún sést ekki jafn vel og það heyrist ekki jafn vel í henni. „Gera þarf nauðsynlegar breytingar svo alls konar fólk geti hér stundað stjórnmál í öllum embættum, hvort sem það fer um gangandi, sitjandi eða liggjandi. Þetta þarfað gerast í fullu samráði við ólíka hópa fatlaðs fólks,“ sagði Freyja. Hún ákvað að þegja ekki lengur um þetta mál þar sem hún segist ekki geta gefið fötluðu fólki þau skilaboð að þau séu minna virði en aðrar þingkonur eða þingkarlar eins og hún sagði sjálf. „Það er eiginlega með trega sem ég vel að vekja máls á því að ponta Alþingis er ekki að fullu aðgengileg. Það er með trega vegna þess að mér finnst óþægilegt að persónugera þetta mál, enda er þetta prinsippmál. Ég hef því valið að hafa ekki hátt um það þar til nú af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi vegna þess að fyrir tæpum tveimur árum var ég fengin til þess að upplýsa ykkur um hvernig ég gæti notað pontuna. Nokkrum mánuðum síðar sá ég frétt um það að pontan væri orðin hjólastólavæn og um leið og það gladdi mig fékk ég smákvíðahnút í magann. Með fréttinni var mynd af tveimur uppisitjandi karlmönnum í hjólastól sem hvorugur er varaþingmaður. Ég var svolítið undrandi að ekki hefði verið kallað eftir mér til að prófa pontuna þar sem fólk vissi af því að ég mundi mögulega starfa hér á ný.“ Þá sagðist hún ekki geta gefið fötluðu fólki þau skilaboð að fatlaðir væru minna virði en aðrir þingmenn. „Ég get ekki lengur sent þau skilaboð. Fatlað fólk sem hefur rutt brautina fyrir mína kynslóð um allan heim á það einfaldlega inni hjá mér að ég sé ekki slík gunga.“ Alþingi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
„Alþingi þarf að láta af því að elska gamlar sögulegar pontur meira en réttindi borgara sinna,“ sagði Freyja Haraldsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, á þingi í dag undir málsliðnum störf þingsins. Hún er fötluð og getur því ekki nýtt sér pontuna í Alþingissalnum eins og aðrir þingmenn. Hún hefur því ávallt ávarpað þingsal úr sæti sínu. Freyja er ósátt við að vera höfð „á jaðri þingsalarins“ þar sem hún sést ekki jafn vel og það heyrist ekki jafn vel í henni. „Gera þarf nauðsynlegar breytingar svo alls konar fólk geti hér stundað stjórnmál í öllum embættum, hvort sem það fer um gangandi, sitjandi eða liggjandi. Þetta þarfað gerast í fullu samráði við ólíka hópa fatlaðs fólks,“ sagði Freyja. Hún ákvað að þegja ekki lengur um þetta mál þar sem hún segist ekki geta gefið fötluðu fólki þau skilaboð að þau séu minna virði en aðrar þingkonur eða þingkarlar eins og hún sagði sjálf. „Það er eiginlega með trega sem ég vel að vekja máls á því að ponta Alþingis er ekki að fullu aðgengileg. Það er með trega vegna þess að mér finnst óþægilegt að persónugera þetta mál, enda er þetta prinsippmál. Ég hef því valið að hafa ekki hátt um það þar til nú af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi vegna þess að fyrir tæpum tveimur árum var ég fengin til þess að upplýsa ykkur um hvernig ég gæti notað pontuna. Nokkrum mánuðum síðar sá ég frétt um það að pontan væri orðin hjólastólavæn og um leið og það gladdi mig fékk ég smákvíðahnút í magann. Með fréttinni var mynd af tveimur uppisitjandi karlmönnum í hjólastól sem hvorugur er varaþingmaður. Ég var svolítið undrandi að ekki hefði verið kallað eftir mér til að prófa pontuna þar sem fólk vissi af því að ég mundi mögulega starfa hér á ný.“ Þá sagðist hún ekki geta gefið fötluðu fólki þau skilaboð að fatlaðir væru minna virði en aðrir þingmenn. „Ég get ekki lengur sent þau skilaboð. Fatlað fólk sem hefur rutt brautina fyrir mína kynslóð um allan heim á það einfaldlega inni hjá mér að ég sé ekki slík gunga.“
Alþingi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira