Segir ríkisstjórnarflokkana eiga Íslandsmet í spillingu við sölu ríkisbanka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. október 2015 14:12 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. vísir/andri marinó Tillögur kröfuhafa Glitnis um að ríkið eignist Íslandsbanka hafa vakið mikla athygli í dag en fjármálaráðuneytið setti frétt þess efnis inn á vef sinn um klukkan 4 í nótt. Tillögurnar eru nú meðal annars ræddar á Alþingi þar sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði mikil tíðindi felast í þeim. „Það leggur okkur miklar skyldur á herðar, ef að Íslandsbanki færist í hendur ríkisins, sérstaklega þegar við völd situr ríkisstjórn þeirra flokka sem eiga Íslandsmet, kannski Evrópumet eða heimsmet í spillingu við sölu ríkisbanka,“ sagði Árni Páll. Þá viðraði hann áhyggjur sínar af því að ríkið tæki á sig meiri ábyrgð í bankarekstri sem væri ekki áhættulaus rekstur, eins og sagan hefði sýnt. Árni Páll sagði jafnframt að það væri ekkert grín að selja hluti í tveimur ríkisbönkum, og annan til fulls, þegar við blasi að bankakerfið sé alltof stórt. „Eftir er síðan að skýra hvers vegna ríkisstjórn Íslands er eins og útspýtt hundskinn um allar koppagrundir að elta erlenda kröfuhafa til að hjálpa þeim við að losna að greiða þann stöðugleikaskatt sem myndi skila almenningi mörg hundruð milljörðum meira en raun ber vitni ef af stöðugleikaframlögunum verður.“Þakkaði Sigmari Guðmundssyni fyrir samráðið við losun hafta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gagnrýndi svo ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi hvað varðar tillögur kröfuhafa Glitnis. „Í gær fékk ég boð á samráðsfund um losun hafta. Síðan kveikti ég á útvarpinu í morgun, eins og kona gerir, og þar var Sigmar Guðmundsson, útvarpsmaður, sem sagði mér það að ég væri að fara á samráðsfund um það að kröfuhafar Glitnis vildu leggja Íslandsbanka inn sem hluta af sínu stöðugleikaframlagi. Ég þakka bara Sigmari Guðmundssyni fyrir samráðið því svo sannarlega voru það ekki stjórnvöld sem höfðu samráð þó að hér hefði lengi verið kallað eftir fundi í samráðshópi um losun hafta.“ Katrín sagði það svo mikilvægt að þingmenn væru nú vel yfir það hvaða staða væri uppi varðandi stöðugleikaframlögin. Hún sagði jafnframt að það ætti að vera metnaður stjórnvalda að tryggja sem opnasta og gagnsæja umræðu svo almenningi væri ljóst um hvað málið snúist. Alþingi Tengdar fréttir Bjarni: Menn ofmátu möguleika á sölu Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra segir að afhending slitabús Glitnis á Íslandsbanka til ríkisins sé að hluta til komin því slitabú Glitnis hafi ofmetið möguleikana á því að selja bankann fyrir gjaldeyri. 20. október 2015 13:09 Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Tillögur kröfuhafa Glitnis um að ríkið eignist Íslandsbanka hafa vakið mikla athygli í dag en fjármálaráðuneytið setti frétt þess efnis inn á vef sinn um klukkan 4 í nótt. Tillögurnar eru nú meðal annars ræddar á Alþingi þar sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði mikil tíðindi felast í þeim. „Það leggur okkur miklar skyldur á herðar, ef að Íslandsbanki færist í hendur ríkisins, sérstaklega þegar við völd situr ríkisstjórn þeirra flokka sem eiga Íslandsmet, kannski Evrópumet eða heimsmet í spillingu við sölu ríkisbanka,“ sagði Árni Páll. Þá viðraði hann áhyggjur sínar af því að ríkið tæki á sig meiri ábyrgð í bankarekstri sem væri ekki áhættulaus rekstur, eins og sagan hefði sýnt. Árni Páll sagði jafnframt að það væri ekkert grín að selja hluti í tveimur ríkisbönkum, og annan til fulls, þegar við blasi að bankakerfið sé alltof stórt. „Eftir er síðan að skýra hvers vegna ríkisstjórn Íslands er eins og útspýtt hundskinn um allar koppagrundir að elta erlenda kröfuhafa til að hjálpa þeim við að losna að greiða þann stöðugleikaskatt sem myndi skila almenningi mörg hundruð milljörðum meira en raun ber vitni ef af stöðugleikaframlögunum verður.“Þakkaði Sigmari Guðmundssyni fyrir samráðið við losun hafta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gagnrýndi svo ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi hvað varðar tillögur kröfuhafa Glitnis. „Í gær fékk ég boð á samráðsfund um losun hafta. Síðan kveikti ég á útvarpinu í morgun, eins og kona gerir, og þar var Sigmar Guðmundsson, útvarpsmaður, sem sagði mér það að ég væri að fara á samráðsfund um það að kröfuhafar Glitnis vildu leggja Íslandsbanka inn sem hluta af sínu stöðugleikaframlagi. Ég þakka bara Sigmari Guðmundssyni fyrir samráðið því svo sannarlega voru það ekki stjórnvöld sem höfðu samráð þó að hér hefði lengi verið kallað eftir fundi í samráðshópi um losun hafta.“ Katrín sagði það svo mikilvægt að þingmenn væru nú vel yfir það hvaða staða væri uppi varðandi stöðugleikaframlögin. Hún sagði jafnframt að það ætti að vera metnaður stjórnvalda að tryggja sem opnasta og gagnsæja umræðu svo almenningi væri ljóst um hvað málið snúist.
Alþingi Tengdar fréttir Bjarni: Menn ofmátu möguleika á sölu Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra segir að afhending slitabús Glitnis á Íslandsbanka til ríkisins sé að hluta til komin því slitabú Glitnis hafi ofmetið möguleikana á því að selja bankann fyrir gjaldeyri. 20. október 2015 13:09 Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Bjarni: Menn ofmátu möguleika á sölu Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra segir að afhending slitabús Glitnis á Íslandsbanka til ríkisins sé að hluta til komin því slitabú Glitnis hafi ofmetið möguleikana á því að selja bankann fyrir gjaldeyri. 20. október 2015 13:09
Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent