Leggja fram frumvarp um aukið persónukjör: Kjósendur eigi að hafa meira val í kjörklefanum Bjarki Ármannsson skrifar 14. september 2015 20:04 „Það hefur alltaf verið mín skoðun að kjósandi hér eigi að hafa meira val í kjörklefanum en hann hefur.“ Vísir/GVA/Stefán „Það hefur alltaf verið mín skoðun að kjósandi hér eigi að hafa meira val í kjörklefanum en hann hefur,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem leggur í vetur fram lagafrumvarp ásamt fimm öðrum þingmönnum sem felur í sér aukna möguleika á persónukjöri til Alþingis. Þetta er í sjötta skiptið sem Valgerður leggur frumvarpið fram. „Þetta er svolítið sérstakt frumvarp að því leytinu til að það er hægt að velja af mismunandi listum,“ segir Valgerður. Ítarleg greinargerð fylgir frumvarpinu með útreikningum þar sem tekin eru dæmi um hvernig atkvæði gætu skipst á þingmenn. „Það er samt mjög einfalt fyrir kjósandann að kjósa,“ segir hún. „En ef fólk nýtir sér það að fara á milli flokka og svona, þá gilda einhverjar reiknireglur sem ég tel nú einfaldar líka. En það er líka flókið í dag hvernig menn komast inn af listum.“ Samkvæmt frumvarpinu sem Valgerður leggur til, ásamt þeim Birgittu Jónsdóttur, Guðmundi Steingrímssyni, Helga Hjörvar, Katrínu Júlíusdóttur og Óttari Proppé, hafa kjósendur þrjá möguleika á því hvernig þeir nýta atkvæði sitt.Sjá einnig: Persónukjör og þjóðkirkjuákvæðiKjósendur geta dreift atkvæði sínu á ólíka framboðslista, nái frumvarpið fram að ganga.Vísir/AntonHægt er að merkja við listabókstaf líkt og nú er gert, merkja við einn frambjóðanda þannig að listi þess frambjóðanda fengi atkvæðið eða skipta atkvæðinu á eins marga þingmenn og sitja fyrir hönd viðkomandi kjördæmis. Í því tilviki má velja þingmenn af ólíkum framboðslistum. Valgerður segir að breytingunum sem felist í frumvarpinu sé ætlað að rúmast innan núverandi kosningalöggjafar, þannig ekki sé þörf á til dæmis stjórnarskrárbreytingum. Hún segist bjartsýn á að frumvarpið kalli fram frekari umræður á þinginu í vetur en raunin hafi verið til þessa. „Það þarf líka að taka fram að í þjóðaratkvæðagreiðslunni í október 2012 sagði mikill meirihluti fólks [rúmlega 78 prósent – innskot blm.] að persónukjör ætti að gilda meira en það gerir í dag,“ segir Valgerður. „Mér finnst þingið skulda kjósendum það að gera eitthvað í málinu. Auðvitað finnst mér að þeir ættu að samþykkja þetta frumvarp en þeir ættu allavega að gera eitthvað.“ Alþingi Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
„Það hefur alltaf verið mín skoðun að kjósandi hér eigi að hafa meira val í kjörklefanum en hann hefur,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem leggur í vetur fram lagafrumvarp ásamt fimm öðrum þingmönnum sem felur í sér aukna möguleika á persónukjöri til Alþingis. Þetta er í sjötta skiptið sem Valgerður leggur frumvarpið fram. „Þetta er svolítið sérstakt frumvarp að því leytinu til að það er hægt að velja af mismunandi listum,“ segir Valgerður. Ítarleg greinargerð fylgir frumvarpinu með útreikningum þar sem tekin eru dæmi um hvernig atkvæði gætu skipst á þingmenn. „Það er samt mjög einfalt fyrir kjósandann að kjósa,“ segir hún. „En ef fólk nýtir sér það að fara á milli flokka og svona, þá gilda einhverjar reiknireglur sem ég tel nú einfaldar líka. En það er líka flókið í dag hvernig menn komast inn af listum.“ Samkvæmt frumvarpinu sem Valgerður leggur til, ásamt þeim Birgittu Jónsdóttur, Guðmundi Steingrímssyni, Helga Hjörvar, Katrínu Júlíusdóttur og Óttari Proppé, hafa kjósendur þrjá möguleika á því hvernig þeir nýta atkvæði sitt.Sjá einnig: Persónukjör og þjóðkirkjuákvæðiKjósendur geta dreift atkvæði sínu á ólíka framboðslista, nái frumvarpið fram að ganga.Vísir/AntonHægt er að merkja við listabókstaf líkt og nú er gert, merkja við einn frambjóðanda þannig að listi þess frambjóðanda fengi atkvæðið eða skipta atkvæðinu á eins marga þingmenn og sitja fyrir hönd viðkomandi kjördæmis. Í því tilviki má velja þingmenn af ólíkum framboðslistum. Valgerður segir að breytingunum sem felist í frumvarpinu sé ætlað að rúmast innan núverandi kosningalöggjafar, þannig ekki sé þörf á til dæmis stjórnarskrárbreytingum. Hún segist bjartsýn á að frumvarpið kalli fram frekari umræður á þinginu í vetur en raunin hafi verið til þessa. „Það þarf líka að taka fram að í þjóðaratkvæðagreiðslunni í október 2012 sagði mikill meirihluti fólks [rúmlega 78 prósent – innskot blm.] að persónukjör ætti að gilda meira en það gerir í dag,“ segir Valgerður. „Mér finnst þingið skulda kjósendum það að gera eitthvað í málinu. Auðvitað finnst mér að þeir ættu að samþykkja þetta frumvarp en þeir ættu allavega að gera eitthvað.“
Alþingi Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira