Hugsanavilla Píratans Stjórnarmaðurinn skrifar 23. september 2015 10:30 Píratar eru langstærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt skoðanakönnunum. Ekki er því óeðlilegt að stefnumál þeirra sæti nákvæmari skoðun en ella. Í sumum tilvikum hafa sneiðar í þeirra átt verið ósanngjarnar. Ávirðingar um slælega mætingu fjögurra manna þingflokks á nefndarfundi voru augljóslega af þeim meiði. Í öðrum tilvikum á hins vegar gagnrýni fullan rétt á sér. Píratar hafa á stefnuskrá sinni að „endurskoða höfundarétt“. Nánari útfærsla er nokkuð á reiki, en er þó lýst í sjö tiltölulega almennum punktum. Látum vera að fara ofan í kjölinn á þeim hér, enda ómögulegt að leggja fólki orð í munn með túlkun almennra hugtaka. Píratar segjast í stefnuskránni ekki vera á móti höfundarétti, hins vegar sé hættan sú að ef framfylgja eigi honum á internetinu verði vegið gróflega að réttindum borgaranna. Það sé ólíðandi að fjárhagsmunir séu látnir „trompa borgararéttindi og frjáls samskipti“. Nú liggur í hlutarins eðli að öll löggæsla felur í sér skerðingu á réttindum borgaranna. Að þjófur sé dæmdur til fangelsisvistar er augljóst dæmi um að „fjárhagsmunir trompi borgararéttindi“ svo gripið sé til orðfæris Pírata. Í síðustu viku bárust tíðindi af því að rétthafasamtök hefðu náð samkomulagi við fjarskiptafyrirtækin um að loka tilteknum skráarskiptisíðum sjálfvirkt (án þess að til sérstaks lögbanns kæmi) óháð því undir hvaða lénum síðurnar birtast. Í kjölfarið hefur Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, farið mikinn og meðal annars staðið í ritdeilu við Egil Helgason. Helgi segir meðal annars að aðferðir á borð við þá ofangreindu sem ætlað er að koma í veg fyrir höfundaréttarbrot séu ómögulegar og „gangi ekki svo langt að hindra menn í að komast fram hjá þeim með einföldum hætti“. Þetta er furðuleg röksemdafærsla. Hefur bann við þjófnaði í hegningarlögum þá algerlega mistekist þar sem ekki hefur tekist að útrýma þjófnaði með öllu? Vitaskuld ekki. Lagaboð og -bönn eru alltaf gölluð, og lagagrein ein og sér getur ekki útrýmt slæmu hátterni. Lagasetning sendir hins vegar skilaboð út í samfélagið um að tiltekin háttsemi sé óæskileg og hefur fælingarmátt. Með því að gera lítið úr lögum um höfundarétt eru Helgi og Píratar að vega að atvinnufrelsi og aflahæfi listamanna, og grafa undan fyrirtækjum í landinu sem starfa eftir settum leikreglum. Það er ábyrgðarhluti hjá annars efnilegum þingmanni.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Píratar eru langstærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt skoðanakönnunum. Ekki er því óeðlilegt að stefnumál þeirra sæti nákvæmari skoðun en ella. Í sumum tilvikum hafa sneiðar í þeirra átt verið ósanngjarnar. Ávirðingar um slælega mætingu fjögurra manna þingflokks á nefndarfundi voru augljóslega af þeim meiði. Í öðrum tilvikum á hins vegar gagnrýni fullan rétt á sér. Píratar hafa á stefnuskrá sinni að „endurskoða höfundarétt“. Nánari útfærsla er nokkuð á reiki, en er þó lýst í sjö tiltölulega almennum punktum. Látum vera að fara ofan í kjölinn á þeim hér, enda ómögulegt að leggja fólki orð í munn með túlkun almennra hugtaka. Píratar segjast í stefnuskránni ekki vera á móti höfundarétti, hins vegar sé hættan sú að ef framfylgja eigi honum á internetinu verði vegið gróflega að réttindum borgaranna. Það sé ólíðandi að fjárhagsmunir séu látnir „trompa borgararéttindi og frjáls samskipti“. Nú liggur í hlutarins eðli að öll löggæsla felur í sér skerðingu á réttindum borgaranna. Að þjófur sé dæmdur til fangelsisvistar er augljóst dæmi um að „fjárhagsmunir trompi borgararéttindi“ svo gripið sé til orðfæris Pírata. Í síðustu viku bárust tíðindi af því að rétthafasamtök hefðu náð samkomulagi við fjarskiptafyrirtækin um að loka tilteknum skráarskiptisíðum sjálfvirkt (án þess að til sérstaks lögbanns kæmi) óháð því undir hvaða lénum síðurnar birtast. Í kjölfarið hefur Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, farið mikinn og meðal annars staðið í ritdeilu við Egil Helgason. Helgi segir meðal annars að aðferðir á borð við þá ofangreindu sem ætlað er að koma í veg fyrir höfundaréttarbrot séu ómögulegar og „gangi ekki svo langt að hindra menn í að komast fram hjá þeim með einföldum hætti“. Þetta er furðuleg röksemdafærsla. Hefur bann við þjófnaði í hegningarlögum þá algerlega mistekist þar sem ekki hefur tekist að útrýma þjófnaði með öllu? Vitaskuld ekki. Lagaboð og -bönn eru alltaf gölluð, og lagagrein ein og sér getur ekki útrýmt slæmu hátterni. Lagasetning sendir hins vegar skilaboð út í samfélagið um að tiltekin háttsemi sé óæskileg og hefur fælingarmátt. Með því að gera lítið úr lögum um höfundarétt eru Helgi og Píratar að vega að atvinnufrelsi og aflahæfi listamanna, og grafa undan fyrirtækjum í landinu sem starfa eftir settum leikreglum. Það er ábyrgðarhluti hjá annars efnilegum þingmanni.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira